Líf og fjör í London 19. október 2006 13:30 Forest Whitaker Er einn gesta á kvikmyndahátíðinni í London og myndin The Last King of Scotland er opnunarmynd hátíðarinnar en þar leikur hann sjálfan Idi Amin. Kvikmyndahátíðin í London hófst í gær en þetta er í fimmtugasta sinn sem hátíðin er haldin í borginni. Gala-opnunarmynd hátíðarinnar er The Last King of Scotland þar sem Forest Whitaker þykir fara á kostum í hlutverki Idi Amins, fyrrverandi einræðisherra í Úganda. Fjöldi nýrra breskra mynda er á dagskrá hátíðarinnar auk þess sem franskri kvikmyndagerð verður gerð nokkur skil en alls eru myndirnar á hátíðinni sýndar í níu efnisflokkum. Samkvæmt venju heiðrar fjöldi góðra gesta hátíðina og þar á meðal má nefna Forest Whitaker sem mun ræða feril sinn og samstarf við fjölskrúðugan hóp leikstjóra um árin. John Cameron Mitchell talar um kynlíf í kvikmyndum en hin opinskáa mynd hans Shortbus er á dagskrá hátíðarinnar og Hollendingurinn Paul Verhoeven (Basic Instinct, Robocop) mun tjá sig um verk sín. Babel eftir Alejandro González Iñárritu er sýnd í flokki með Fast Food Nation og Shortbus en allar vöktu þessar myndir athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og þar hlaut Iñárritu leikstjóraverðlaunin fyrir Babel. Gamanmyndin Borat mun einnig setja svip sinn á hátíðina sem býður upp á nokkrar myndir sem Íslendingum gafst kostur á að sjá á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík á dögunum en þar á meðal eru Red Road, Falling, eftir Barbara Albert, og The US vs. John Lennon. Menning Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Kvikmyndahátíðin í London hófst í gær en þetta er í fimmtugasta sinn sem hátíðin er haldin í borginni. Gala-opnunarmynd hátíðarinnar er The Last King of Scotland þar sem Forest Whitaker þykir fara á kostum í hlutverki Idi Amins, fyrrverandi einræðisherra í Úganda. Fjöldi nýrra breskra mynda er á dagskrá hátíðarinnar auk þess sem franskri kvikmyndagerð verður gerð nokkur skil en alls eru myndirnar á hátíðinni sýndar í níu efnisflokkum. Samkvæmt venju heiðrar fjöldi góðra gesta hátíðina og þar á meðal má nefna Forest Whitaker sem mun ræða feril sinn og samstarf við fjölskrúðugan hóp leikstjóra um árin. John Cameron Mitchell talar um kynlíf í kvikmyndum en hin opinskáa mynd hans Shortbus er á dagskrá hátíðarinnar og Hollendingurinn Paul Verhoeven (Basic Instinct, Robocop) mun tjá sig um verk sín. Babel eftir Alejandro González Iñárritu er sýnd í flokki með Fast Food Nation og Shortbus en allar vöktu þessar myndir athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og þar hlaut Iñárritu leikstjóraverðlaunin fyrir Babel. Gamanmyndin Borat mun einnig setja svip sinn á hátíðina sem býður upp á nokkrar myndir sem Íslendingum gafst kostur á að sjá á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík á dögunum en þar á meðal eru Red Road, Falling, eftir Barbara Albert, og The US vs. John Lennon.
Menning Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið