Líf og fjör í London 19. október 2006 13:30 Forest Whitaker Er einn gesta á kvikmyndahátíðinni í London og myndin The Last King of Scotland er opnunarmynd hátíðarinnar en þar leikur hann sjálfan Idi Amin. Kvikmyndahátíðin í London hófst í gær en þetta er í fimmtugasta sinn sem hátíðin er haldin í borginni. Gala-opnunarmynd hátíðarinnar er The Last King of Scotland þar sem Forest Whitaker þykir fara á kostum í hlutverki Idi Amins, fyrrverandi einræðisherra í Úganda. Fjöldi nýrra breskra mynda er á dagskrá hátíðarinnar auk þess sem franskri kvikmyndagerð verður gerð nokkur skil en alls eru myndirnar á hátíðinni sýndar í níu efnisflokkum. Samkvæmt venju heiðrar fjöldi góðra gesta hátíðina og þar á meðal má nefna Forest Whitaker sem mun ræða feril sinn og samstarf við fjölskrúðugan hóp leikstjóra um árin. John Cameron Mitchell talar um kynlíf í kvikmyndum en hin opinskáa mynd hans Shortbus er á dagskrá hátíðarinnar og Hollendingurinn Paul Verhoeven (Basic Instinct, Robocop) mun tjá sig um verk sín. Babel eftir Alejandro González Iñárritu er sýnd í flokki með Fast Food Nation og Shortbus en allar vöktu þessar myndir athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og þar hlaut Iñárritu leikstjóraverðlaunin fyrir Babel. Gamanmyndin Borat mun einnig setja svip sinn á hátíðina sem býður upp á nokkrar myndir sem Íslendingum gafst kostur á að sjá á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík á dögunum en þar á meðal eru Red Road, Falling, eftir Barbara Albert, og The US vs. John Lennon. Menning Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmyndahátíðin í London hófst í gær en þetta er í fimmtugasta sinn sem hátíðin er haldin í borginni. Gala-opnunarmynd hátíðarinnar er The Last King of Scotland þar sem Forest Whitaker þykir fara á kostum í hlutverki Idi Amins, fyrrverandi einræðisherra í Úganda. Fjöldi nýrra breskra mynda er á dagskrá hátíðarinnar auk þess sem franskri kvikmyndagerð verður gerð nokkur skil en alls eru myndirnar á hátíðinni sýndar í níu efnisflokkum. Samkvæmt venju heiðrar fjöldi góðra gesta hátíðina og þar á meðal má nefna Forest Whitaker sem mun ræða feril sinn og samstarf við fjölskrúðugan hóp leikstjóra um árin. John Cameron Mitchell talar um kynlíf í kvikmyndum en hin opinskáa mynd hans Shortbus er á dagskrá hátíðarinnar og Hollendingurinn Paul Verhoeven (Basic Instinct, Robocop) mun tjá sig um verk sín. Babel eftir Alejandro González Iñárritu er sýnd í flokki með Fast Food Nation og Shortbus en allar vöktu þessar myndir athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og þar hlaut Iñárritu leikstjóraverðlaunin fyrir Babel. Gamanmyndin Borat mun einnig setja svip sinn á hátíðina sem býður upp á nokkrar myndir sem Íslendingum gafst kostur á að sjá á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík á dögunum en þar á meðal eru Red Road, Falling, eftir Barbara Albert, og The US vs. John Lennon.
Menning Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira