Bankarnir komnir í sömu stöðu og í byrjun febrúar Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. október 2006 06:00 Ingvar H. Ragnarsson Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf bankanna (CDS) er nú sambærilegt við það sem var áður en tók að halla á þá í umræðu um íslenskt efnahagslíf í byrjun árs. Forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis býst við hægum bata áfram. Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf viðskiptabankanna þriggja á millibankamarkaði (CDS) er nú svipað og áður en erfið umræða um íslenska hagkerfið og bankana fór á flug í febrúar síðastliðnum. Í gær var tryggingaálag á bréf Glitnis 37 punktar, 46 á bréf Landsbanka Íslands og 56 á bréf Kaupþings. Níunda febrúar var álagið á bréf Glitnis það sama eða 37 punktar, 44 á bréf Landsbankans og 47 punktar á bréf Kaupþings. Almenn bankavísitala Iboxx, sem sýnir fjármögnunarkostnað í Evrópu, ber hins vegar með sér að almenn hafi þar ríkt stöðugleiki, þótt sveiflur hafi einkennt þá íslensku á þessu ári. „Þetta eru ákveðin tímamót,“ segir Ingvar H. Ragnarsson, forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis. Hann segir að þótt tryggingaálag bankanna hafi tekið að aukast fyrir áramótin, hafi skriðan í raun ekki farið af stað fyrr en eftir að Fitch breytti horfum á lánshæfismati ríkisins úr stöðugum í neikvæðar 21. febrúar. Ingvar segir að erlendir markaðsaðilar virðist vera orðnir sammála um að hörð viðbrögð skuldabréfamarkaðarins í febrúar og mars síðastliðnum hafi í raun verið yfirskot. „Það sem síðan hefur gerst er að bankarnir hafa skilað mjög góðum uppgjörum og brugðist við þeim hluta gagnrýninnar sem byggð var á málefnalegum rökum. Þá hefur kynningarstarf verið aukið og mikil áhersla verið lögð á gagnsæi í upplýsingagjöf til markaðarins. Á þessu tímabili hafa lánshæfismatsfyrirtækin staðfest óbreytt lánshæfi bankanna og nýtt lánshæfismat Glitnis hjá Standard & Poor‘s í mars kom einnig á mjög góðum tíma. Bankarnir hafa allir styrkt lausafjárstöðu sína og á undanförnum vikum hafa vel heppnaðar skuldabréfaútgáfur þeirra haft jákvæð áhrif,“ segir hann. Ingvar segist hins vegar búast við að íslensku bankarnir búi áfram við nokkurs konar séríslenskt álag á skuldabréf sín, þótt það fari heldur lækkandi. „Í dag er álagið mikið meira en það var á síðasta ári,“ segir hann, en fyrir réttu ári síðan var tryggingaálag á skuldabréf Kaupþings rétt undir 30 punktum og álag á bréf Glitnis og Landsbankans rúmir 20 punktar. „Með breyttri tekjudreifingu bankanna og því að aukinn hluti tekna þeirra myndast utan Íslands mun þetta þokast í rétta átt,“ segir Ingvar. „Þetta smáþokast í rétta átt.“ Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf bankanna (CDS) er nú sambærilegt við það sem var áður en tók að halla á þá í umræðu um íslenskt efnahagslíf í byrjun árs. Forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis býst við hægum bata áfram. Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf viðskiptabankanna þriggja á millibankamarkaði (CDS) er nú svipað og áður en erfið umræða um íslenska hagkerfið og bankana fór á flug í febrúar síðastliðnum. Í gær var tryggingaálag á bréf Glitnis 37 punktar, 46 á bréf Landsbanka Íslands og 56 á bréf Kaupþings. Níunda febrúar var álagið á bréf Glitnis það sama eða 37 punktar, 44 á bréf Landsbankans og 47 punktar á bréf Kaupþings. Almenn bankavísitala Iboxx, sem sýnir fjármögnunarkostnað í Evrópu, ber hins vegar með sér að almenn hafi þar ríkt stöðugleiki, þótt sveiflur hafi einkennt þá íslensku á þessu ári. „Þetta eru ákveðin tímamót,“ segir Ingvar H. Ragnarsson, forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis. Hann segir að þótt tryggingaálag bankanna hafi tekið að aukast fyrir áramótin, hafi skriðan í raun ekki farið af stað fyrr en eftir að Fitch breytti horfum á lánshæfismati ríkisins úr stöðugum í neikvæðar 21. febrúar. Ingvar segir að erlendir markaðsaðilar virðist vera orðnir sammála um að hörð viðbrögð skuldabréfamarkaðarins í febrúar og mars síðastliðnum hafi í raun verið yfirskot. „Það sem síðan hefur gerst er að bankarnir hafa skilað mjög góðum uppgjörum og brugðist við þeim hluta gagnrýninnar sem byggð var á málefnalegum rökum. Þá hefur kynningarstarf verið aukið og mikil áhersla verið lögð á gagnsæi í upplýsingagjöf til markaðarins. Á þessu tímabili hafa lánshæfismatsfyrirtækin staðfest óbreytt lánshæfi bankanna og nýtt lánshæfismat Glitnis hjá Standard & Poor‘s í mars kom einnig á mjög góðum tíma. Bankarnir hafa allir styrkt lausafjárstöðu sína og á undanförnum vikum hafa vel heppnaðar skuldabréfaútgáfur þeirra haft jákvæð áhrif,“ segir hann. Ingvar segist hins vegar búast við að íslensku bankarnir búi áfram við nokkurs konar séríslenskt álag á skuldabréf sín, þótt það fari heldur lækkandi. „Í dag er álagið mikið meira en það var á síðasta ári,“ segir hann, en fyrir réttu ári síðan var tryggingaálag á skuldabréf Kaupþings rétt undir 30 punktum og álag á bréf Glitnis og Landsbankans rúmir 20 punktar. „Með breyttri tekjudreifingu bankanna og því að aukinn hluti tekna þeirra myndast utan Íslands mun þetta þokast í rétta átt,“ segir Ingvar. „Þetta smáþokast í rétta átt.“
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira