Marel verður stærst í heimi með Stork 9. október 2006 03:30 Komi til samruna Marels hf. og matvælavinnslukerfahluta Stork-samstæðunnar hollensku verður til stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum. Boðað hefur verið til hluthafafundar í Stork-samstæðunni á fimmtudag þar sem kosið verður um þá tillögu stærstu hluthafanna, bandarísku fjárfestingarsjóðanna Centaurus Capital og Polson & Co., að selja margvíslega starfsemi frá kjarnastarfsemi Stork sem er flugiðnaður. Þar á meðal yrði selt frá samstæðunni Stork Food Systems. Marel á, ásamt Landsbankanum og Eyri Invest, átta prósenta hlut í Stork og hefur síðustu átta ár starfað náið með Stork Foods. Talið er nánast öruggt að atkvæði falli þannig á fimmtudaginn að Stork verði skipt upp, en fjárfestingarsjóðirnir tveir, sem fóru fram á fundinn, ráða yfir um 32 prósentum hlutafjár í samstæðunni. Marel hefur ekki enn viljað gefa upp hvernig fyrirtækið kýs, en ljóst er að samruni við Stork Foods er í samræmi við áætlanir félagsins. Marel hefur líka nýlokið hlutafjárútboði og hefur burði til að ráðast í verkefnið. Framtíð Stork er deiluefni í Hollandi, enda á félagið sér þar 179 ára sögu. Í fjölmiðlaumfjöllun hefur málum verið stillt upp á þann veg að þar takist á andstæðir pólar kaldrar peningahyggju bandarísku fjárfestingarsjóðanna og eldri gilda sem forstjóri félagsins standi fyrir. Forstjórinn, Sjoerd Vollebrecht, er á móti skiptingu félagsins og hefur meiri áhuga á stækkun, svo sem með yfirtöku á Marel. Stjórnendur Stork og Marel eru sammála um að þessi fyrirtæki séu fremst á sínu sviði og passi vel saman. Sjóðirnir vilja skerpa áherslur og að Stork einbeiti sér að grunnþættinum, flugiðnaði. Við erum sammála báðum, segir Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels en segir ljóst að nú sé einstakt tækifæri til að búa til heimsleiðtoga á sviði matvælaframleiðslu. Innlent Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Komi til samruna Marels hf. og matvælavinnslukerfahluta Stork-samstæðunnar hollensku verður til stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum. Boðað hefur verið til hluthafafundar í Stork-samstæðunni á fimmtudag þar sem kosið verður um þá tillögu stærstu hluthafanna, bandarísku fjárfestingarsjóðanna Centaurus Capital og Polson & Co., að selja margvíslega starfsemi frá kjarnastarfsemi Stork sem er flugiðnaður. Þar á meðal yrði selt frá samstæðunni Stork Food Systems. Marel á, ásamt Landsbankanum og Eyri Invest, átta prósenta hlut í Stork og hefur síðustu átta ár starfað náið með Stork Foods. Talið er nánast öruggt að atkvæði falli þannig á fimmtudaginn að Stork verði skipt upp, en fjárfestingarsjóðirnir tveir, sem fóru fram á fundinn, ráða yfir um 32 prósentum hlutafjár í samstæðunni. Marel hefur ekki enn viljað gefa upp hvernig fyrirtækið kýs, en ljóst er að samruni við Stork Foods er í samræmi við áætlanir félagsins. Marel hefur líka nýlokið hlutafjárútboði og hefur burði til að ráðast í verkefnið. Framtíð Stork er deiluefni í Hollandi, enda á félagið sér þar 179 ára sögu. Í fjölmiðlaumfjöllun hefur málum verið stillt upp á þann veg að þar takist á andstæðir pólar kaldrar peningahyggju bandarísku fjárfestingarsjóðanna og eldri gilda sem forstjóri félagsins standi fyrir. Forstjórinn, Sjoerd Vollebrecht, er á móti skiptingu félagsins og hefur meiri áhuga á stækkun, svo sem með yfirtöku á Marel. Stjórnendur Stork og Marel eru sammála um að þessi fyrirtæki séu fremst á sínu sviði og passi vel saman. Sjóðirnir vilja skerpa áherslur og að Stork einbeiti sér að grunnþættinum, flugiðnaði. Við erum sammála báðum, segir Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels en segir ljóst að nú sé einstakt tækifæri til að búa til heimsleiðtoga á sviði matvælaframleiðslu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira