Marel verður stærst í heimi með Stork 9. október 2006 03:30 Komi til samruna Marels hf. og matvælavinnslukerfahluta Stork-samstæðunnar hollensku verður til stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum. Boðað hefur verið til hluthafafundar í Stork-samstæðunni á fimmtudag þar sem kosið verður um þá tillögu stærstu hluthafanna, bandarísku fjárfestingarsjóðanna Centaurus Capital og Polson & Co., að selja margvíslega starfsemi frá kjarnastarfsemi Stork sem er flugiðnaður. Þar á meðal yrði selt frá samstæðunni Stork Food Systems. Marel á, ásamt Landsbankanum og Eyri Invest, átta prósenta hlut í Stork og hefur síðustu átta ár starfað náið með Stork Foods. Talið er nánast öruggt að atkvæði falli þannig á fimmtudaginn að Stork verði skipt upp, en fjárfestingarsjóðirnir tveir, sem fóru fram á fundinn, ráða yfir um 32 prósentum hlutafjár í samstæðunni. Marel hefur ekki enn viljað gefa upp hvernig fyrirtækið kýs, en ljóst er að samruni við Stork Foods er í samræmi við áætlanir félagsins. Marel hefur líka nýlokið hlutafjárútboði og hefur burði til að ráðast í verkefnið. Framtíð Stork er deiluefni í Hollandi, enda á félagið sér þar 179 ára sögu. Í fjölmiðlaumfjöllun hefur málum verið stillt upp á þann veg að þar takist á andstæðir pólar kaldrar peningahyggju bandarísku fjárfestingarsjóðanna og eldri gilda sem forstjóri félagsins standi fyrir. Forstjórinn, Sjoerd Vollebrecht, er á móti skiptingu félagsins og hefur meiri áhuga á stækkun, svo sem með yfirtöku á Marel. Stjórnendur Stork og Marel eru sammála um að þessi fyrirtæki séu fremst á sínu sviði og passi vel saman. Sjóðirnir vilja skerpa áherslur og að Stork einbeiti sér að grunnþættinum, flugiðnaði. Við erum sammála báðum, segir Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels en segir ljóst að nú sé einstakt tækifæri til að búa til heimsleiðtoga á sviði matvælaframleiðslu. Innlent Viðskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Komi til samruna Marels hf. og matvælavinnslukerfahluta Stork-samstæðunnar hollensku verður til stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum. Boðað hefur verið til hluthafafundar í Stork-samstæðunni á fimmtudag þar sem kosið verður um þá tillögu stærstu hluthafanna, bandarísku fjárfestingarsjóðanna Centaurus Capital og Polson & Co., að selja margvíslega starfsemi frá kjarnastarfsemi Stork sem er flugiðnaður. Þar á meðal yrði selt frá samstæðunni Stork Food Systems. Marel á, ásamt Landsbankanum og Eyri Invest, átta prósenta hlut í Stork og hefur síðustu átta ár starfað náið með Stork Foods. Talið er nánast öruggt að atkvæði falli þannig á fimmtudaginn að Stork verði skipt upp, en fjárfestingarsjóðirnir tveir, sem fóru fram á fundinn, ráða yfir um 32 prósentum hlutafjár í samstæðunni. Marel hefur ekki enn viljað gefa upp hvernig fyrirtækið kýs, en ljóst er að samruni við Stork Foods er í samræmi við áætlanir félagsins. Marel hefur líka nýlokið hlutafjárútboði og hefur burði til að ráðast í verkefnið. Framtíð Stork er deiluefni í Hollandi, enda á félagið sér þar 179 ára sögu. Í fjölmiðlaumfjöllun hefur málum verið stillt upp á þann veg að þar takist á andstæðir pólar kaldrar peningahyggju bandarísku fjárfestingarsjóðanna og eldri gilda sem forstjóri félagsins standi fyrir. Forstjórinn, Sjoerd Vollebrecht, er á móti skiptingu félagsins og hefur meiri áhuga á stækkun, svo sem með yfirtöku á Marel. Stjórnendur Stork og Marel eru sammála um að þessi fyrirtæki séu fremst á sínu sviði og passi vel saman. Sjóðirnir vilja skerpa áherslur og að Stork einbeiti sér að grunnþættinum, flugiðnaði. Við erum sammála báðum, segir Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels en segir ljóst að nú sé einstakt tækifæri til að búa til heimsleiðtoga á sviði matvælaframleiðslu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira