Dótturfélag Nýsis í Bretlandi hefur eignast 69 prósenta hlut í breska fasteignastjórnunarfélaginu Operon og styrkir þar með stöðu sína í einkaframkvæmd og fasteignastjórnun á breska markaðnum.
Breska félagið hefur meðal annars gert samninga við stjórnvöld, skóla og sjúkrahús um fasteignastjórnun sem þýðir að Operon rekur byggingarnar og veitir ýmsa stoðþjónustu í þeim.
Áætluð velta Operon á þessu ári er um sex milljarðar króna og eru átta hundruð manns í vinnu hjá fyrirtækinu. Kaupverð er trúnaðarmál.