Varnarmálastefna í vestur og austur 5. október 2006 07:15 Valgerður Sverrisdóttir Utanríkisráðherra. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á Alþingi sögðu forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa „talað í vestur og austur“ í framsöguerindum sínum í þingumræðum um stöðuna í varnarmálum þjóðarinnar eftir brottför bandaríska varnarliðsins, sem fram fóru í gær. Geir H. Haarde forsætisráðherra hóf umræðuna með því að gera grein fyrir samningunum við Bandaríkjamenn, annars vegar um framhald varnarsamstarfs þjóðanna og hins vegar um skil Bandaríkjahers á landi og mannvirkjum. Að sögn Geirs teldi ríkisstjórnin að helstu samningsmarkmið Íslendinga hefðu náðst. Varnaráætlunin sem tekur við af fastri viðveru Bandaríkjahers hér á landi og byggir á „hreyfanlegum herstyrk“ sé „trúverðugar varnir“. Hann sagði ríkisstjórnina leggja áherslu á að staðið verði við áform um árlegar heræfingar hér á landi, einkum með þátttöku herþotna. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði að niðurstaðan úr samningunum við Bandaríkjamenn væri „viðunandi“. Hún sagði Íslendinga hljóta að rækta áfram tengslin við Bandaríkin og viðhalda varnarsamningnum. En hún sagði einnig að „sem Evrópuþjóð hljótum við að fylgjast grannt með öryggis- og varnarmálastefnu Evrópusambandsins“. Sú stefna sé í örri þróun og til lengri tíma litið „skyldi alls ekki útiloka að Ísland geti leitað samstarfs við ESB á sviði öryggismála“. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði áberandi að forsætis- og utanríkisráðherrann töluðu „annar í vestur, hinn í austur“ og vísaði þar til þess að Geir talaði eingöngu um mikilvægi áframhaldandi náins samstarfs við Bandaríkjamenn en Valgerður um að Íslendingar ættu líka að líta til Evrópusambandsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, fagnaði því að í fyrsta sinn væri ekki ágreiningur um það á Alþingi að „svo friðvænlegt sé í okkar heimshluta að ekki sé þörf á bandarískum herafla í landinu“. Hún gagnrýndi hins vegar hvernig ríkisstjórnin hefði haldið á samningum við Bandaríkjamenn. Síðast í febrúar hafi forsætisráðherra haldið því fram að „sýnilegar varnir“ í formi fjögurra orrustuþotna Bandaríkjahers væri algjör lágmarksviðbúnaður. Núna léti hann eins og það hefði ekki verið neitt að marka þau orð hans. Ingibjörg, Steingrímur og fleiri fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu einnig þá leynd sem hvíldi yfir varnaráætluninni sem koma á í staðinn fyrir varnarliðið. Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á Alþingi sögðu forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa „talað í vestur og austur“ í framsöguerindum sínum í þingumræðum um stöðuna í varnarmálum þjóðarinnar eftir brottför bandaríska varnarliðsins, sem fram fóru í gær. Geir H. Haarde forsætisráðherra hóf umræðuna með því að gera grein fyrir samningunum við Bandaríkjamenn, annars vegar um framhald varnarsamstarfs þjóðanna og hins vegar um skil Bandaríkjahers á landi og mannvirkjum. Að sögn Geirs teldi ríkisstjórnin að helstu samningsmarkmið Íslendinga hefðu náðst. Varnaráætlunin sem tekur við af fastri viðveru Bandaríkjahers hér á landi og byggir á „hreyfanlegum herstyrk“ sé „trúverðugar varnir“. Hann sagði ríkisstjórnina leggja áherslu á að staðið verði við áform um árlegar heræfingar hér á landi, einkum með þátttöku herþotna. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði að niðurstaðan úr samningunum við Bandaríkjamenn væri „viðunandi“. Hún sagði Íslendinga hljóta að rækta áfram tengslin við Bandaríkin og viðhalda varnarsamningnum. En hún sagði einnig að „sem Evrópuþjóð hljótum við að fylgjast grannt með öryggis- og varnarmálastefnu Evrópusambandsins“. Sú stefna sé í örri þróun og til lengri tíma litið „skyldi alls ekki útiloka að Ísland geti leitað samstarfs við ESB á sviði öryggismála“. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði áberandi að forsætis- og utanríkisráðherrann töluðu „annar í vestur, hinn í austur“ og vísaði þar til þess að Geir talaði eingöngu um mikilvægi áframhaldandi náins samstarfs við Bandaríkjamenn en Valgerður um að Íslendingar ættu líka að líta til Evrópusambandsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, fagnaði því að í fyrsta sinn væri ekki ágreiningur um það á Alþingi að „svo friðvænlegt sé í okkar heimshluta að ekki sé þörf á bandarískum herafla í landinu“. Hún gagnrýndi hins vegar hvernig ríkisstjórnin hefði haldið á samningum við Bandaríkjamenn. Síðast í febrúar hafi forsætisráðherra haldið því fram að „sýnilegar varnir“ í formi fjögurra orrustuþotna Bandaríkjahers væri algjör lágmarksviðbúnaður. Núna léti hann eins og það hefði ekki verið neitt að marka þau orð hans. Ingibjörg, Steingrímur og fleiri fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu einnig þá leynd sem hvíldi yfir varnaráætluninni sem koma á í staðinn fyrir varnarliðið.
Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira