Varnarmálastefna í vestur og austur 5. október 2006 07:15 Valgerður Sverrisdóttir Utanríkisráðherra. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á Alþingi sögðu forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa „talað í vestur og austur“ í framsöguerindum sínum í þingumræðum um stöðuna í varnarmálum þjóðarinnar eftir brottför bandaríska varnarliðsins, sem fram fóru í gær. Geir H. Haarde forsætisráðherra hóf umræðuna með því að gera grein fyrir samningunum við Bandaríkjamenn, annars vegar um framhald varnarsamstarfs þjóðanna og hins vegar um skil Bandaríkjahers á landi og mannvirkjum. Að sögn Geirs teldi ríkisstjórnin að helstu samningsmarkmið Íslendinga hefðu náðst. Varnaráætlunin sem tekur við af fastri viðveru Bandaríkjahers hér á landi og byggir á „hreyfanlegum herstyrk“ sé „trúverðugar varnir“. Hann sagði ríkisstjórnina leggja áherslu á að staðið verði við áform um árlegar heræfingar hér á landi, einkum með þátttöku herþotna. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði að niðurstaðan úr samningunum við Bandaríkjamenn væri „viðunandi“. Hún sagði Íslendinga hljóta að rækta áfram tengslin við Bandaríkin og viðhalda varnarsamningnum. En hún sagði einnig að „sem Evrópuþjóð hljótum við að fylgjast grannt með öryggis- og varnarmálastefnu Evrópusambandsins“. Sú stefna sé í örri þróun og til lengri tíma litið „skyldi alls ekki útiloka að Ísland geti leitað samstarfs við ESB á sviði öryggismála“. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði áberandi að forsætis- og utanríkisráðherrann töluðu „annar í vestur, hinn í austur“ og vísaði þar til þess að Geir talaði eingöngu um mikilvægi áframhaldandi náins samstarfs við Bandaríkjamenn en Valgerður um að Íslendingar ættu líka að líta til Evrópusambandsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, fagnaði því að í fyrsta sinn væri ekki ágreiningur um það á Alþingi að „svo friðvænlegt sé í okkar heimshluta að ekki sé þörf á bandarískum herafla í landinu“. Hún gagnrýndi hins vegar hvernig ríkisstjórnin hefði haldið á samningum við Bandaríkjamenn. Síðast í febrúar hafi forsætisráðherra haldið því fram að „sýnilegar varnir“ í formi fjögurra orrustuþotna Bandaríkjahers væri algjör lágmarksviðbúnaður. Núna léti hann eins og það hefði ekki verið neitt að marka þau orð hans. Ingibjörg, Steingrímur og fleiri fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu einnig þá leynd sem hvíldi yfir varnaráætluninni sem koma á í staðinn fyrir varnarliðið. Innlent Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á Alþingi sögðu forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa „talað í vestur og austur“ í framsöguerindum sínum í þingumræðum um stöðuna í varnarmálum þjóðarinnar eftir brottför bandaríska varnarliðsins, sem fram fóru í gær. Geir H. Haarde forsætisráðherra hóf umræðuna með því að gera grein fyrir samningunum við Bandaríkjamenn, annars vegar um framhald varnarsamstarfs þjóðanna og hins vegar um skil Bandaríkjahers á landi og mannvirkjum. Að sögn Geirs teldi ríkisstjórnin að helstu samningsmarkmið Íslendinga hefðu náðst. Varnaráætlunin sem tekur við af fastri viðveru Bandaríkjahers hér á landi og byggir á „hreyfanlegum herstyrk“ sé „trúverðugar varnir“. Hann sagði ríkisstjórnina leggja áherslu á að staðið verði við áform um árlegar heræfingar hér á landi, einkum með þátttöku herþotna. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði að niðurstaðan úr samningunum við Bandaríkjamenn væri „viðunandi“. Hún sagði Íslendinga hljóta að rækta áfram tengslin við Bandaríkin og viðhalda varnarsamningnum. En hún sagði einnig að „sem Evrópuþjóð hljótum við að fylgjast grannt með öryggis- og varnarmálastefnu Evrópusambandsins“. Sú stefna sé í örri þróun og til lengri tíma litið „skyldi alls ekki útiloka að Ísland geti leitað samstarfs við ESB á sviði öryggismála“. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði áberandi að forsætis- og utanríkisráðherrann töluðu „annar í vestur, hinn í austur“ og vísaði þar til þess að Geir talaði eingöngu um mikilvægi áframhaldandi náins samstarfs við Bandaríkjamenn en Valgerður um að Íslendingar ættu líka að líta til Evrópusambandsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, fagnaði því að í fyrsta sinn væri ekki ágreiningur um það á Alþingi að „svo friðvænlegt sé í okkar heimshluta að ekki sé þörf á bandarískum herafla í landinu“. Hún gagnrýndi hins vegar hvernig ríkisstjórnin hefði haldið á samningum við Bandaríkjamenn. Síðast í febrúar hafi forsætisráðherra haldið því fram að „sýnilegar varnir“ í formi fjögurra orrustuþotna Bandaríkjahers væri algjör lágmarksviðbúnaður. Núna léti hann eins og það hefði ekki verið neitt að marka þau orð hans. Ingibjörg, Steingrímur og fleiri fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu einnig þá leynd sem hvíldi yfir varnaráætluninni sem koma á í staðinn fyrir varnarliðið.
Innlent Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira