Gæði og samkeppni í námsgagnagerð Þorsteinn Helgason skrifar 5. október 2006 05:00 Námsgagnaútgáfa fyrir grunnskóla á Íslandi hefur á sér sovéskt yfirbragð við fyrstu sýn. Flestallar kennslubækur og annað námsefni kemur frá einu ríkisreknu forlagi. Nefndir hafa verið skipaðar til að segja álit á þessu fyrirkomulagi, skýrslur verið skrifaðar og tillögur lagðar fram. Enginn hefur þó árætt að breyta þessu í grundvallaratriðum af einfaldri ástæðu: Fyrirkomulagið hefur gefið góða raun. Útgáfuefnið er upp til hópa vandað og ótrúlega fjölbreytt miðað við örsmáan markað. Hver vill henda barninu með baðvatninu? Námsgögn eru augljóslega lykilþáttur alls skólastarfs, skrifar Illugi Gunnarsson í Fréttablaðinu 17. sept. sl. Mikið rétt. Og því þarf að fara varlega í að breyta því fyrirkomulagi sem hefur gefið góða raun. Auðvitað væri gott að búa við meiri fjölbreytni í námsgögnum. En fjölbreytnin er ekki markmið sem ryður öllum öðrum úr vegi. Betra er að hafa eina góða kennslubók en tvær vondar. Gott námsefni er meira um vert en kórrétt hagfræðikenning. Skólarnir hafa ekki mikið svigrúm nú um stundir til að útvega sér annað námsefni en frá Námsgagnastofnun og Illugi mælir með að þetta svigrúm verði aukið. Það er ekki nema réttmætt og gott en ein af ástæðunum fyrir þessu litla svigrúmi er að lítið annað hefur staðið til boða. Forlögin og önnur fyrirtæki, sem starfa á einkamarkaði, hafa ekki sinnt námsgagnagerð fyrir grunnskóla að neinu gagni. Orsök verður afleiðing í slíkri stöðu og afleiðing orsök. Illugi kallar líka eftir meiri hvata fyrir kennara að semja eigin námsgögn og selja þau. Þetta er líka góð hugmynd og ekki nema rétt að grunnskólakennarar fái betri aðgang að fjármagni til að búa til námsefni eins og framhaldsskólakennarar hafa. Kennarar semji námsefni?Bót væri að því að fleiri aðilar en Námsgagnastofnun gætu gefið út vandað námsefni fyrir grunnskóla. Hugsanlega munu einkaforlögin með tíð og tíma koma sér upp kunnáttu til að taka þátt í slíkri starfsemi þó að ekki bóli á því enn. En er líklegt að kennarar taki sig til sjálfir og framleiði námsefni sem verði raunverulegur valkostur fyrir kennara og nemendur? Það er meiri eftirspurn en framboð á hæfum námsefnishöfundum. Ef vel á að vera þurfa þeir að hafa þrjá kosti til að bera: í fyrsta lagi kennslureynslu, helst af viðkomandi skólastigi, í öðru lagi fagþekkingu á viðfangsefninu sem fjallað er um og í þriðja lagi færni til að miðla efninu á aðlaðandi, skýran og traustan hátt. Auk þess þarf höfundurinn tíma til að sinna þessu verki af alúð og fá góð ráð og sérfræðiaðstoð. Útvega þarf myndefni, frumgert eða aðfengið, með fullum rétti og greiðslum, semja kennsluleiðbeiningar og leiða kennara og nemendur að nýja efninu. Einsamall kennari eða fræðimaður ræður ekki við þetta verkefni. Hann þarf stuðningsnet til að það takist. Hins vegar er gott að kennarar fái aðstoð til þess að þróa sitt eigið stuðningsefni til að þjóna nemendum sínum og sumt af því getur síðan gengið í gegnum frekara ferli og orðið almennt námsefni. Líklegra er að svo takist til ef fjármunum er veitt til málsins og kennaramenntunin verður lengd. Hvernig eru námsefnishöfundar?Hópurinn, sem semur námsefni fyrir Námsgagnastofnun, er býsna fjölbreyttur og þar eru kennarar virkjaðir ásamt fólki með aðra reynslu, menntun og hæfileika. Ég nefni hér þá sem kallaðir hafa verið til að semja kennslubækur, leiðbeiningar og annað efni í sögukennslu frá því að síðasta aðalnámskrá kom út 1999 vegna þess að þar þekki ég best til: - Kennslufræðingur og grunnskólakennari með langa reynslu, nú starfandi í Kennaraháskólanum (KHÍ). - Sagnfræðingur og sögukennari á unglingastigi grunnskóla til margra ára. - Sagnfræðingur og kennari með reynslu úr grunnskóla en einkum framhaldsskóla, nú í KHÍ. - Sjálfstætt starfandi sagnfræðingar með mismunandi mikla reynslu af kennslu. - Kennari með tuttugu ára reynslu af grunnskólakennslu og meistaragráðu í kennslufræðum, kennir nú við KHÍ. - Rithöfundur sem hefur samið sögulegar skáldsögur og er þekktur fyrir þekkingu sína á sögu lands og þjóðar. - Nýútskrifaðir kennarar frá KHÍ sem bjuggu til námsefni í lokaverkefnum sínum. Margt af efninu sem þessir höfundar sömdu gekk í gegnum mikið breytingaferli í meðförum Námsgagnastofnunar og sérfræðinga hennar. Vonandi tekst að auka enn fjölbreytnina og vanda til verka þegar búin eru til námsgögn handa uppvaxandi kynslóð landsins sem á ekkert nema það besta skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Námsgagnaútgáfa fyrir grunnskóla á Íslandi hefur á sér sovéskt yfirbragð við fyrstu sýn. Flestallar kennslubækur og annað námsefni kemur frá einu ríkisreknu forlagi. Nefndir hafa verið skipaðar til að segja álit á þessu fyrirkomulagi, skýrslur verið skrifaðar og tillögur lagðar fram. Enginn hefur þó árætt að breyta þessu í grundvallaratriðum af einfaldri ástæðu: Fyrirkomulagið hefur gefið góða raun. Útgáfuefnið er upp til hópa vandað og ótrúlega fjölbreytt miðað við örsmáan markað. Hver vill henda barninu með baðvatninu? Námsgögn eru augljóslega lykilþáttur alls skólastarfs, skrifar Illugi Gunnarsson í Fréttablaðinu 17. sept. sl. Mikið rétt. Og því þarf að fara varlega í að breyta því fyrirkomulagi sem hefur gefið góða raun. Auðvitað væri gott að búa við meiri fjölbreytni í námsgögnum. En fjölbreytnin er ekki markmið sem ryður öllum öðrum úr vegi. Betra er að hafa eina góða kennslubók en tvær vondar. Gott námsefni er meira um vert en kórrétt hagfræðikenning. Skólarnir hafa ekki mikið svigrúm nú um stundir til að útvega sér annað námsefni en frá Námsgagnastofnun og Illugi mælir með að þetta svigrúm verði aukið. Það er ekki nema réttmætt og gott en ein af ástæðunum fyrir þessu litla svigrúmi er að lítið annað hefur staðið til boða. Forlögin og önnur fyrirtæki, sem starfa á einkamarkaði, hafa ekki sinnt námsgagnagerð fyrir grunnskóla að neinu gagni. Orsök verður afleiðing í slíkri stöðu og afleiðing orsök. Illugi kallar líka eftir meiri hvata fyrir kennara að semja eigin námsgögn og selja þau. Þetta er líka góð hugmynd og ekki nema rétt að grunnskólakennarar fái betri aðgang að fjármagni til að búa til námsefni eins og framhaldsskólakennarar hafa. Kennarar semji námsefni?Bót væri að því að fleiri aðilar en Námsgagnastofnun gætu gefið út vandað námsefni fyrir grunnskóla. Hugsanlega munu einkaforlögin með tíð og tíma koma sér upp kunnáttu til að taka þátt í slíkri starfsemi þó að ekki bóli á því enn. En er líklegt að kennarar taki sig til sjálfir og framleiði námsefni sem verði raunverulegur valkostur fyrir kennara og nemendur? Það er meiri eftirspurn en framboð á hæfum námsefnishöfundum. Ef vel á að vera þurfa þeir að hafa þrjá kosti til að bera: í fyrsta lagi kennslureynslu, helst af viðkomandi skólastigi, í öðru lagi fagþekkingu á viðfangsefninu sem fjallað er um og í þriðja lagi færni til að miðla efninu á aðlaðandi, skýran og traustan hátt. Auk þess þarf höfundurinn tíma til að sinna þessu verki af alúð og fá góð ráð og sérfræðiaðstoð. Útvega þarf myndefni, frumgert eða aðfengið, með fullum rétti og greiðslum, semja kennsluleiðbeiningar og leiða kennara og nemendur að nýja efninu. Einsamall kennari eða fræðimaður ræður ekki við þetta verkefni. Hann þarf stuðningsnet til að það takist. Hins vegar er gott að kennarar fái aðstoð til þess að þróa sitt eigið stuðningsefni til að þjóna nemendum sínum og sumt af því getur síðan gengið í gegnum frekara ferli og orðið almennt námsefni. Líklegra er að svo takist til ef fjármunum er veitt til málsins og kennaramenntunin verður lengd. Hvernig eru námsefnishöfundar?Hópurinn, sem semur námsefni fyrir Námsgagnastofnun, er býsna fjölbreyttur og þar eru kennarar virkjaðir ásamt fólki með aðra reynslu, menntun og hæfileika. Ég nefni hér þá sem kallaðir hafa verið til að semja kennslubækur, leiðbeiningar og annað efni í sögukennslu frá því að síðasta aðalnámskrá kom út 1999 vegna þess að þar þekki ég best til: - Kennslufræðingur og grunnskólakennari með langa reynslu, nú starfandi í Kennaraháskólanum (KHÍ). - Sagnfræðingur og sögukennari á unglingastigi grunnskóla til margra ára. - Sagnfræðingur og kennari með reynslu úr grunnskóla en einkum framhaldsskóla, nú í KHÍ. - Sjálfstætt starfandi sagnfræðingar með mismunandi mikla reynslu af kennslu. - Kennari með tuttugu ára reynslu af grunnskólakennslu og meistaragráðu í kennslufræðum, kennir nú við KHÍ. - Rithöfundur sem hefur samið sögulegar skáldsögur og er þekktur fyrir þekkingu sína á sögu lands og þjóðar. - Nýútskrifaðir kennarar frá KHÍ sem bjuggu til námsefni í lokaverkefnum sínum. Margt af efninu sem þessir höfundar sömdu gekk í gegnum mikið breytingaferli í meðförum Námsgagnastofnunar og sérfræðinga hennar. Vonandi tekst að auka enn fjölbreytnina og vanda til verka þegar búin eru til námsgögn handa uppvaxandi kynslóð landsins sem á ekkert nema það besta skilið.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun