Enn ein þrasnefndin 4. október 2006 05:00 Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, lagði það til í sjónvarpsfréttum um daginn að sett yrði á legg opinber "sannleiksnefnd" sem myndi rannsaka hvernig lögregla fylgdist með þeim hópum sem höfðu í hyggju að kollvarpa lýðræðinu á Íslandi. Steingrímur lagði til að nefndin yrði þannig skipuð að hún "væri hafin yfir alla tortryggni". Þetta hljómar allt mjög vel en er því miður augljós snara sem stjórnarandstöðuþingmaður leggur í þeirri von að ríkisstjórnin láti glepjast. Steingrímur vonar að með þessu nái hann að hamast í þrígang á stjórnarflokkunum. Fyrst myndi hann gagnrýna skipunarbréf og verkefni nefndarinnar. Svo fengi skipan nefndarmanna, sama hvaða menn yrðu fyrir valinu, hæfilegan skammt af gagnrýni. Að lokum yrði svo niðurstaða nefndarinnar, sama hver hún nú yrði, tilefni utandagskrárumræðu með tilheyrandi stóryrðum. Helsti gallinn á þessari tillögu Steingríms er þó ekki aðeins að hann vilji gera pólitískt hanaat úr málinu heldur hitt að það er ekki heppilegt að láta ríkið rannsaka sjálft sig í þessum efnum. Það er miklu frekar verkefni sjálfstæðra fræðimanna eins og grein Þórs Whitehead í tímaritinu Þjóðmálum er gott dæmi um. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur einmitt lýst því yfir að gögn um þessi mál verði gerð opinber eftir því sem kostur er og hefur sett af stað starf sem miðar að því. Þá munu fræðimenn geta lagt mat sitt á hvað þarna hefur farið fram. Steingrímur má þó eiga það að hann er eins og oft áður samkvæmur sjálfum sér. Ef hann sér einhver færi á nýju viðfangsefni í þjóðfélaginu er hann fljótur að leggja til að nefnd á vegum ríkisins taki það að sér. Jafnvel sjálfsagðir hlutir eins og að segja sannleikann verða honum tilefni til að stinga upp á opinberri nefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, lagði það til í sjónvarpsfréttum um daginn að sett yrði á legg opinber "sannleiksnefnd" sem myndi rannsaka hvernig lögregla fylgdist með þeim hópum sem höfðu í hyggju að kollvarpa lýðræðinu á Íslandi. Steingrímur lagði til að nefndin yrði þannig skipuð að hún "væri hafin yfir alla tortryggni". Þetta hljómar allt mjög vel en er því miður augljós snara sem stjórnarandstöðuþingmaður leggur í þeirri von að ríkisstjórnin láti glepjast. Steingrímur vonar að með þessu nái hann að hamast í þrígang á stjórnarflokkunum. Fyrst myndi hann gagnrýna skipunarbréf og verkefni nefndarinnar. Svo fengi skipan nefndarmanna, sama hvaða menn yrðu fyrir valinu, hæfilegan skammt af gagnrýni. Að lokum yrði svo niðurstaða nefndarinnar, sama hver hún nú yrði, tilefni utandagskrárumræðu með tilheyrandi stóryrðum. Helsti gallinn á þessari tillögu Steingríms er þó ekki aðeins að hann vilji gera pólitískt hanaat úr málinu heldur hitt að það er ekki heppilegt að láta ríkið rannsaka sjálft sig í þessum efnum. Það er miklu frekar verkefni sjálfstæðra fræðimanna eins og grein Þórs Whitehead í tímaritinu Þjóðmálum er gott dæmi um. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur einmitt lýst því yfir að gögn um þessi mál verði gerð opinber eftir því sem kostur er og hefur sett af stað starf sem miðar að því. Þá munu fræðimenn geta lagt mat sitt á hvað þarna hefur farið fram. Steingrímur má þó eiga það að hann er eins og oft áður samkvæmur sjálfum sér. Ef hann sér einhver færi á nýju viðfangsefni í þjóðfélaginu er hann fljótur að leggja til að nefnd á vegum ríkisins taki það að sér. Jafnvel sjálfsagðir hlutir eins og að segja sannleikann verða honum tilefni til að stinga upp á opinberri nefnd.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun