Lendingin verður mismjúk 4. október 2006 06:30 Rýnt í efnahagshorfurnar Greiningardeild KB banka kynnti í gær sýn sína á þróun efnahagsmála á næstu misserum. Lending hagkerfisins eftir hagvaxtarskeið síðustu þriggja ára verður nokkuð mjúk. Íbúar höfuðborgarsvæðisins munu þó finna meira fyrir áhrifum samdráttar í landsframleiðslunni en aðrir landsbúar sökum þess að þjónustugeirinn mun finna töluvert fyrir minni neyslu. Því má búast við því að framboð á störfum á höfuðborgarsvæðinu minnki töluvert. Þetta er meðal þess sem fram kom á morgunverðarfundi Greiningardeildar KB banka í gærmorgun þar sem hagspá og sýn deildarinnar á þróun efnahagsmála á næstu misserum voru kynntar. Í spánni er gert ráð fyrir að þjóðarútgjöld muni dragast verulega saman á næstu tveimur árum. 0,2 prósenta samdráttur verði á landsframleiðslu á næsta ári en hagvöxtur upp á 3,1 prósent árið 2008. Í máli Ásgeirs Jónssonar, forstöðumanns Greiningardeildar KB banka, kom fram að það sýni sveigjanleika íslenska hagkerfisins, sem hefur vaxið um tuttugu prósent á síðustu þremur árum, að áhrifin verði ekki meiri eftir svo mikinn vöxt. Greiningardeildin spáir því að verðbólga muni verða í kringum átta prósent í ár og ganga svo hratt niður á næsta ári. Lækkandi olíuverð, kólnun á fasteignamarkaði og samdráttur í þjóðarútgjöldum munu stuðli að þessu, auk þess sem innflutningur á erlendu vinnuafli heldur launaskriði í skefjum. Viðskiptahallinn, sem spáð er að verði um átján prósent af landsframleiðslunni í ár, mun minnka hratt og mælast 8,5 prósent á næsta ári og í kringum þrjú prósent árið 2008. Mesti óvissuþátturinn í spánni er þróun gengis íslensku krónunnar. Er gert ráð fyrir að hún muni haldast nokkuð sterk næstu mánuði en allar líkur séu á að hún muni taka dýfu innan tólf mánaða. Dýpt hagsveiflunnar muni að verulegu leyti ráðast af gengisþróun krónunnar sem hefur úrslitaáhrif á væntingar, verðbólgu og vaxtaaðhald. Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira
Lending hagkerfisins eftir hagvaxtarskeið síðustu þriggja ára verður nokkuð mjúk. Íbúar höfuðborgarsvæðisins munu þó finna meira fyrir áhrifum samdráttar í landsframleiðslunni en aðrir landsbúar sökum þess að þjónustugeirinn mun finna töluvert fyrir minni neyslu. Því má búast við því að framboð á störfum á höfuðborgarsvæðinu minnki töluvert. Þetta er meðal þess sem fram kom á morgunverðarfundi Greiningardeildar KB banka í gærmorgun þar sem hagspá og sýn deildarinnar á þróun efnahagsmála á næstu misserum voru kynntar. Í spánni er gert ráð fyrir að þjóðarútgjöld muni dragast verulega saman á næstu tveimur árum. 0,2 prósenta samdráttur verði á landsframleiðslu á næsta ári en hagvöxtur upp á 3,1 prósent árið 2008. Í máli Ásgeirs Jónssonar, forstöðumanns Greiningardeildar KB banka, kom fram að það sýni sveigjanleika íslenska hagkerfisins, sem hefur vaxið um tuttugu prósent á síðustu þremur árum, að áhrifin verði ekki meiri eftir svo mikinn vöxt. Greiningardeildin spáir því að verðbólga muni verða í kringum átta prósent í ár og ganga svo hratt niður á næsta ári. Lækkandi olíuverð, kólnun á fasteignamarkaði og samdráttur í þjóðarútgjöldum munu stuðli að þessu, auk þess sem innflutningur á erlendu vinnuafli heldur launaskriði í skefjum. Viðskiptahallinn, sem spáð er að verði um átján prósent af landsframleiðslunni í ár, mun minnka hratt og mælast 8,5 prósent á næsta ári og í kringum þrjú prósent árið 2008. Mesti óvissuþátturinn í spánni er þróun gengis íslensku krónunnar. Er gert ráð fyrir að hún muni haldast nokkuð sterk næstu mánuði en allar líkur séu á að hún muni taka dýfu innan tólf mánaða. Dýpt hagsveiflunnar muni að verulegu leyti ráðast af gengisþróun krónunnar sem hefur úrslitaáhrif á væntingar, verðbólgu og vaxtaaðhald.
Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira