Eimskip kaupir finnska félagið Containerships 29. september 2006 00:01 Baldur Guðnason forstjóri Eimskipa Baldur segir ekkert hafa verið ákveðið um hvort starfsemi skipafélaganna muni síðar meir verða sameinuð undir einu vörumerki, það verði tíminn að leiða í ljós. MYND/E.ÓL. Eimskip hefur gengið frá kaupum á meirihluta í finnska skipafélaginu Containerships. Félögin taka höndum saman um að mynda eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum. Eimskip, dótturfélag Avion Group, hefur gengið frá kaupum á 65 prósenta hlut í finnska skipafélaginu Containerships. Stofnað hefur verið til nýs félags, Containerships Group, þar sem einnig er innanborðs litháenska skipafélagið Kursiu Linija sem Eimskip keypti fyrr á árinu. Með samstarfinu mynda fyrirtækin eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum, með 41 skip og hafa yfir þrjátíu þúsund gámaeiningum að ráða. Að ósk seljenda finnska félagsins er kaupverðið ekki gefið upp, en kaupin eru fjármögnuð með eigin fé og lánsfé. Þau 35 prósent sem eftir eru í Containerships Group verða í eigu Container Finance Ltd. Oy og hefur Eimskip kauprétt að hlutnum innan tveggja til þriggja ára. Það sem í raun gerist er að við kaupum þennan 65 prósenta hlut í Containerships, sem á móti kaupir af okkur Kursiu Linija og það verður dótturfélag. Þannig samþættum við starfsemi þessara tveggja félaga sem bæði hafa mjög sterka stöðu á Eystrasaltssvæðinu, annað mjög sterkt í Finnlandi og í Sankti Pétursborg og hitt sunnan megin, segir Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips. Hann segir kaupin styrkja stöðu félagsins á ört vaxandi markaði þar sem spáð sé fimmtán til tuttugu prósenta vexti næstu árin. Baldur segir verða að koma í ljós hvort félagið nýti sér kaupréttinn á því sem eftir standi í Containerships. Ljóst er að mikil verðmæti eru í þessum partnerum okkar. Sama fjölskyldan hefur rekið þetta frá upphafi og fyrirtækið fagnar fjörutíu ára afmæli í desember. Síðan er þetta aðalgámaskipafélagið í Finnlandi, svona hálfgert Eimskip þeirra þar. Tveir lykilstarfsmenn Eimskipa hverfa til starfa hjá Containerships Group, Sigurjón Markússon sem um áramót tekur við starfi forstjóra félagsins og Hilmar Pétur Valgarðsson sem stýrt hefur bókhaldi og hagdeild Eimskipa. Við leggjum áherslu á að setja þarna inn öfluga menn til liðs við það góða fólk sem þar er fyrir, segir Baldur. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort til greina komi að sameina starfsemi skipafélaganna undir einu merki þegar fram líða stundir. En auðvitað kemur allt til greina í því, segir Baldur. Eitt skipa Containerships Kimmo Nordström, forstjóri Containerships sem verður stjórnarformaður nýja félagsins um áramót, segir ákvörðunina um þátttöku í samstarfinu ekki hafa verið léttvæga. En Eimskip hefur hins vegar sannfært okkur um virðisaukann sem af því hlýst. Hann bendir á að reksturinn gangi betur en nokkru sinni. Áherslur á heildarlausnir fyrir viðskiptavini okkar, ásamt miklum fjárfestingum í Rússlandi, hafa reynst réttar. Fjölskyldurekið fyrirtæki hefur hins vegar takmarkaðar auðlindir fjárhagslega. Með Eimskipum verður Containerships betur í stakk búið til að fjárfesta í vexti og viðhalda útrás okkar. Containerships Group koma til með að reka ellefu skip á Eystrasaltssvæðinu, með 200 milljón evra veltu, sex prósent í EBITDA og rúmlega 500 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar verða í Helsinki í Finnlandi. Viðskipti Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Eimskip hefur gengið frá kaupum á meirihluta í finnska skipafélaginu Containerships. Félögin taka höndum saman um að mynda eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum. Eimskip, dótturfélag Avion Group, hefur gengið frá kaupum á 65 prósenta hlut í finnska skipafélaginu Containerships. Stofnað hefur verið til nýs félags, Containerships Group, þar sem einnig er innanborðs litháenska skipafélagið Kursiu Linija sem Eimskip keypti fyrr á árinu. Með samstarfinu mynda fyrirtækin eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum, með 41 skip og hafa yfir þrjátíu þúsund gámaeiningum að ráða. Að ósk seljenda finnska félagsins er kaupverðið ekki gefið upp, en kaupin eru fjármögnuð með eigin fé og lánsfé. Þau 35 prósent sem eftir eru í Containerships Group verða í eigu Container Finance Ltd. Oy og hefur Eimskip kauprétt að hlutnum innan tveggja til þriggja ára. Það sem í raun gerist er að við kaupum þennan 65 prósenta hlut í Containerships, sem á móti kaupir af okkur Kursiu Linija og það verður dótturfélag. Þannig samþættum við starfsemi þessara tveggja félaga sem bæði hafa mjög sterka stöðu á Eystrasaltssvæðinu, annað mjög sterkt í Finnlandi og í Sankti Pétursborg og hitt sunnan megin, segir Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips. Hann segir kaupin styrkja stöðu félagsins á ört vaxandi markaði þar sem spáð sé fimmtán til tuttugu prósenta vexti næstu árin. Baldur segir verða að koma í ljós hvort félagið nýti sér kaupréttinn á því sem eftir standi í Containerships. Ljóst er að mikil verðmæti eru í þessum partnerum okkar. Sama fjölskyldan hefur rekið þetta frá upphafi og fyrirtækið fagnar fjörutíu ára afmæli í desember. Síðan er þetta aðalgámaskipafélagið í Finnlandi, svona hálfgert Eimskip þeirra þar. Tveir lykilstarfsmenn Eimskipa hverfa til starfa hjá Containerships Group, Sigurjón Markússon sem um áramót tekur við starfi forstjóra félagsins og Hilmar Pétur Valgarðsson sem stýrt hefur bókhaldi og hagdeild Eimskipa. Við leggjum áherslu á að setja þarna inn öfluga menn til liðs við það góða fólk sem þar er fyrir, segir Baldur. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort til greina komi að sameina starfsemi skipafélaganna undir einu merki þegar fram líða stundir. En auðvitað kemur allt til greina í því, segir Baldur. Eitt skipa Containerships Kimmo Nordström, forstjóri Containerships sem verður stjórnarformaður nýja félagsins um áramót, segir ákvörðunina um þátttöku í samstarfinu ekki hafa verið léttvæga. En Eimskip hefur hins vegar sannfært okkur um virðisaukann sem af því hlýst. Hann bendir á að reksturinn gangi betur en nokkru sinni. Áherslur á heildarlausnir fyrir viðskiptavini okkar, ásamt miklum fjárfestingum í Rússlandi, hafa reynst réttar. Fjölskyldurekið fyrirtæki hefur hins vegar takmarkaðar auðlindir fjárhagslega. Með Eimskipum verður Containerships betur í stakk búið til að fjárfesta í vexti og viðhalda útrás okkar. Containerships Group koma til með að reka ellefu skip á Eystrasaltssvæðinu, með 200 milljón evra veltu, sex prósent í EBITDA og rúmlega 500 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar verða í Helsinki í Finnlandi.
Viðskipti Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira