Óvíst að bankarnir vilji fara íbúðabankaleiðina 28. september 2006 00:01 Íbúðabankinn, sem stýrihópur félagsmálaráðherra leggur til að verði til úr Íbúðalánasjóði, myndi hafa umsjón með greiðslumati og samþykkt fasteignalána. Boðað hefur verið að félagsmálaráðherra leggi á haustþinginu fram frumvarp um framtíðarskipan Íbúðalánasjóðs. Stýrihópur sem ráðherra skipaði í febrúarlok leggur til íbúðabankaleið sem viðskiptabönkunum er lítt hugnanleg. Enn er talsverður ágreiningur um hvert endurskoðað starfssvið Íbúðalánasjóðs á að vera. Stýrihópur félagsmálaráðherra hefur lagt til að stjórnvöld hlutist til um lagabreytingar sem heimili Íbúðalánasjóði að setja á fót fjármögnunarkerfi á heildsölustigi. „Í fljótu bragði virðist sem tillögur hópsins gangi í meginatriðum út á að hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags á fasteignalánamarkaði. Gert er ráð fyrir að bankar og sparisjóðir gerist afgreiðsluaðilar nýs Íbúðabanka á hans skilmálum. Hlutverk þeirra verði að framkvæma greiðslumat og veita þjónustu vegna lánanna, fram að verulegum vanskilum,“ segir í vegvísi Landsbankans um málið. Á vinnslustigi álits stýrihópsins gerðu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) athugasemdir við fyrri tillögur og ber enn nokkuð í milli núna. Því er ekki talið sjálfgefið að bankarnir fallist á að gerast afgreiðsluaðilar fyrir nýjan Íbúðabanka og segja bankarnir tillögurnar ekki líklegar til sátta. Greiningardeild KB banka bendir á að framkvæmd fjármögnunarkerfis á heildsölustigi hljóti að byggja á samvinnu við aðildarfélaga SBV og því enn óljóst hver verði framtíð Íbúðalánasjóðs. „Ljóst er þó að SBV mun ekki ganga til samstarfs á þeim grundvelli sem stýrihópurinn leggur til en ef bankar og sparisjóðir ganga ekki til samstarfs við ríkisvaldið í þessum tillögum ganga þær illa upp,“ segir jafnframt í áliti greiningardeildar Glitnis og álit stýrihópsins sagt litlu breyta um þá óvissu sem ríkt hafi um framtíð Íbúðalánasjóðs. „Enn fremur óttumst við að ekkert muni verða gert frekar til að eyða þeirri óvissu fram yfir kosningar næsta vor.“ Samkvæmt tillögum stýrihópsins verður Íbúðalánasjóður hinn eiginlegi lánveitandi fasteignalána. Hann setur reglur fyrir greiðslumat og samþykkir umsóknir rafrænt og tekur við innheimtu lánanna lendi þau í verulegum vanskilum. Íbúðabankinn heldur utan um miðlægt tölvukerfi sem sér um umsóknir, greiðslumat og samskipti við banka og sparisjóði. Munurinn á nýju og eldra kerfi íbúðalána fælist svo í útgáfu sérvarinna skuldabréfa (e. covered bonds) og afnámi ríkisábyrgðar. Viðskipti Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Boðað hefur verið að félagsmálaráðherra leggi á haustþinginu fram frumvarp um framtíðarskipan Íbúðalánasjóðs. Stýrihópur sem ráðherra skipaði í febrúarlok leggur til íbúðabankaleið sem viðskiptabönkunum er lítt hugnanleg. Enn er talsverður ágreiningur um hvert endurskoðað starfssvið Íbúðalánasjóðs á að vera. Stýrihópur félagsmálaráðherra hefur lagt til að stjórnvöld hlutist til um lagabreytingar sem heimili Íbúðalánasjóði að setja á fót fjármögnunarkerfi á heildsölustigi. „Í fljótu bragði virðist sem tillögur hópsins gangi í meginatriðum út á að hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags á fasteignalánamarkaði. Gert er ráð fyrir að bankar og sparisjóðir gerist afgreiðsluaðilar nýs Íbúðabanka á hans skilmálum. Hlutverk þeirra verði að framkvæma greiðslumat og veita þjónustu vegna lánanna, fram að verulegum vanskilum,“ segir í vegvísi Landsbankans um málið. Á vinnslustigi álits stýrihópsins gerðu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) athugasemdir við fyrri tillögur og ber enn nokkuð í milli núna. Því er ekki talið sjálfgefið að bankarnir fallist á að gerast afgreiðsluaðilar fyrir nýjan Íbúðabanka og segja bankarnir tillögurnar ekki líklegar til sátta. Greiningardeild KB banka bendir á að framkvæmd fjármögnunarkerfis á heildsölustigi hljóti að byggja á samvinnu við aðildarfélaga SBV og því enn óljóst hver verði framtíð Íbúðalánasjóðs. „Ljóst er þó að SBV mun ekki ganga til samstarfs á þeim grundvelli sem stýrihópurinn leggur til en ef bankar og sparisjóðir ganga ekki til samstarfs við ríkisvaldið í þessum tillögum ganga þær illa upp,“ segir jafnframt í áliti greiningardeildar Glitnis og álit stýrihópsins sagt litlu breyta um þá óvissu sem ríkt hafi um framtíð Íbúðalánasjóðs. „Enn fremur óttumst við að ekkert muni verða gert frekar til að eyða þeirri óvissu fram yfir kosningar næsta vor.“ Samkvæmt tillögum stýrihópsins verður Íbúðalánasjóður hinn eiginlegi lánveitandi fasteignalána. Hann setur reglur fyrir greiðslumat og samþykkir umsóknir rafrænt og tekur við innheimtu lánanna lendi þau í verulegum vanskilum. Íbúðabankinn heldur utan um miðlægt tölvukerfi sem sér um umsóknir, greiðslumat og samskipti við banka og sparisjóði. Munurinn á nýju og eldra kerfi íbúðalána fælist svo í útgáfu sérvarinna skuldabréfa (e. covered bonds) og afnámi ríkisábyrgðar.
Viðskipti Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira