Óvíst að bankarnir vilji fara íbúðabankaleiðina 28. september 2006 00:01 Íbúðabankinn, sem stýrihópur félagsmálaráðherra leggur til að verði til úr Íbúðalánasjóði, myndi hafa umsjón með greiðslumati og samþykkt fasteignalána. Boðað hefur verið að félagsmálaráðherra leggi á haustþinginu fram frumvarp um framtíðarskipan Íbúðalánasjóðs. Stýrihópur sem ráðherra skipaði í febrúarlok leggur til íbúðabankaleið sem viðskiptabönkunum er lítt hugnanleg. Enn er talsverður ágreiningur um hvert endurskoðað starfssvið Íbúðalánasjóðs á að vera. Stýrihópur félagsmálaráðherra hefur lagt til að stjórnvöld hlutist til um lagabreytingar sem heimili Íbúðalánasjóði að setja á fót fjármögnunarkerfi á heildsölustigi. „Í fljótu bragði virðist sem tillögur hópsins gangi í meginatriðum út á að hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags á fasteignalánamarkaði. Gert er ráð fyrir að bankar og sparisjóðir gerist afgreiðsluaðilar nýs Íbúðabanka á hans skilmálum. Hlutverk þeirra verði að framkvæma greiðslumat og veita þjónustu vegna lánanna, fram að verulegum vanskilum,“ segir í vegvísi Landsbankans um málið. Á vinnslustigi álits stýrihópsins gerðu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) athugasemdir við fyrri tillögur og ber enn nokkuð í milli núna. Því er ekki talið sjálfgefið að bankarnir fallist á að gerast afgreiðsluaðilar fyrir nýjan Íbúðabanka og segja bankarnir tillögurnar ekki líklegar til sátta. Greiningardeild KB banka bendir á að framkvæmd fjármögnunarkerfis á heildsölustigi hljóti að byggja á samvinnu við aðildarfélaga SBV og því enn óljóst hver verði framtíð Íbúðalánasjóðs. „Ljóst er þó að SBV mun ekki ganga til samstarfs á þeim grundvelli sem stýrihópurinn leggur til en ef bankar og sparisjóðir ganga ekki til samstarfs við ríkisvaldið í þessum tillögum ganga þær illa upp,“ segir jafnframt í áliti greiningardeildar Glitnis og álit stýrihópsins sagt litlu breyta um þá óvissu sem ríkt hafi um framtíð Íbúðalánasjóðs. „Enn fremur óttumst við að ekkert muni verða gert frekar til að eyða þeirri óvissu fram yfir kosningar næsta vor.“ Samkvæmt tillögum stýrihópsins verður Íbúðalánasjóður hinn eiginlegi lánveitandi fasteignalána. Hann setur reglur fyrir greiðslumat og samþykkir umsóknir rafrænt og tekur við innheimtu lánanna lendi þau í verulegum vanskilum. Íbúðabankinn heldur utan um miðlægt tölvukerfi sem sér um umsóknir, greiðslumat og samskipti við banka og sparisjóði. Munurinn á nýju og eldra kerfi íbúðalána fælist svo í útgáfu sérvarinna skuldabréfa (e. covered bonds) og afnámi ríkisábyrgðar. Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Boðað hefur verið að félagsmálaráðherra leggi á haustþinginu fram frumvarp um framtíðarskipan Íbúðalánasjóðs. Stýrihópur sem ráðherra skipaði í febrúarlok leggur til íbúðabankaleið sem viðskiptabönkunum er lítt hugnanleg. Enn er talsverður ágreiningur um hvert endurskoðað starfssvið Íbúðalánasjóðs á að vera. Stýrihópur félagsmálaráðherra hefur lagt til að stjórnvöld hlutist til um lagabreytingar sem heimili Íbúðalánasjóði að setja á fót fjármögnunarkerfi á heildsölustigi. „Í fljótu bragði virðist sem tillögur hópsins gangi í meginatriðum út á að hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags á fasteignalánamarkaði. Gert er ráð fyrir að bankar og sparisjóðir gerist afgreiðsluaðilar nýs Íbúðabanka á hans skilmálum. Hlutverk þeirra verði að framkvæma greiðslumat og veita þjónustu vegna lánanna, fram að verulegum vanskilum,“ segir í vegvísi Landsbankans um málið. Á vinnslustigi álits stýrihópsins gerðu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) athugasemdir við fyrri tillögur og ber enn nokkuð í milli núna. Því er ekki talið sjálfgefið að bankarnir fallist á að gerast afgreiðsluaðilar fyrir nýjan Íbúðabanka og segja bankarnir tillögurnar ekki líklegar til sátta. Greiningardeild KB banka bendir á að framkvæmd fjármögnunarkerfis á heildsölustigi hljóti að byggja á samvinnu við aðildarfélaga SBV og því enn óljóst hver verði framtíð Íbúðalánasjóðs. „Ljóst er þó að SBV mun ekki ganga til samstarfs á þeim grundvelli sem stýrihópurinn leggur til en ef bankar og sparisjóðir ganga ekki til samstarfs við ríkisvaldið í þessum tillögum ganga þær illa upp,“ segir jafnframt í áliti greiningardeildar Glitnis og álit stýrihópsins sagt litlu breyta um þá óvissu sem ríkt hafi um framtíð Íbúðalánasjóðs. „Enn fremur óttumst við að ekkert muni verða gert frekar til að eyða þeirri óvissu fram yfir kosningar næsta vor.“ Samkvæmt tillögum stýrihópsins verður Íbúðalánasjóður hinn eiginlegi lánveitandi fasteignalána. Hann setur reglur fyrir greiðslumat og samþykkir umsóknir rafrænt og tekur við innheimtu lánanna lendi þau í verulegum vanskilum. Íbúðabankinn heldur utan um miðlægt tölvukerfi sem sér um umsóknir, greiðslumat og samskipti við banka og sparisjóði. Munurinn á nýju og eldra kerfi íbúðalána fælist svo í útgáfu sérvarinna skuldabréfa (e. covered bonds) og afnámi ríkisábyrgðar.
Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira