Stuart Hanbury lögfræðingur hefur verið ráðinn til starfa hjá Baugi í Bretlandi. Hanbury starfar hjá lögfræðistofunni Allen & Overy sem hefur aðsetur í City, fjármálahverfi Lundúnaborgar.
Baugur hefur skipt við Allen & Overy frá árinu 2004 og veitir stofan Baugi ráðgjöf við stærri viðskipti. Allen & Overy hefur meðal annars ráðlagt Baugi í kaupferli vöruhúsakeðjunnar House of Fraser. Hanbury er annar lögfræðingurinn sem tekur til starfa hjá Baugi í Bretlandi á þessu ári.