Avion Group birtir á mánudaginn uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung reikningsársins sem lauk í júlí. Rekstur Avion er árstíðabundinn og myndast hagnaður á seinni hluta rekstrarársins.
Bæði KB banki og Landsbankinn reikna með að félagið skili yfir fimm milljarða hagnaði á fjórðungnum en hafa ber í huga áform Avion um sölu á eignarhlut í Avion Aircraft Trading hafa ekki enn gengið eftir. Stjórnendur Avion höfðu búist við salan gengi í gegn á þriðja ársfjórðungi. KB banki spáir félaginu 5.926 milljónum í hagnað en Landsbankinn 5.578 milljónum króna.
Markaðsvirði Avion er um 58 milljarðar króna en gengi félagsins hefur lækkað um fimmtán prósent frá því það fór á markað í byrjun árs.