Styðjum Erlu Ósk til formennsku Jóhann Alfreð Kristinsson og Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 21. september 2006 06:00 Aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fer fram í dag og hefst kosning til formanns klukkan 15 og stendur yfir til klukkan 19. Tveir frambjóðendur hafa gefið kost á sér til embættis formanns og að baki hvorum frambjóðanda er 11 manna hópur sem býður sig fram til stjórnarsetu. Fyrirkomulag kosninganna er með þeim hætti að formannskjörið sker einnig úr um hvor hópurinn fer inn í stjórn félagsins. Samhentur hópur frambjóðendaJóhanna Margrét Gísladóttir.Erla Ósk Ásgeirsdóttir leiðir Blátt-framboðið í ár sem formannsefni. Erla hefur meðal annars séð um innra starf Sambands ungra sjálfstæðismanna og var kosningastjóri Heimdallar í borgarstjórnarkosningunum í maí sl. Þar að auki gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Stúdentaráðs HÍ veturinn 2004-5 auk fjölda annarra félagsstarfa. Greinarhöfundar eru meðal þeirra frambjóðenda sem bjóða sig fram með Erlu Ósk. Frambjóðendahópurinn er fjölbreyttur og hafa frambjóðendur víðtæka reynslu af félagsstörfum. Skýrar málefnaáherslurMálefnaáherslur framboðsins eru skýrar. Við teljum mikilvægt að Heimdallur sé opið félag og leggi sig fram við að fá ungt fólk til að taka þátt í félagsstarfinu og láta sig þar með varða samfélagsleg málefni og umræðu um þjóðmál. Við viljum að félagið veiti flokksforystunni öflugt aðhald og sé aflvaki nýrra hugmynda í stjórnmálum. Þá teljum við afar mikilvægt að félagið beiti sér á sem flestum sviðum og viljum meðal annars leggja áherslu á umhverfismál, málefni innflytjenda og mannréttindamál svo eitthvað sé nefnt. Málefnaáherslur framboðsins má finna á heimasíðu okkar, www.blatt.is. Vetur tækifæranna framundanMeð því að greiða Erlu Ósk atkvæði sitt í dag kjósa félagsmenn Heimdallar öflugan formann og í leiðinni samhentan og metnaðarfullan hóp ungs fólks til stjórnarsetu í félaginu. Nú er að renna í garð vetur prófkjöra og þingkosninga og framundan er án efa spennandi tími í íslenskum stjórnmálum. En komandi vetur verður ekki síst vetur tækifæranna fyrir ungt fólk til að tala sínu máli og vekja athygli á áherslumálum framtíðarinnar. Heimdallur á að vera öflugur málsvari ungs fólks og láta sig varða málefni þess hóps. Til þess þurfum við trausta forystu og hvetjum við alla félagsmenn í Heimdalli til að nýta kosningarétt sinn í dag.Höfundar bjóða sig fram til stjórnar Heimdallar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fer fram í dag og hefst kosning til formanns klukkan 15 og stendur yfir til klukkan 19. Tveir frambjóðendur hafa gefið kost á sér til embættis formanns og að baki hvorum frambjóðanda er 11 manna hópur sem býður sig fram til stjórnarsetu. Fyrirkomulag kosninganna er með þeim hætti að formannskjörið sker einnig úr um hvor hópurinn fer inn í stjórn félagsins. Samhentur hópur frambjóðendaJóhanna Margrét Gísladóttir.Erla Ósk Ásgeirsdóttir leiðir Blátt-framboðið í ár sem formannsefni. Erla hefur meðal annars séð um innra starf Sambands ungra sjálfstæðismanna og var kosningastjóri Heimdallar í borgarstjórnarkosningunum í maí sl. Þar að auki gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Stúdentaráðs HÍ veturinn 2004-5 auk fjölda annarra félagsstarfa. Greinarhöfundar eru meðal þeirra frambjóðenda sem bjóða sig fram með Erlu Ósk. Frambjóðendahópurinn er fjölbreyttur og hafa frambjóðendur víðtæka reynslu af félagsstörfum. Skýrar málefnaáherslurMálefnaáherslur framboðsins eru skýrar. Við teljum mikilvægt að Heimdallur sé opið félag og leggi sig fram við að fá ungt fólk til að taka þátt í félagsstarfinu og láta sig þar með varða samfélagsleg málefni og umræðu um þjóðmál. Við viljum að félagið veiti flokksforystunni öflugt aðhald og sé aflvaki nýrra hugmynda í stjórnmálum. Þá teljum við afar mikilvægt að félagið beiti sér á sem flestum sviðum og viljum meðal annars leggja áherslu á umhverfismál, málefni innflytjenda og mannréttindamál svo eitthvað sé nefnt. Málefnaáherslur framboðsins má finna á heimasíðu okkar, www.blatt.is. Vetur tækifæranna framundanMeð því að greiða Erlu Ósk atkvæði sitt í dag kjósa félagsmenn Heimdallar öflugan formann og í leiðinni samhentan og metnaðarfullan hóp ungs fólks til stjórnarsetu í félaginu. Nú er að renna í garð vetur prófkjöra og þingkosninga og framundan er án efa spennandi tími í íslenskum stjórnmálum. En komandi vetur verður ekki síst vetur tækifæranna fyrir ungt fólk til að tala sínu máli og vekja athygli á áherslumálum framtíðarinnar. Heimdallur á að vera öflugur málsvari ungs fólks og láta sig varða málefni þess hóps. Til þess þurfum við trausta forystu og hvetjum við alla félagsmenn í Heimdalli til að nýta kosningarétt sinn í dag.Höfundar bjóða sig fram til stjórnar Heimdallar.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar