Frelsi til að þróast 21. september 2006 06:00 Athyglisvert hefur verið að fylgjast með umræðu um þróunaraðstoð í Fréttablaðinu undanfarið. Í innleggi sínu þann 15. september kemur Hannes Hólmsteinn Gissurarson fram sem málsvari frjálsræðis og gengur svo langt að halda því fram að frjáls viðskipti séu eina gagnlega þróunaraðstoðin. Ég er sammála ýmsu sem Hannes segir í svari sínu við formælendur. Það er ljóst að Davíð Sigurþórsson gengur fulllangt í sinni gagnrýni. Helsta vandamálið er ekki það að hann skuli horfa framhjá mýmörgum dæmum þess að þróunaraðstoð hafi skilað góðum árangri, heldur að hann skuli leyfa sér að alhæfa á þennan hátt um þróunarríki. Ummæli Davíðs eru auðveldlega hrakin, t.d. með vísun til fjölmargra Austur-Evrópu þjóða sem njóta góðs af nálægðinni og samstarfi við Vestur-Evrópu. Hannes gengur líka fulllangt í sínum fullyrðingum, sérstaklega þegar hann leggur frjáls viðskipti að jöfnu við hnattvæðingu. Um þessar mundir ræður frjálsa markaðshugsunin ríkjum í hnattvædda markaðskerfinu. En eins og hnattvæðingarfræðingurinn Jan Aart Scholte hefur bent á er ekki óhugsanlegt að annað markaðskerfi komi í stað frjálshyggjunnar þótt það marki ekki endilega lok hnattvæðingar. Sífellt er að koma í ljós að ýmsir þættir í frjálsa markaðskerfinu falla mjög illa að hnattvæðingu. Núgildandi einkaleyfiskerfi hefur t.d. ekki komið í veg fyrir að falsanir og eftirlíkingar flæði um allan heim. Það hefur einnig gert aðilum kleift að fá einkaleyfi út á menningararfleifð fátækra þjóða, eins og sum lyfjafyrirtæki hafa verið sökuð um. Samt ræður frjálsa markaðskerfið ríkjum um þessar mundir. Þær þjóðir sem vilja hafa aðgang að hnattvædda samfélaginu þurfa að tileinka sér gildi þess. En frjálshyggjan leysir ekki öll vandamál. Eins og flestir muna gengu Bandaríkjamenn og fleiri úr UNESCO á sínum tíma vegna MacBride-skýrslunnar. Höfundar þeirrar skýrslu vildu að aðgangur að samskiptatækni yrði mannréttindamál. Bandaríkjamenn og þeirra vinir vildu ekki samþykkja þetta og kusu að fara eigin leið sem var að treysta á frjáls markaðsöfl til að dreifa samskiptatækni jafnt um heiminn. Markaðsöflin fengu að ráða og 26 árum síðar er Afríkuálfa enn með dýrustu og slökustu nettengingar í heimi. Frjálsu markaðsöflin sjá litla ástæðu til að huga að nettengingum við álfuna og þurfa Afríkubúar sjálfir að bera allan kostnað vegna netnotkunnar þannig að þeir borga brúsann hvort sem verið er að senda tölvupóst til eða frá Afríku. Þróunarlönd hafa mismunandi þarfir og aðstoð þarf að miðast við aðstæður. Alhæfingar um þróunarlönd og aðferðir til að veita þeim aðstoð eru gjörsamlega gagnslausar. Helsta lausn á vandamálum þróunarlanda felst í menntun, ekki bara í þróunarlöndum heldur líka þeim þróuðu Þróunaraðstoð sem felur ekki í sér menntaþátt sem miðar að því að auka gagnkvæman skilning milli þróunar- og þróaðra landa og að styrkja alla til þátttöku í hnattvæddu samfélagi, er ekki í samræmi við kröfur nútímans. Aukin menntun og gagnkvæmur skilningur veitir mönnum frelsi og svigrúm til að þróast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Athyglisvert hefur verið að fylgjast með umræðu um þróunaraðstoð í Fréttablaðinu undanfarið. Í innleggi sínu þann 15. september kemur Hannes Hólmsteinn Gissurarson fram sem málsvari frjálsræðis og gengur svo langt að halda því fram að frjáls viðskipti séu eina gagnlega þróunaraðstoðin. Ég er sammála ýmsu sem Hannes segir í svari sínu við formælendur. Það er ljóst að Davíð Sigurþórsson gengur fulllangt í sinni gagnrýni. Helsta vandamálið er ekki það að hann skuli horfa framhjá mýmörgum dæmum þess að þróunaraðstoð hafi skilað góðum árangri, heldur að hann skuli leyfa sér að alhæfa á þennan hátt um þróunarríki. Ummæli Davíðs eru auðveldlega hrakin, t.d. með vísun til fjölmargra Austur-Evrópu þjóða sem njóta góðs af nálægðinni og samstarfi við Vestur-Evrópu. Hannes gengur líka fulllangt í sínum fullyrðingum, sérstaklega þegar hann leggur frjáls viðskipti að jöfnu við hnattvæðingu. Um þessar mundir ræður frjálsa markaðshugsunin ríkjum í hnattvædda markaðskerfinu. En eins og hnattvæðingarfræðingurinn Jan Aart Scholte hefur bent á er ekki óhugsanlegt að annað markaðskerfi komi í stað frjálshyggjunnar þótt það marki ekki endilega lok hnattvæðingar. Sífellt er að koma í ljós að ýmsir þættir í frjálsa markaðskerfinu falla mjög illa að hnattvæðingu. Núgildandi einkaleyfiskerfi hefur t.d. ekki komið í veg fyrir að falsanir og eftirlíkingar flæði um allan heim. Það hefur einnig gert aðilum kleift að fá einkaleyfi út á menningararfleifð fátækra þjóða, eins og sum lyfjafyrirtæki hafa verið sökuð um. Samt ræður frjálsa markaðskerfið ríkjum um þessar mundir. Þær þjóðir sem vilja hafa aðgang að hnattvædda samfélaginu þurfa að tileinka sér gildi þess. En frjálshyggjan leysir ekki öll vandamál. Eins og flestir muna gengu Bandaríkjamenn og fleiri úr UNESCO á sínum tíma vegna MacBride-skýrslunnar. Höfundar þeirrar skýrslu vildu að aðgangur að samskiptatækni yrði mannréttindamál. Bandaríkjamenn og þeirra vinir vildu ekki samþykkja þetta og kusu að fara eigin leið sem var að treysta á frjáls markaðsöfl til að dreifa samskiptatækni jafnt um heiminn. Markaðsöflin fengu að ráða og 26 árum síðar er Afríkuálfa enn með dýrustu og slökustu nettengingar í heimi. Frjálsu markaðsöflin sjá litla ástæðu til að huga að nettengingum við álfuna og þurfa Afríkubúar sjálfir að bera allan kostnað vegna netnotkunnar þannig að þeir borga brúsann hvort sem verið er að senda tölvupóst til eða frá Afríku. Þróunarlönd hafa mismunandi þarfir og aðstoð þarf að miðast við aðstæður. Alhæfingar um þróunarlönd og aðferðir til að veita þeim aðstoð eru gjörsamlega gagnslausar. Helsta lausn á vandamálum þróunarlanda felst í menntun, ekki bara í þróunarlöndum heldur líka þeim þróuðu Þróunaraðstoð sem felur ekki í sér menntaþátt sem miðar að því að auka gagnkvæman skilning milli þróunar- og þróaðra landa og að styrkja alla til þátttöku í hnattvæddu samfélagi, er ekki í samræmi við kröfur nútímans. Aukin menntun og gagnkvæmur skilningur veitir mönnum frelsi og svigrúm til að þróast.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun