Kæri Róbert 20. september 2006 06:00 Við á Ríkisútvarpinu erum fullkomlega sammála því að þjóðin þurfi frjálsa og óháða fjölmiðla. Einmitt þess vegna vil ég senda þér nokkrar línur. Í bréfi þínu Kæri Jón í blöðum, þar sem þú biður NFS griða - gætir ranghugmynda um starf okkar hér á RÚV sem skylt er að leiðrétta. Þú segir að fólki á NFS hafi þótt freistandi að ganga til liðs við RÚV, því þar vinni menn tólf daga í mánuði á fullum launum. NFS-menn vinni langan og strangan vinnudag og fleiri daga í mánuði en á RÚV. Þetta er rangt. Bæði sjónvarps- og útvarpsfréttamenn vinna venjulega dagvinnuviku, 40 stundir eftir stimpilklukku. Þeir sem eru í vaktavinnu vinna 38,5 stundir á viku. Sjónvarpsfréttamenn vinna að meðaltali 15 daga í mánuði, og vaktirnar eru upp í ellefu og hálfur tími, sem varla er styttri dagur en á NFS. Útvarpsfréttamenn vinna á ýmisskonar vöktum, sumir alla virka daga, sumir morgna, kvöld eða nætur. Enginn fréttamaður á Ríkisútvarpinu vinnur tólf daga í mánuði á fullum launum. Föst heildarlaun með vaktaálagi og öllu eru gjarnan frá 260 þúsund krónur og upp í rúmlega 300 þúsund á mánuði eftir áratuga starf í fréttum. Laun fyrir dagvinnu fara niður í 200 þúsund. Nær allir vinna meira en dagvinnu, en ná samt ekki launum gullmolanna sem NFS og Kastljósið hafa kastað á milli sín síðustu misserin. Tekið skal fram að starfsmenn í Kastljósi heyra ekki undir fréttasvið RÚV og Kastljósfólkið er ekki í Félagi fréttamanna. Undantekningarnar eru þegar fréttamenn hafa verið fengnir þangað úr almennu fréttunum, þá hafa þeir verið í félaginu áfram. En því miður er oftast nær aðkeypt fólk fengið í Kastljós. Samanburður þinn á frammistöðu NFS og RÚV í stórum þjóðfélagsmálum sýnir sjálfstraust sem örugglega er gott að hafa þegar ráðist er í risavaxin verkefni. En eitthvað skortir á raunveruleikatenginguna þegar þú segir að fjölmiðlar framtíðarinnar verði eins og NFS. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða vonandi ekki eins og NFS. Það er ekki frjáls fjölmiðill sem á allt sitt undir Kæra Jóni og þarf að biðja hann um náðun ef dauðadómur er kveðinn upp. Frjáls fjölmiðill hefur trygga afkomu, óháða fréttamenn, gagnsæi í launum. Tilvera hans byggir á því að almenningur í landinu á rétt á hlutlægri, óháðri umfjöllun um hvaðeina sem máli skiptir í samfélaginu. Með fullri virðingu fyrir Kæra Jóni treysti ég honum ekki til að tryggja þetta. Raunar treysti ég ekki öðrum eigendum fjölmiðla eða fulltrúum þeirra heldur. Allt þetta fólk þarf aðhald fjölmiðla, sem aftur þurfa aðhald almennings. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða vonandi ekki heldur eins og RÚV er núna, mikið nagað pólitískt bitbein til margra ára. En viðburðir síðustu ára í fjölmiðlaheiminum sýna okkur fyrst og fremst að fjölmiðlar verða sífellt tannlausari og lélegri í þeim ólgusjó óvissu, fjárhagserfiðleika og afskipta fjármála- og stjórnmálamanna sem þeir hafa siglt að undanförnu. Það sem þarf til að fjölmiðill geti verið góður er staðfesta í rekstri, góðir stjórnendur, þekking, reynsla, viðunandi vinnuumhverfi og síðast en ekki síst fagleg samstaða fjölmiðlafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Við á Ríkisútvarpinu erum fullkomlega sammála því að þjóðin þurfi frjálsa og óháða fjölmiðla. Einmitt þess vegna vil ég senda þér nokkrar línur. Í bréfi þínu Kæri Jón í blöðum, þar sem þú biður NFS griða - gætir ranghugmynda um starf okkar hér á RÚV sem skylt er að leiðrétta. Þú segir að fólki á NFS hafi þótt freistandi að ganga til liðs við RÚV, því þar vinni menn tólf daga í mánuði á fullum launum. NFS-menn vinni langan og strangan vinnudag og fleiri daga í mánuði en á RÚV. Þetta er rangt. Bæði sjónvarps- og útvarpsfréttamenn vinna venjulega dagvinnuviku, 40 stundir eftir stimpilklukku. Þeir sem eru í vaktavinnu vinna 38,5 stundir á viku. Sjónvarpsfréttamenn vinna að meðaltali 15 daga í mánuði, og vaktirnar eru upp í ellefu og hálfur tími, sem varla er styttri dagur en á NFS. Útvarpsfréttamenn vinna á ýmisskonar vöktum, sumir alla virka daga, sumir morgna, kvöld eða nætur. Enginn fréttamaður á Ríkisútvarpinu vinnur tólf daga í mánuði á fullum launum. Föst heildarlaun með vaktaálagi og öllu eru gjarnan frá 260 þúsund krónur og upp í rúmlega 300 þúsund á mánuði eftir áratuga starf í fréttum. Laun fyrir dagvinnu fara niður í 200 þúsund. Nær allir vinna meira en dagvinnu, en ná samt ekki launum gullmolanna sem NFS og Kastljósið hafa kastað á milli sín síðustu misserin. Tekið skal fram að starfsmenn í Kastljósi heyra ekki undir fréttasvið RÚV og Kastljósfólkið er ekki í Félagi fréttamanna. Undantekningarnar eru þegar fréttamenn hafa verið fengnir þangað úr almennu fréttunum, þá hafa þeir verið í félaginu áfram. En því miður er oftast nær aðkeypt fólk fengið í Kastljós. Samanburður þinn á frammistöðu NFS og RÚV í stórum þjóðfélagsmálum sýnir sjálfstraust sem örugglega er gott að hafa þegar ráðist er í risavaxin verkefni. En eitthvað skortir á raunveruleikatenginguna þegar þú segir að fjölmiðlar framtíðarinnar verði eins og NFS. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða vonandi ekki eins og NFS. Það er ekki frjáls fjölmiðill sem á allt sitt undir Kæra Jóni og þarf að biðja hann um náðun ef dauðadómur er kveðinn upp. Frjáls fjölmiðill hefur trygga afkomu, óháða fréttamenn, gagnsæi í launum. Tilvera hans byggir á því að almenningur í landinu á rétt á hlutlægri, óháðri umfjöllun um hvaðeina sem máli skiptir í samfélaginu. Með fullri virðingu fyrir Kæra Jóni treysti ég honum ekki til að tryggja þetta. Raunar treysti ég ekki öðrum eigendum fjölmiðla eða fulltrúum þeirra heldur. Allt þetta fólk þarf aðhald fjölmiðla, sem aftur þurfa aðhald almennings. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða vonandi ekki heldur eins og RÚV er núna, mikið nagað pólitískt bitbein til margra ára. En viðburðir síðustu ára í fjölmiðlaheiminum sýna okkur fyrst og fremst að fjölmiðlar verða sífellt tannlausari og lélegri í þeim ólgusjó óvissu, fjárhagserfiðleika og afskipta fjármála- og stjórnmálamanna sem þeir hafa siglt að undanförnu. Það sem þarf til að fjölmiðill geti verið góður er staðfesta í rekstri, góðir stjórnendur, þekking, reynsla, viðunandi vinnuumhverfi og síðast en ekki síst fagleg samstaða fjölmiðlafólks.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar