Almennir hluthafar hagnast um 177 milljónir króna 16. september 2006 00:01 Í Kauphöll Íslands Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, sýnir forsvarsmönnum Exista og gestum Kauphallarinnar hvar sjá megi tilboðsgengi í bréf Exista áður en fyrstu viðskipti með bréf þess hófust í gærmorgun. Fréttablaðið/GVA Hækkun á söluandvirði bréfa sem almenningi stóðu til boða í nýafstöðnum hlutafjárútboðum Exista og Marels á markaði í gær nam tæpum 177 milljónum króna. Dagurinn var sá fyrsti á markaði hjá Exista, sem nú er fjórða stærsta félagið á markaðnum. Viðskipti með hlutabréf Exista hf. hófust í Kauphöll Íslands í gærmorgun. Skráning félagsins er stærsta nýskráning í Kauphöllina til þessa. Viðskipti með bréf Exista námu samtals 668 milljónum króna í 147 viðskiptum. Við lok dags var gengi bréfanna 22,6, eða 5,1 prósenti hærra en útboðsgengið, sem var 21,5. Miðað við lokagengi gærdagsins var markaðsvirði félagsins 245 milljarðar króna, en það þýðir að Exista er nú fjórða stærsta félagið á markaðnum. Með skráningu Exista er markaðsvirði félaga á íslenska hlutabréfamarkaðnum orðið ríflega tvöföld landsframleiðsla, eða 2.400 milljarðar. Á blaðamannafundi í húsnæði Kauphallarinnar í gærmorgun bauð Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, nýja félagið velkomið. „Í ljósi stærðar fyrirtækisins og fjölbreyttrar starfsemi er skráning þess spennandi viðbót við íslenskan hlutabréfamarkað. Við óskum Exista velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði hann. Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, sagði að eftir vel heppnað hlutafjárútboð og skráningu væri félagið vel í stakk búið til að efla starfsemi sína enn frekar hér á landi og erlendis. „Við hlökkum til að takast á við þá ábyrgð sem þessu fylgir og væntum þess og treystum að þetta verði gæfuspor fyrir Exista og alla hluthafa félagsins.“ Í almenna hluta hlutafjárútboðs Exista óskuðu um 7.400 fjárfestar eftir að kaupa hluti fyrir um 42 milljarða króna og eftirspurn þvi mikil. Í boði voru 65 milljónir hluta að söluvirði 1.397,5 milljónir króna. Miðað við 5,12 prósenta hækkun gærdagsins högnuðust almennir hluthafar sem þar keyptu því um 71,5 milljónir króna, því virði hlutarins hækkaði í 1.469 milljónir króna. Í nýafstöðnu útboði Marels voru svo 15 milljónir nýrra hluta í boði til almennings, eða fyrir 1.110 milljónir króna að söluvirði. Eftir viðskipti gærdagsins hafði virði þess hluta því aukist um 9,46 prósent, í 1.215 milljónir króna, eða um 105 milljónir. olikr@frettabladid.is Viðskipti Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Hækkun á söluandvirði bréfa sem almenningi stóðu til boða í nýafstöðnum hlutafjárútboðum Exista og Marels á markaði í gær nam tæpum 177 milljónum króna. Dagurinn var sá fyrsti á markaði hjá Exista, sem nú er fjórða stærsta félagið á markaðnum. Viðskipti með hlutabréf Exista hf. hófust í Kauphöll Íslands í gærmorgun. Skráning félagsins er stærsta nýskráning í Kauphöllina til þessa. Viðskipti með bréf Exista námu samtals 668 milljónum króna í 147 viðskiptum. Við lok dags var gengi bréfanna 22,6, eða 5,1 prósenti hærra en útboðsgengið, sem var 21,5. Miðað við lokagengi gærdagsins var markaðsvirði félagsins 245 milljarðar króna, en það þýðir að Exista er nú fjórða stærsta félagið á markaðnum. Með skráningu Exista er markaðsvirði félaga á íslenska hlutabréfamarkaðnum orðið ríflega tvöföld landsframleiðsla, eða 2.400 milljarðar. Á blaðamannafundi í húsnæði Kauphallarinnar í gærmorgun bauð Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, nýja félagið velkomið. „Í ljósi stærðar fyrirtækisins og fjölbreyttrar starfsemi er skráning þess spennandi viðbót við íslenskan hlutabréfamarkað. Við óskum Exista velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði hann. Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, sagði að eftir vel heppnað hlutafjárútboð og skráningu væri félagið vel í stakk búið til að efla starfsemi sína enn frekar hér á landi og erlendis. „Við hlökkum til að takast á við þá ábyrgð sem þessu fylgir og væntum þess og treystum að þetta verði gæfuspor fyrir Exista og alla hluthafa félagsins.“ Í almenna hluta hlutafjárútboðs Exista óskuðu um 7.400 fjárfestar eftir að kaupa hluti fyrir um 42 milljarða króna og eftirspurn þvi mikil. Í boði voru 65 milljónir hluta að söluvirði 1.397,5 milljónir króna. Miðað við 5,12 prósenta hækkun gærdagsins högnuðust almennir hluthafar sem þar keyptu því um 71,5 milljónir króna, því virði hlutarins hækkaði í 1.469 milljónir króna. Í nýafstöðnu útboði Marels voru svo 15 milljónir nýrra hluta í boði til almennings, eða fyrir 1.110 milljónir króna að söluvirði. Eftir viðskipti gærdagsins hafði virði þess hluta því aukist um 9,46 prósent, í 1.215 milljónir króna, eða um 105 milljónir. olikr@frettabladid.is
Viðskipti Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira