Þróunarfræði og frjálshyggja 10. september 2006 05:00 Grein Birgis Tjörva Péturssonar um þróunarhagfræði, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, er svo mikil einföldun á sannleikanum að það jaðrar við að um tóman þvætting sé að ræða. Þær ályktanir sem dregnar eru standast alla vega ekki nokkra skoðun. Það þarf þó ekkert að koma á óvart þar sem forsendur þær sem liggja þeim til grundvallar eru kolrangar. Þar er einfaldlega um ómeðvitaða (skulum við vona) sögufölsun að ræða, hvort sem litið er til sögu þróunarlandanna eða Vesturlanda, sem reyndar tengjast eins og hvert mannsbarn ætti að vita órjúfanlegum og blóðugum böndum nýlendustefnunnar og síð-nýlendustefnunnar. Reyndar er það nú frekar reglan en undantekningin að stuðst sé við afbakaða heimsmynd og að sögulegar staðreyndir séu slitnar úr samhengi þegar um dogmatískar kenningar er að ræða; frjálshyggju, kommúnisma, eða hvað annað. Það að ætla að draga einhvern lærdóm af efnahagsþróun 20. aldarinnar án þess að taka með í reikninginn hvernig grunnurinn var lagður að velgengni Evrópu annars vegar, og að eyðileggingu margra þróunarlandanna hins vegar, nær náttúrulega ekki nokkurri átt, hvorki fræðilega né siðferðislega. Það að halda að það, hvernig t.d. Evrópuþjóðunum tókst að þróa og efla efnahag sinn, gefi einhverja hugmynd um hvaða aðferðir séu líklegar til árangurs í þróunarlöndunum, sem búa við allt aðrar forsendur (t.d. hnattvæðingu) en Evrópuþjóðirnar gerðu fyrir innleiðslu frjáls markaðsbúskapar, er kenning sem hefur verið afsönnuð trekk í trekk síðastliðna tvo til þrjá áratugina. Nú er svo komið að það er að mestu er hætt að styðjast við hana innan þróunarfræðanna og snúast margar þróunarstrategíur um það nú hvernig takast má að bæta skaðann sem aðgerðir í anda frjálshyggju hafa valdið. Það eru einfaldlega ekki til nein dæmi þess að hún eigi við rök að styðjast, heldur þvert á móti fjöldi dæma sem sýna hið gagnstæða. Reyndar erum við Birgir Tjörvi sammála um að sú myndbirting síð-nýlendustefnunnar, sem sjá má í starfsháttum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og þeirra ríkja sem þar fara de facto með völd ¿ s.s. niðurgreiðsla og verndartollar EFTA og NAFTA á landbúnaðarvörur - sé óverjandi. Ef það er eitthvað sem heldur aftur af hagþróun í þróunarlöndunum þá er það hvernig við förum með þau í krafti alþjóðlegra viðskiptasamþykkta. Það er líka deginum ljósara að efnahagsleg aðstoð gagnast ekki nálægt því eins vel og hún gæti gert og ætti að gera á meðan við höldum áfram að skattpína þróunarlöndin í gegnum WTO. Höfundur er MA í siðfræði hnattvæðingar og meistaranemi í þróunarfræðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Grein Birgis Tjörva Péturssonar um þróunarhagfræði, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, er svo mikil einföldun á sannleikanum að það jaðrar við að um tóman þvætting sé að ræða. Þær ályktanir sem dregnar eru standast alla vega ekki nokkra skoðun. Það þarf þó ekkert að koma á óvart þar sem forsendur þær sem liggja þeim til grundvallar eru kolrangar. Þar er einfaldlega um ómeðvitaða (skulum við vona) sögufölsun að ræða, hvort sem litið er til sögu þróunarlandanna eða Vesturlanda, sem reyndar tengjast eins og hvert mannsbarn ætti að vita órjúfanlegum og blóðugum böndum nýlendustefnunnar og síð-nýlendustefnunnar. Reyndar er það nú frekar reglan en undantekningin að stuðst sé við afbakaða heimsmynd og að sögulegar staðreyndir séu slitnar úr samhengi þegar um dogmatískar kenningar er að ræða; frjálshyggju, kommúnisma, eða hvað annað. Það að ætla að draga einhvern lærdóm af efnahagsþróun 20. aldarinnar án þess að taka með í reikninginn hvernig grunnurinn var lagður að velgengni Evrópu annars vegar, og að eyðileggingu margra þróunarlandanna hins vegar, nær náttúrulega ekki nokkurri átt, hvorki fræðilega né siðferðislega. Það að halda að það, hvernig t.d. Evrópuþjóðunum tókst að þróa og efla efnahag sinn, gefi einhverja hugmynd um hvaða aðferðir séu líklegar til árangurs í þróunarlöndunum, sem búa við allt aðrar forsendur (t.d. hnattvæðingu) en Evrópuþjóðirnar gerðu fyrir innleiðslu frjáls markaðsbúskapar, er kenning sem hefur verið afsönnuð trekk í trekk síðastliðna tvo til þrjá áratugina. Nú er svo komið að það er að mestu er hætt að styðjast við hana innan þróunarfræðanna og snúast margar þróunarstrategíur um það nú hvernig takast má að bæta skaðann sem aðgerðir í anda frjálshyggju hafa valdið. Það eru einfaldlega ekki til nein dæmi þess að hún eigi við rök að styðjast, heldur þvert á móti fjöldi dæma sem sýna hið gagnstæða. Reyndar erum við Birgir Tjörvi sammála um að sú myndbirting síð-nýlendustefnunnar, sem sjá má í starfsháttum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og þeirra ríkja sem þar fara de facto með völd ¿ s.s. niðurgreiðsla og verndartollar EFTA og NAFTA á landbúnaðarvörur - sé óverjandi. Ef það er eitthvað sem heldur aftur af hagþróun í þróunarlöndunum þá er það hvernig við förum með þau í krafti alþjóðlegra viðskiptasamþykkta. Það er líka deginum ljósara að efnahagsleg aðstoð gagnast ekki nálægt því eins vel og hún gæti gert og ætti að gera á meðan við höldum áfram að skattpína þróunarlöndin í gegnum WTO. Höfundur er MA í siðfræði hnattvæðingar og meistaranemi í þróunarfræðum
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar