HK getur tryggt úrvalsdeildarsætið 9. september 2006 11:15 Úr leik HK og Þórs. Gunnar Líndal, markvörður Þórs, hefur gripið knöttinn áður en Jón Þorgrímur Stefánsson, leikmaður HK, komst til hans. Bæði lið verða í eldlínunni í dag. MYND/Vilhelm Í dag fer fram fjöldinn allur af knattspyrnuleikjum sem hafa mikið að segja um örlög liða í neðri deildunum hér á landi. Sautjánda og næstsíðasta umferðin fer fram í 1. deildinni og getur HK tryggt sér sæti í Landsbankadeild karla en Fram getur í dag tryggt sér sigur í deildinni. Nú þegar er ljóst hvaða þrjú lið komast upp úr 2. deildinni og þá verður leikið um meistaratitilinn í 3. deildinni í dag. Fram er löngu búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla og HK er í afar góðri stöðu í 2. sæti. Liðið er með fjögurra stiga forskot á næsta lið, Fjölni, þegar tvær umferðir eru eftir. Það þýðir að ef Fjölnir misstígur sig gegn Þrótti í dag skiptir engu þótt HK tapi á móti Víkingi frá Ólafsvík. Víkingur er í 9. sæti deildarinnar sem er þó ekki fallsæti í ár þar sem liðunum í 1. deild verður fjölgað um tvö á næsta ári. Það þýðir að eitt lið fellur úr 1. deildinni og þrjú lið komast upp úr 2. deildinni. Fallbaráttan er þó afar spennandi þar sem fimm lið eiga enn tölfræðilegan möguleika á því að falla. Samt mun þó ekkert þeirra liða mæta innbyrðis í dag og verður því forvitnilegt að sjá hvernig þau standa sig. Botnlið Þórs frá Akureyri mætir toppliði Fram í dag en síðarnefnda liðinu dugir jafntefli til að tryggja sér sigur í deildinni. Fjarðabyggð, Njarðvík og Reynir frá Sandgerði hafa þegar tryggt sér sæti í 1. deildinni að ári en árangur Reynis er athyglisverður þar sem liðið er nú að færa sig upp um deild annað árið í röð. Liðum verður einnig fjölgað í 2. deildinni á næsta ári og því aðeins eitt lið sem fellur úr deildinni. Sindri kom með Reyni upp úr 3. deildinni í fyrra en vermir nú botnsæti deildarinnar fyrir lokaumferðina í dag. Það á í harðri baráttu við Hugin, sem er með einu stigi meira, um að halda sæti sínu í deildinni. Bæði lið eiga erfiða heimaleiki á dagskrá í dag. Fjölgun liða í 2. deildinni þýðir að þrjú lið komast upp úr 3. deildinni. Í þeirri deild hefur verið sá háttur lengi að haldin er úrslitakeppni í lok tímabilsins og er komið að úrslitaleiknum og leiknum um 3. sætið í dag. Bæði liðin í úrslitaleiknum, Magni og Höttur, eru vitanlega bæði búin að tryggja sér sæti í 2. deildinni en leikurinn um þriðja sætið, sem er vanalega heldur þýðingarlítil viðureign, verður spennuþrungin í dag. ÍH og Kári, frá Akranesi, geta með sigri tryggt sér síðasta sætið í 2. deildinni og verður því væntanlega barist til síðasta blóðdropa. Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli, heimavelli Íslandsmeistara FH.eirikur. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Sjá meira
Í dag fer fram fjöldinn allur af knattspyrnuleikjum sem hafa mikið að segja um örlög liða í neðri deildunum hér á landi. Sautjánda og næstsíðasta umferðin fer fram í 1. deildinni og getur HK tryggt sér sæti í Landsbankadeild karla en Fram getur í dag tryggt sér sigur í deildinni. Nú þegar er ljóst hvaða þrjú lið komast upp úr 2. deildinni og þá verður leikið um meistaratitilinn í 3. deildinni í dag. Fram er löngu búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla og HK er í afar góðri stöðu í 2. sæti. Liðið er með fjögurra stiga forskot á næsta lið, Fjölni, þegar tvær umferðir eru eftir. Það þýðir að ef Fjölnir misstígur sig gegn Þrótti í dag skiptir engu þótt HK tapi á móti Víkingi frá Ólafsvík. Víkingur er í 9. sæti deildarinnar sem er þó ekki fallsæti í ár þar sem liðunum í 1. deild verður fjölgað um tvö á næsta ári. Það þýðir að eitt lið fellur úr 1. deildinni og þrjú lið komast upp úr 2. deildinni. Fallbaráttan er þó afar spennandi þar sem fimm lið eiga enn tölfræðilegan möguleika á því að falla. Samt mun þó ekkert þeirra liða mæta innbyrðis í dag og verður því forvitnilegt að sjá hvernig þau standa sig. Botnlið Þórs frá Akureyri mætir toppliði Fram í dag en síðarnefnda liðinu dugir jafntefli til að tryggja sér sigur í deildinni. Fjarðabyggð, Njarðvík og Reynir frá Sandgerði hafa þegar tryggt sér sæti í 1. deildinni að ári en árangur Reynis er athyglisverður þar sem liðið er nú að færa sig upp um deild annað árið í röð. Liðum verður einnig fjölgað í 2. deildinni á næsta ári og því aðeins eitt lið sem fellur úr deildinni. Sindri kom með Reyni upp úr 3. deildinni í fyrra en vermir nú botnsæti deildarinnar fyrir lokaumferðina í dag. Það á í harðri baráttu við Hugin, sem er með einu stigi meira, um að halda sæti sínu í deildinni. Bæði lið eiga erfiða heimaleiki á dagskrá í dag. Fjölgun liða í 2. deildinni þýðir að þrjú lið komast upp úr 3. deildinni. Í þeirri deild hefur verið sá háttur lengi að haldin er úrslitakeppni í lok tímabilsins og er komið að úrslitaleiknum og leiknum um 3. sætið í dag. Bæði liðin í úrslitaleiknum, Magni og Höttur, eru vitanlega bæði búin að tryggja sér sæti í 2. deildinni en leikurinn um þriðja sætið, sem er vanalega heldur þýðingarlítil viðureign, verður spennuþrungin í dag. ÍH og Kári, frá Akranesi, geta með sigri tryggt sér síðasta sætið í 2. deildinni og verður því væntanlega barist til síðasta blóðdropa. Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli, heimavelli Íslandsmeistara FH.eirikur.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Sjá meira