Dótturfélag Baugs, Woodward Foodservice, tilkynnti í gær um kaup á samkeppnisaðilanum DBC Foodservice. Woodward sér veitinga- og öldurhúsum, hótelum og skólum í Bretlandi fyrir matvöru af ýmissi gerð. Áætluð velta sameinaðs félags er 500 milljónir punda á ári, sem nemur um 65,5 milljörðum íslenskra króna. Úr verður þriðji stærsti birgðasali í veitingaþjónustu af þessu tagi í Bretlandi.
Baugur er orðinn mikilvægur leikmaður á breskum smásölumarkaði og vangaveltur um frekari fyrirætlanir félagsins þar eru oft líflegar. Í gær fullyrti Financial Times að félagið hefði í hyggju að taka yfir bresku verslanakeðjuna Woolworths og fækka verslunum hennar verulega. Baugur á um tíu prósenta hlut í keðjunni og er meðal stærstu hluthafa. Talsmenn Baugs vilja ekki tjá sig um málið og segja það ekki annað en vangaveltur.
Vitað er að margir hluthafar Woolworths telja fýsilegan kost að skipta upp félaginu og þykir líklegt að Baugur deili þeirri skoðun. - hhs
Dótturfélag Baugs eykur umfang sitt

Mest lesið

Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna
Viðskipti innlent

Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur
Viðskipti innlent

Varað við svörtum eldhúsáhöldum
Neytendur


Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum
Atvinnulíf



Segir skilið við Grillmarkaðinn
Viðskipti innlent

Segja upp 52 sjómönnum
Viðskipti innlent

Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára
Viðskipti innlent