Heimsóknarbann: Austurríska leiðin 6. september 2006 06:00 Heimilisofbeldi er samfélagsmein, sem erfitt hefur reynst að uppræta. Kemur þar margt til. Hér er um kynbundið ofbeldi að ræða, sem á sér stað innan veggja heimilisins, sem ætti að vera griðastaður. Þó flestir séu sammála um að verkefnið sem við blasir sé að komast fyrir rætur ofbeldisins og uppræta það úr hegðunarmynstri þeirra sem beita því þá hefur miðað afar hægt. Þau félagslegu úrræði sem gætu tekist á við vandann hafa verið fá og þau úrræði sem lög hafa látið okkur í té hafa reynst haldlítil. Er þar átt við ákvæði um nálgunarbann, sem ekki hefur reynst það tæki í baráttunni sem vænst hafði verið. Nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndunum hafa í auknum mæli verið að breyta lagaákvæðum um nálgunarbann, til að reyna að ná betri árangri. Aðferðin sem beitt hefur verið er rakin til Austurríkis, en 1997 voru fest í lög þar ákvæði sem heimiluðu lögreglu að fjarlægja ofbeldismann af heimili sínu og banna heimsóknir hans á heimilið og í nánasta umhverfi í tíu daga til þrjá mánuði. Markmiðið var að vernda fórnarlömb ofbeldisins en jafnframt að ná ofbeldismanninum út af heimilinu, sem gæfi þá möguleika á að ná til hans í umhverfi sem hvetti hann til að takast á við ofbeldishneigð sína. Fram að þessu höfðu Austurríkismenn staðið frammi fyrir stöðugri fjölgun kvennaathvarfa, sem gerðu konur og börn að flóttafólki í eigin landi, á meðan ofbeldismennirnir hreiðruðu áfram um sig á heimilinu, að því er virtist lausir allra mála. Að frumkvæði frjálsra félagasamtaka, sem unnu gegn ofbeldi gegn konum, tókst að búa til sterka samstöðu milli stjórnmálamanna og lögreglu um að fara þessa nýju leið og nú hefur hún breiðst út um Evrópu. Í tilefni af þeirri umræðu sem nú fer fram á síðum Fréttablaðsins tel ég rétt að vekja athygli á frumvarpi um Austurrísku leiðina sem við þingmenn Vinstri-grænna höfum í þrígang lagt fram á Alþingi og munum leggja fram enn á ný í haust. Við teljum frumvarpið vera lið í margháttuðum breytingum, sem nauðsynlegt er að eigi sér stað svo uppræta megi kynbundið ofbeldi á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Heimilisofbeldi er samfélagsmein, sem erfitt hefur reynst að uppræta. Kemur þar margt til. Hér er um kynbundið ofbeldi að ræða, sem á sér stað innan veggja heimilisins, sem ætti að vera griðastaður. Þó flestir séu sammála um að verkefnið sem við blasir sé að komast fyrir rætur ofbeldisins og uppræta það úr hegðunarmynstri þeirra sem beita því þá hefur miðað afar hægt. Þau félagslegu úrræði sem gætu tekist á við vandann hafa verið fá og þau úrræði sem lög hafa látið okkur í té hafa reynst haldlítil. Er þar átt við ákvæði um nálgunarbann, sem ekki hefur reynst það tæki í baráttunni sem vænst hafði verið. Nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndunum hafa í auknum mæli verið að breyta lagaákvæðum um nálgunarbann, til að reyna að ná betri árangri. Aðferðin sem beitt hefur verið er rakin til Austurríkis, en 1997 voru fest í lög þar ákvæði sem heimiluðu lögreglu að fjarlægja ofbeldismann af heimili sínu og banna heimsóknir hans á heimilið og í nánasta umhverfi í tíu daga til þrjá mánuði. Markmiðið var að vernda fórnarlömb ofbeldisins en jafnframt að ná ofbeldismanninum út af heimilinu, sem gæfi þá möguleika á að ná til hans í umhverfi sem hvetti hann til að takast á við ofbeldishneigð sína. Fram að þessu höfðu Austurríkismenn staðið frammi fyrir stöðugri fjölgun kvennaathvarfa, sem gerðu konur og börn að flóttafólki í eigin landi, á meðan ofbeldismennirnir hreiðruðu áfram um sig á heimilinu, að því er virtist lausir allra mála. Að frumkvæði frjálsra félagasamtaka, sem unnu gegn ofbeldi gegn konum, tókst að búa til sterka samstöðu milli stjórnmálamanna og lögreglu um að fara þessa nýju leið og nú hefur hún breiðst út um Evrópu. Í tilefni af þeirri umræðu sem nú fer fram á síðum Fréttablaðsins tel ég rétt að vekja athygli á frumvarpi um Austurrísku leiðina sem við þingmenn Vinstri-grænna höfum í þrígang lagt fram á Alþingi og munum leggja fram enn á ný í haust. Við teljum frumvarpið vera lið í margháttuðum breytingum, sem nauðsynlegt er að eigi sér stað svo uppræta megi kynbundið ofbeldi á Íslandi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun