Vona að FH misstígi sig enn frekar 23. ágúst 2006 12:15 Baldur Sigurðsson Keflvíkingar fögnuðu sigrinum á FH vel og innilega. Hér er hann fyrir miðri mynd. víkurfréttir/þorgils Baldur Sigurðsson er leikmaður 14. umferðar landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði bæði mörk Keflavíkur í 2-1 sigri á Íslandsmeisturum FH og verið öflugur með liðinu í allt sumar. Baldur Sigurðsson, leikmaður Landsbankadeildarliðs Keflavíkur, er nánast sjálfvalinn leikmaður 14. umferðar deildarinnar en hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Keflavíkur á Íslandsmeisturum FH á sunnudag. Þetta var aðeins annað tap FH í sumar en Keflavík náði með sigrinum að saxa á forskot meistaranna niður í átta stig sem verða engu að síður að teljast líklegir sigurvegarar á mótinu í sumar þegar fjórar umferðir eru eftir. "Það var auðvitað mjög gaman af því að vinna FH og ekki síður að skora þessi mörk," sagði Baldur við Fréttablaðið. Hann segir sumarið hafi verið gott, sérstaklega eftir að liðið hafði náð að hrista af sér slenið fyrstu umferðirnar. "Eftir að við komumst á skrið hefur gengið mjög vel hjá okkur. Það var einnig ævintýri að taka þátt í Evrópukeppninni og erum við núna að berjast fyrir því að tryggja okkur þátttökurétt í Evrópukeppninni aftur. Það er skemmtileg viðbót við sumarið og gaman að fara út og reyna sig gegn sterkari liðum." Keflavík hefur ekki tapað í deildinni síðan það mætti Fylki þann 12. júní síðastliðinn og er því ósigrað í sjö leikjum í röð. "Það hefur eitthvað smollið hjá okkur," segir Baldur aðspurður um góða gengi liðsins. "Vörnin hefur verið sterk og miðjan góð. Svo hefur mikil samkeppni ríkt á milli framherjanna um stöður í byrjunarliðinu og keppast þeir við að nota sitt tækifæri vel og skora. Það er hið besta mál og á meðan samkeppni er um stöður í liðinu er gengið gott." Tapið gegn Fylki var þriðja tap liðsins í röð á þeim tíma og segir Baldur að þjálfari liðsins, Kristján Guðmundsson, hafi aldrei misst trúna á sínum mönnum þrátt fyrir að á móti blési. "Hann vissi alltaf hvað í okkur bjó og það var bara spurning um hvenær þetta myndi hrökkva í gang hjá okkur. Það hlaut að koma að því," sagði Baldur. Hann hefur ekki farið varhluta af þeirri miklu útrás íslenskra knattspyrnumanna og verið orðaður við atvinnumennskuna. Hann segist þó minnst vita um það sjálfur. "Ég veit að hinir og þessir hafa verið að fylgjast með leikjunum en hef ekki heyrt nein nöfn á einhverjum liðum. Þetta kemur þá bara í ljós ef eitthvað gerist." En Baldur segir að Keflvíkingar hafi farið í leikinn gegn FH fullir sjálfstraust. "Við ætluðum allan tímann að vinna þennan leik. Við vissum að þeir voru í vandræðum í bakvarðastöðunum og ákváðum að keyra því stíft upp báða kantana. Það tók þó sinn tíma að skora og þegar það gerðist svöruðu þeir strax fyrir sig. En við náðum að skora svo annað mark undir lok leiksins og var það afar ljúft." Keflavík er enn með í bikarkeppninni og mætir Víkingum í næstu umferð. En skyldi Baldur hafa einhverja trú á því að FH gefi það mikið eftir á lokasprettinum að Keflavík eigi möguleika á að hrifsa af þeim titilinn? "Maður hefur nú alltaf trú á því þó svo að líkurnar séu mjög litlar," segir hann í léttum dúr. "En þetta er bara spurning um að við vinnum og þeir tapi. Við verðum bara að hugsa um okkur og vona að þeir hugsi um eitthvað annað en sjálfa sig." eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Baldur Sigurðsson er leikmaður 14. umferðar landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði bæði mörk Keflavíkur í 2-1 sigri á Íslandsmeisturum FH og verið öflugur með liðinu í allt sumar. Baldur Sigurðsson, leikmaður Landsbankadeildarliðs Keflavíkur, er nánast sjálfvalinn leikmaður 14. umferðar deildarinnar en hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Keflavíkur á Íslandsmeisturum FH á sunnudag. Þetta var aðeins annað tap FH í sumar en Keflavík náði með sigrinum að saxa á forskot meistaranna niður í átta stig sem verða engu að síður að teljast líklegir sigurvegarar á mótinu í sumar þegar fjórar umferðir eru eftir. "Það var auðvitað mjög gaman af því að vinna FH og ekki síður að skora þessi mörk," sagði Baldur við Fréttablaðið. Hann segir sumarið hafi verið gott, sérstaklega eftir að liðið hafði náð að hrista af sér slenið fyrstu umferðirnar. "Eftir að við komumst á skrið hefur gengið mjög vel hjá okkur. Það var einnig ævintýri að taka þátt í Evrópukeppninni og erum við núna að berjast fyrir því að tryggja okkur þátttökurétt í Evrópukeppninni aftur. Það er skemmtileg viðbót við sumarið og gaman að fara út og reyna sig gegn sterkari liðum." Keflavík hefur ekki tapað í deildinni síðan það mætti Fylki þann 12. júní síðastliðinn og er því ósigrað í sjö leikjum í röð. "Það hefur eitthvað smollið hjá okkur," segir Baldur aðspurður um góða gengi liðsins. "Vörnin hefur verið sterk og miðjan góð. Svo hefur mikil samkeppni ríkt á milli framherjanna um stöður í byrjunarliðinu og keppast þeir við að nota sitt tækifæri vel og skora. Það er hið besta mál og á meðan samkeppni er um stöður í liðinu er gengið gott." Tapið gegn Fylki var þriðja tap liðsins í röð á þeim tíma og segir Baldur að þjálfari liðsins, Kristján Guðmundsson, hafi aldrei misst trúna á sínum mönnum þrátt fyrir að á móti blési. "Hann vissi alltaf hvað í okkur bjó og það var bara spurning um hvenær þetta myndi hrökkva í gang hjá okkur. Það hlaut að koma að því," sagði Baldur. Hann hefur ekki farið varhluta af þeirri miklu útrás íslenskra knattspyrnumanna og verið orðaður við atvinnumennskuna. Hann segist þó minnst vita um það sjálfur. "Ég veit að hinir og þessir hafa verið að fylgjast með leikjunum en hef ekki heyrt nein nöfn á einhverjum liðum. Þetta kemur þá bara í ljós ef eitthvað gerist." En Baldur segir að Keflvíkingar hafi farið í leikinn gegn FH fullir sjálfstraust. "Við ætluðum allan tímann að vinna þennan leik. Við vissum að þeir voru í vandræðum í bakvarðastöðunum og ákváðum að keyra því stíft upp báða kantana. Það tók þó sinn tíma að skora og þegar það gerðist svöruðu þeir strax fyrir sig. En við náðum að skora svo annað mark undir lok leiksins og var það afar ljúft." Keflavík er enn með í bikarkeppninni og mætir Víkingum í næstu umferð. En skyldi Baldur hafa einhverja trú á því að FH gefi það mikið eftir á lokasprettinum að Keflavík eigi möguleika á að hrifsa af þeim titilinn? "Maður hefur nú alltaf trú á því þó svo að líkurnar séu mjög litlar," segir hann í léttum dúr. "En þetta er bara spurning um að við vinnum og þeir tapi. Við verðum bara að hugsa um okkur og vona að þeir hugsi um eitthvað annað en sjálfa sig." eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti