180 farþegar biðu í níu klukkustundir 11. ágúst 2006 07:00 biðin langa Þreyta sótti á suma flugfarþega á meðan þeir biðu eftir því að komast um borð í vél til London. Þessi mynd var tekin skömmu fyrir hádegi og átti fólk þá eftir að bíða dágóða nokkra stund enn. Mynd/víkurfréttir Um 180 manns þurftu að bíða í um níu klukkustundir á Keflavíkurflugvelli í gær eftir því að komast með flugi Icelandair til Heathrow-flugvallar í London. Flugumferð til og frá Bretlandi, og þá sérstaklega Heathrow, raskaðist talsvert í kjölfar þess að hættuástandi var lýst yfir vegna hryðjuverkaógnar. Icelandair flaug tvisvar til Heathrow í gær, önnur vélin átti að fara í loftið klukkan átta að morgni, en það flug frestaðist til klukkan þrjú síðdegis. Hin vélin átti að fara um klukkan fjögur síðdegis en var frestað um tæpa klukkustund. Vélarnar flugu síðan með farþega til baka í gærkvöldi. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að eitthvað hafi verið um það að þeir sem áttu bókað far með vélunum heim í gærkvöldi hafi frestað fluginu til dagsins í dag vegna ástandsins. Flugfélagið hafi opnað fyrir þann möguleika að miðunum væri breytt. Ásgeir Friðgeirsson var einn þeirra sem frestuðu flugi sínu heim frá London. Ég vildi losna við örtröðina á Heathrow. Það er betra að vinna fram eftir í kvöld [í gær] og fljúga á hádegi á morgun [í dag]. Guðjón Arngrímsson segir að gengið sé út frá því að allt flug í dag verði á áætlun. Iceland Express flaug einu sinni til London í gær, en þar sem ástandið var mun betra á Stansted-flugvelli var það flug á áætlun. Að sögn Birgis Jónssonar misstu þó einhverjir af flugi vélarinnar til baka vegna seinkana annarra flugfélaga. Öryggiskröfur á Keflavíkurflugvelli í flugi til Bandaríkjanna voru hertar, að kröfu bandarískra flugmálayfirvalda. Öryggisleit á farþegum var aukin og var þeim meinað að taka með sér vökva í handfarangri í flugvélina. Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri segir að ekki hafi borist sams konar krafa frá breskum yfirvöldum. Berglind María Tómasdóttir flaug til Bandaríkjanna síðdegis í gær. Hún var mætt tímanlega á staðinn þar sem margt var í flugstöðinni og sagði rólegt yfirbragð á staðnum þrátt fyrir mannmergðina. Engin sérstök óþægindi hefðu hlotist af aukinni öryggisgæslu. Innlent Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Sjá meira
Um 180 manns þurftu að bíða í um níu klukkustundir á Keflavíkurflugvelli í gær eftir því að komast með flugi Icelandair til Heathrow-flugvallar í London. Flugumferð til og frá Bretlandi, og þá sérstaklega Heathrow, raskaðist talsvert í kjölfar þess að hættuástandi var lýst yfir vegna hryðjuverkaógnar. Icelandair flaug tvisvar til Heathrow í gær, önnur vélin átti að fara í loftið klukkan átta að morgni, en það flug frestaðist til klukkan þrjú síðdegis. Hin vélin átti að fara um klukkan fjögur síðdegis en var frestað um tæpa klukkustund. Vélarnar flugu síðan með farþega til baka í gærkvöldi. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að eitthvað hafi verið um það að þeir sem áttu bókað far með vélunum heim í gærkvöldi hafi frestað fluginu til dagsins í dag vegna ástandsins. Flugfélagið hafi opnað fyrir þann möguleika að miðunum væri breytt. Ásgeir Friðgeirsson var einn þeirra sem frestuðu flugi sínu heim frá London. Ég vildi losna við örtröðina á Heathrow. Það er betra að vinna fram eftir í kvöld [í gær] og fljúga á hádegi á morgun [í dag]. Guðjón Arngrímsson segir að gengið sé út frá því að allt flug í dag verði á áætlun. Iceland Express flaug einu sinni til London í gær, en þar sem ástandið var mun betra á Stansted-flugvelli var það flug á áætlun. Að sögn Birgis Jónssonar misstu þó einhverjir af flugi vélarinnar til baka vegna seinkana annarra flugfélaga. Öryggiskröfur á Keflavíkurflugvelli í flugi til Bandaríkjanna voru hertar, að kröfu bandarískra flugmálayfirvalda. Öryggisleit á farþegum var aukin og var þeim meinað að taka með sér vökva í handfarangri í flugvélina. Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri segir að ekki hafi borist sams konar krafa frá breskum yfirvöldum. Berglind María Tómasdóttir flaug til Bandaríkjanna síðdegis í gær. Hún var mætt tímanlega á staðinn þar sem margt var í flugstöðinni og sagði rólegt yfirbragð á staðnum þrátt fyrir mannmergðina. Engin sérstök óþægindi hefðu hlotist af aukinni öryggisgæslu.
Innlent Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Sjá meira