Samstaðan enn sterk 10. ágúst 2006 07:15 Styrkur kvenna Þessar eldri konur voru meðal þúsunda annarra sem gengu að stjórnarráðinu í Pretoríu, höfuðborg Suður-Afríku, í gær í tilefni þess að 50 ár eru síðan suður-afrískar konur gengu gegn aðskilnaðarstefnunni. Jafnframt mótmæltu þátttakendur í gær því að suðurafrískar konur verða einna verst úti þegar kemur að fátækt og HIV-veirunni, og verða fyrir mestu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi af öllum konum í heimi. MYND/AP Kvennadagurinn var haldinn hátíðlegur um alla Suður-Afríku í gær og minntust konur þess að í stað aðskilnaðarstefnunnar áður fyrr, standa suður-afrískar konur nú frammi fyrir gríðarlegri fátækt og miklu kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Dagurinn var valinn því fyrir 50 árum, hinn 9. ágúst 1956, mótmæltu 20.000 konur lögum sem heimiluðu yfirvöldum að fangelsa svartar konur sem brutu gegn aðskilnaðarlögum, tvístra heimilum þeirra og senda börnin á vergang. „Níundi ágúst er dagurinn sem markar sigurinn yfir aðskilnaðarstefnunni,“ sagði Sophia Williams de Bruyn, ein þeirra sem skipulögðu gönguna, í ræðu sinni við mikinn fögnuð viðstaddra. Síðan Suður-Afríka varð lýðræðisríki árið 1994 hafa konur unnið mikinn sigur í baráttunni fyrir réttindum sínum. Phumzile Mlambo-Ncguka, varaforseti landsins, er kona og af 28 ráðherrum í ríkisstjórninni eru 12 konur. n betur má ef duga skal, því á sama tíma eru um 75 prósent allra svartra suðurafrískra kvenna undir þrítugu atvinnulaus og afar fáar konur – og enn færri svartar konur – komast í yfirmannastöður. „Sem þjóð verðum við að átta okkur á því að ekkert okkar er frjálst nema konurnar í landi okkar séu frjálsar. Frjálsar frá kynþátta- og kynbundinni mismunun, frjálsar frá fátækt, frjálsar frá ótta og ofbeldi,“ sagði forseti landsins, Thabo Mbeki, í ræðu sem hann hélt í tilefni dagsins og lofaði að ríkisstjórnin myndi láta meira til sín taka. Tilkynnt eru um meira heimilisofbeldi og nauðganir í Suður-Afríku en í nokkru öðru landi í heiminum og er ástandið svo slæmt að á sex tíma fresti er suður-afrísk kona myrt af nánum ástvini, samkvæmt rannsókn heilbrigðisyfirvalda. Jafnframt verða konur verr úti þegar kemur að HIV-veirunni. Á meðan 19 prósent allra fullorðinna Suður-Afríkubúa eru smituð af HIV er talan mun hærri þegar kemur að þunguðum konum, yfir 30 prósent, og hefur ríkisstjórnin ítrekað verið gagnrýnd fyrir að sinna ekki hættunni sem steðjar að konum í þessu landi sem hefur hærri tíðni HIV-tilfella en nokkurt annað land í heiminum. Erlent Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Kvennadagurinn var haldinn hátíðlegur um alla Suður-Afríku í gær og minntust konur þess að í stað aðskilnaðarstefnunnar áður fyrr, standa suður-afrískar konur nú frammi fyrir gríðarlegri fátækt og miklu kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Dagurinn var valinn því fyrir 50 árum, hinn 9. ágúst 1956, mótmæltu 20.000 konur lögum sem heimiluðu yfirvöldum að fangelsa svartar konur sem brutu gegn aðskilnaðarlögum, tvístra heimilum þeirra og senda börnin á vergang. „Níundi ágúst er dagurinn sem markar sigurinn yfir aðskilnaðarstefnunni,“ sagði Sophia Williams de Bruyn, ein þeirra sem skipulögðu gönguna, í ræðu sinni við mikinn fögnuð viðstaddra. Síðan Suður-Afríka varð lýðræðisríki árið 1994 hafa konur unnið mikinn sigur í baráttunni fyrir réttindum sínum. Phumzile Mlambo-Ncguka, varaforseti landsins, er kona og af 28 ráðherrum í ríkisstjórninni eru 12 konur. n betur má ef duga skal, því á sama tíma eru um 75 prósent allra svartra suðurafrískra kvenna undir þrítugu atvinnulaus og afar fáar konur – og enn færri svartar konur – komast í yfirmannastöður. „Sem þjóð verðum við að átta okkur á því að ekkert okkar er frjálst nema konurnar í landi okkar séu frjálsar. Frjálsar frá kynþátta- og kynbundinni mismunun, frjálsar frá fátækt, frjálsar frá ótta og ofbeldi,“ sagði forseti landsins, Thabo Mbeki, í ræðu sem hann hélt í tilefni dagsins og lofaði að ríkisstjórnin myndi láta meira til sín taka. Tilkynnt eru um meira heimilisofbeldi og nauðganir í Suður-Afríku en í nokkru öðru landi í heiminum og er ástandið svo slæmt að á sex tíma fresti er suður-afrísk kona myrt af nánum ástvini, samkvæmt rannsókn heilbrigðisyfirvalda. Jafnframt verða konur verr úti þegar kemur að HIV-veirunni. Á meðan 19 prósent allra fullorðinna Suður-Afríkubúa eru smituð af HIV er talan mun hærri þegar kemur að þunguðum konum, yfir 30 prósent, og hefur ríkisstjórnin ítrekað verið gagnrýnd fyrir að sinna ekki hættunni sem steðjar að konum í þessu landi sem hefur hærri tíðni HIV-tilfella en nokkurt annað land í heiminum.
Erlent Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira