Ísraelar áforma stóraukinn landhernað 10. ágúst 2006 07:00 Hjálpargögn handlönguð Sjálfboðaliðar handlanga hjálpargögn á vegum Lækna án landamæra yfir Litani-ána norður af hafnarborginni Týrus í gær. MYND/AP Þjóðaröryggisráð Ísraels samþykkti nær einróma í gær að senda fleiri hermenn lengra inn í Líbanon. Um 10.000 hermenn eru þar nú þegar, en er búist við því að þeim kunni að vera fjölgað um allt að 30.000 til viðbótar. Er ákvörðunin álitin endurspegla viðleitni af hálfu Ísraela til að ganga milli bols og höfuðs á skæruliðasveitum Hizbollah áður en viðleitni alþjóðasamfélagsins til að koma á friði ber árangur. En með ákvörðuninni taka ísraelsk stjórnvöld jafnframt þá áhættu að vera gagnrýnd fyrir að spilla fyrir tilraunum til að koma á friði, einkum og sér í lagi eftir að Líbanonstjórn bauðst til að láta líbanska herinn taka sér stöðu á átakasvæðinu norðan við landamærin. Víðtækari landhernaður er heldur engin trygging fyrir því að sprengiflaugaárásum Hizbollah á Ísrael linni, en með honum stóreykst aftur á móti hættan á að mannfall aukist í liði Ísraela. Arabískar sjónvarpsstöðvar fullyrtu að ellefu ísraelskir hermenn hefðu verið felldir í gær, en sé það rétt væri það mesta mannfall sem Ísraelsher hefur orðið fyrir á einum degi frá því átökin hófust fyrir fjórum vikum. Auk þess var yfir 160 sprengiflaugum skotið suður yfir landamærin. Samkvæmt áætlun Ísraelshers er markmiðið að hernema allt land norður að Litani-ánni, sem er um 30 kílómetra frá landamærunum. Ehud Olmert forsætisráðherra og Amir Peretz varnarmálaráðherra munu taka ákvörðunina um hvenær ráðist verður í þessa sókn, að því er Eli Yishai viðskiptaráðherra, sem á sæti í ísraelska öryggisráðinu, greindi frá. Í fyrradag var hershöfðingjanum sem stýrði aðgerðum Ísraelshers í Líbanon skipt út fyrir annan, en það þykir merki um óánægju innan hersins og utan með hve erfiðlega gengur að draga úr getu Hizbollah til að halda áfram sprengiflaugahríðinni. David Welch, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Beirút í gær og átti þar viðræður við forsætisráðherra Líbanons, Fuad Saniora. Að fundinum loknum sagði Saniora að hann vænti þess ekki að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna afgreiddi fyrir vikulokin ályktun um vopnahlésáætlun. Welch hitti líka Nabih Berri, forseta Líbanonsþings, sem er stuðningsmaður Hizbollah-hreyfingarinnar. Í ummælum eftir fundinn dró Berri enga dul á að hann væri ekki bjartsýnn á að úr rættist alveg á næstunni. Erlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Þjóðaröryggisráð Ísraels samþykkti nær einróma í gær að senda fleiri hermenn lengra inn í Líbanon. Um 10.000 hermenn eru þar nú þegar, en er búist við því að þeim kunni að vera fjölgað um allt að 30.000 til viðbótar. Er ákvörðunin álitin endurspegla viðleitni af hálfu Ísraela til að ganga milli bols og höfuðs á skæruliðasveitum Hizbollah áður en viðleitni alþjóðasamfélagsins til að koma á friði ber árangur. En með ákvörðuninni taka ísraelsk stjórnvöld jafnframt þá áhættu að vera gagnrýnd fyrir að spilla fyrir tilraunum til að koma á friði, einkum og sér í lagi eftir að Líbanonstjórn bauðst til að láta líbanska herinn taka sér stöðu á átakasvæðinu norðan við landamærin. Víðtækari landhernaður er heldur engin trygging fyrir því að sprengiflaugaárásum Hizbollah á Ísrael linni, en með honum stóreykst aftur á móti hættan á að mannfall aukist í liði Ísraela. Arabískar sjónvarpsstöðvar fullyrtu að ellefu ísraelskir hermenn hefðu verið felldir í gær, en sé það rétt væri það mesta mannfall sem Ísraelsher hefur orðið fyrir á einum degi frá því átökin hófust fyrir fjórum vikum. Auk þess var yfir 160 sprengiflaugum skotið suður yfir landamærin. Samkvæmt áætlun Ísraelshers er markmiðið að hernema allt land norður að Litani-ánni, sem er um 30 kílómetra frá landamærunum. Ehud Olmert forsætisráðherra og Amir Peretz varnarmálaráðherra munu taka ákvörðunina um hvenær ráðist verður í þessa sókn, að því er Eli Yishai viðskiptaráðherra, sem á sæti í ísraelska öryggisráðinu, greindi frá. Í fyrradag var hershöfðingjanum sem stýrði aðgerðum Ísraelshers í Líbanon skipt út fyrir annan, en það þykir merki um óánægju innan hersins og utan með hve erfiðlega gengur að draga úr getu Hizbollah til að halda áfram sprengiflaugahríðinni. David Welch, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Beirút í gær og átti þar viðræður við forsætisráðherra Líbanons, Fuad Saniora. Að fundinum loknum sagði Saniora að hann vænti þess ekki að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna afgreiddi fyrir vikulokin ályktun um vopnahlésáætlun. Welch hitti líka Nabih Berri, forseta Líbanonsþings, sem er stuðningsmaður Hizbollah-hreyfingarinnar. Í ummælum eftir fundinn dró Berri enga dul á að hann væri ekki bjartsýnn á að úr rættist alveg á næstunni.
Erlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira