Sprengjuregnið var óþægilega nálægt 8. ágúst 2006 07:30 hart barist á srí lanka Ekkert lát er á deilum stríðandi fylkinga í Srí Lanka. Norrænar eftirlitssveitir flúðu undan stórskotahríð stjórnarhersins á sunnudag. MYND/AP Sigurður Gíslason, íslenskur eftirlitsmaður með vopnahléi á Srí Lanka, lenti á sunnudag í skotárás í norðausturhluta landsins, nálægt bænum Tricomalae. Sigurður var í för með norrænum eftirlitsmönnum og málamiðlum, þar á meðal danska eftirlitsmanninum Ove Jensen. „Við vorum fimm sem fórum inn á svæðið í þeim tilgangi að skrúfa frá vatnsveitu sem stjórnarherinn hafði lokað fyrir. Við vorum klukkutíma á undan áætlun og því má segja að við höfum verið á röngum stað á röngum tíma,“ segir Sigurður. „Stjórnarherinn hóf stórskotaárás á svæðinu og við vorum óþægilega nálægt sprengjuregninu. Sprengjur féllu með um fimm til tíu sekúndna millibili og við gátum ekkert annað gert en að hörfa. Við fundum frumskógarslóða til að fara út sem fyrst, okkur tókst það og vorum komnir úr hættu eftir um tíu mínútur.“ Norrænu eftirlitsmennirnir sluppu allir ómeiddir. Fréttir bárust af því í gær að fimmtán starfsmenn franskra hjálparsamtaka hefðu fundist látnir í bænum Muttur í norðausturhluta Srí Lanka. Líkin fundust á skrifstofu hjálparsamtakanna. Að sögn Þorfinns Ómarssonar, blaðafulltrúa eftirlitssveita með vopnahléi, höfðu friðargæsluliðar ekki enn fengið aðgang að svæðinu. „Við höfum ekki náð að rannsaka hvort fréttir af þessu máli eru réttar,“ sagði Þorfinnur þegar Fréttablaðið náði tali af honum seint í gærkvöldi. „Það er skylda okkar að rannsaka svona mál en við höfum enn ekki komist á svæðið. Vegna öryggisástæðna förum við ekki með okkar fólk þangað strax.“ Búðir norrænu sveitanna eru í nokkurri vegalengd frá átakasvæðinu. Þorfinnur segir bardaga í norðausturhluta Srí Lanka hafa harðnað til muna síðustu tvær vikur. „Við höfum þó ekki þurft að grípa til neinna sérstakra varúðarráðstafana í ljósi atburða,“ segir Þorfinnur. „Tekin var formleg ákvörðun fyrir rúmri viku að sveitir frá Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi myndu fara um næstu mánaðamót en ekkert hefur verið rætt um brottför Íslendinga eða Norðmanna. Jon Hanssen-Bauer, sendifulltrúi og samningamaður Norðmanna er staddur á svæðinu og stendur í viðræðum við stríðandi fylkingar. Áður en framhaldið er ákveðið verður látið reyna á hvað kemur út úr þeim viðræðum.“ Erlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Sjá meira
Sigurður Gíslason, íslenskur eftirlitsmaður með vopnahléi á Srí Lanka, lenti á sunnudag í skotárás í norðausturhluta landsins, nálægt bænum Tricomalae. Sigurður var í för með norrænum eftirlitsmönnum og málamiðlum, þar á meðal danska eftirlitsmanninum Ove Jensen. „Við vorum fimm sem fórum inn á svæðið í þeim tilgangi að skrúfa frá vatnsveitu sem stjórnarherinn hafði lokað fyrir. Við vorum klukkutíma á undan áætlun og því má segja að við höfum verið á röngum stað á röngum tíma,“ segir Sigurður. „Stjórnarherinn hóf stórskotaárás á svæðinu og við vorum óþægilega nálægt sprengjuregninu. Sprengjur féllu með um fimm til tíu sekúndna millibili og við gátum ekkert annað gert en að hörfa. Við fundum frumskógarslóða til að fara út sem fyrst, okkur tókst það og vorum komnir úr hættu eftir um tíu mínútur.“ Norrænu eftirlitsmennirnir sluppu allir ómeiddir. Fréttir bárust af því í gær að fimmtán starfsmenn franskra hjálparsamtaka hefðu fundist látnir í bænum Muttur í norðausturhluta Srí Lanka. Líkin fundust á skrifstofu hjálparsamtakanna. Að sögn Þorfinns Ómarssonar, blaðafulltrúa eftirlitssveita með vopnahléi, höfðu friðargæsluliðar ekki enn fengið aðgang að svæðinu. „Við höfum ekki náð að rannsaka hvort fréttir af þessu máli eru réttar,“ sagði Þorfinnur þegar Fréttablaðið náði tali af honum seint í gærkvöldi. „Það er skylda okkar að rannsaka svona mál en við höfum enn ekki komist á svæðið. Vegna öryggisástæðna förum við ekki með okkar fólk þangað strax.“ Búðir norrænu sveitanna eru í nokkurri vegalengd frá átakasvæðinu. Þorfinnur segir bardaga í norðausturhluta Srí Lanka hafa harðnað til muna síðustu tvær vikur. „Við höfum þó ekki þurft að grípa til neinna sérstakra varúðarráðstafana í ljósi atburða,“ segir Þorfinnur. „Tekin var formleg ákvörðun fyrir rúmri viku að sveitir frá Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi myndu fara um næstu mánaðamót en ekkert hefur verið rætt um brottför Íslendinga eða Norðmanna. Jon Hanssen-Bauer, sendifulltrúi og samningamaður Norðmanna er staddur á svæðinu og stendur í viðræðum við stríðandi fylkingar. Áður en framhaldið er ákveðið verður látið reyna á hvað kemur út úr þeim viðræðum.“
Erlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Sjá meira