Ræða leiðir til að binda enda á átökin 5. ágúst 2006 07:45 stríðið þyrmir ekki ferfætlingum Særður köttur sést hér á gangi við brakið úr fiskibátum í höfn í Ouzai-úthverfinu í Beirút eftir loftárásir Ísraela á það í gær. MYND/AP Fulltrúar ríkisstjórna Bandaríkjanna og Frakklands héldu í gær áfram viðræðum bak við luktar dyr í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York um tillögu að ályktun öryggisráðs SÞ um það hvernig binda megi enda á átökin milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða í Líbanon. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, frestaði því í gær að hefja áformað sumarfrí sitt til að leggja sitt af mörkum til að koma á friði. Blair telur að næstu dagar ráði úrslitum fyrir samningu ályktunarinnar, að því er talsmaður hans sagði. Erindrekar innan öryggisráðs SÞ tjáðu AP-fréttastofunni að enn strandaði samkomulag á því hvort skyldi koma á undan, vopnahlé eða að senda fjölþjóðlegt friðargæslulið á vettvang. Frakkar vilja að öryggisráðið krefjist þess að tafarlaust verði bundinn endi á hin vopnuðu átök, og fyrst eftir að vopnin þögnuðu yrði friðargæslulið sent á vettvang. Bandaríkjamenn telja aftur á móti að eigi vopnin að þagna verði það að falla saman við aðrar aðgerðir til lausnar á deilunni, þar á meðal að gera út friðargæslulið. Bandaríkjamenn og Bretar hafa hingað til stutt Ísraela með því að standa gegn kröfum um tafarlaust vopnahlé, fyrr en mjög hefur dregið úr hernaðargetu Hizbollah. Ísraelsher hélt áfram loftárásum á meint vígi Hizbollah-liða víða í Líbanon í gær, brýr á aðalþjóðveginum norður frá Beirút voru sprengdar upp og síðasta meginsamgönguæðin til Sýrlands þar með rofin. Að minnsta kosti 28 landbúnaðarverkamenn létu lífið er ísraelskar herþotur létu sprengjum rigna á vöruhús nærri landamærum Líbanons og Sýrlands. Talsmenn Hizbollah sögðu skæruliða hafa fellt sex ísraelska hermenn í bardögum í landamæraþorpum í Suður-Líbanon. Hizbollah-liðar skutu vel á annað hundrað sprengiflaugum suður yfir landamærin. Ísraelsk arabafjölskylda lét lífið í einu húsinu sem flaugarnar lentu á. Erlent Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Sjá meira
Fulltrúar ríkisstjórna Bandaríkjanna og Frakklands héldu í gær áfram viðræðum bak við luktar dyr í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York um tillögu að ályktun öryggisráðs SÞ um það hvernig binda megi enda á átökin milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða í Líbanon. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, frestaði því í gær að hefja áformað sumarfrí sitt til að leggja sitt af mörkum til að koma á friði. Blair telur að næstu dagar ráði úrslitum fyrir samningu ályktunarinnar, að því er talsmaður hans sagði. Erindrekar innan öryggisráðs SÞ tjáðu AP-fréttastofunni að enn strandaði samkomulag á því hvort skyldi koma á undan, vopnahlé eða að senda fjölþjóðlegt friðargæslulið á vettvang. Frakkar vilja að öryggisráðið krefjist þess að tafarlaust verði bundinn endi á hin vopnuðu átök, og fyrst eftir að vopnin þögnuðu yrði friðargæslulið sent á vettvang. Bandaríkjamenn telja aftur á móti að eigi vopnin að þagna verði það að falla saman við aðrar aðgerðir til lausnar á deilunni, þar á meðal að gera út friðargæslulið. Bandaríkjamenn og Bretar hafa hingað til stutt Ísraela með því að standa gegn kröfum um tafarlaust vopnahlé, fyrr en mjög hefur dregið úr hernaðargetu Hizbollah. Ísraelsher hélt áfram loftárásum á meint vígi Hizbollah-liða víða í Líbanon í gær, brýr á aðalþjóðveginum norður frá Beirút voru sprengdar upp og síðasta meginsamgönguæðin til Sýrlands þar með rofin. Að minnsta kosti 28 landbúnaðarverkamenn létu lífið er ísraelskar herþotur létu sprengjum rigna á vöruhús nærri landamærum Líbanons og Sýrlands. Talsmenn Hizbollah sögðu skæruliða hafa fellt sex ísraelska hermenn í bardögum í landamæraþorpum í Suður-Líbanon. Hizbollah-liðar skutu vel á annað hundrað sprengiflaugum suður yfir landamærin. Ísraelsk arabafjölskylda lét lífið í einu húsinu sem flaugarnar lentu á.
Erlent Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Sjá meira