Ísraelski herinn ritskoðaði fréttir 28. júlí 2006 07:15 Eldflaug Hizbollah tekst á loft Samkvæmt ísraelskum lögum er fréttamönnum bannað að fjalla um hvar þessi eldflaug lenti, nema með samþykki ísraelska hersins. MYND/nordicphotos/afp Á dögunum barst Fréttablaðinu frétt frá alþjóðlegu fréttastofunni Associated Press um bardaga Ísraelsmanna og Hizbollah-liða við Bint Jbail. Fréttin var vandlega merkt sem "endurskoðuð af ritskoðanda ísraelska hersins" og hafði verið stytt frá fyrri útgáfu. Embætti sérstaks ritskoðanda stríðsfrétta hjá Ísraelsher hefur "forkunnarmikil völd" að sögn Sima Vaknin, sem gegnir þeirri stöðu nú um stundir. Í viðtali við AP segist Vaknin geta látið loka dagblöðum og sjónvarpsstöðum og sett á allsherjar stríðsfréttabann. Einnig er haft eftir henni að hún geti látið varpa blaðamönnum í fangelsi. "Ég get næstum allt," segir ritskoðandinn. Allir blaðamenn sem fylgjast beint með átökunum í Suður-Líbanon þurfa að undirrita samstarfssamning sem kveður meðal annars á um að ísraelski herinn megi ritskoða fréttaflutning þeirra. Talsmaður hersins segir að ritskoðunin snúi einkum að fréttum sem gætu skaðað öryggi borgara og hagsmuni hersins. Til að mynda sé bannað að segja frá því hvar eldflaugar Hizbollah lenda, í því sjónarmiði að auðvelda andstæðingnum ekki að miða betur. Andstæðingar ritskoðunarinnar segja þetta "fyrirslátt" og að virkt kerfi opinberrar ritskoðunar sé til marks um ólýðræðislegt stjórnarfar landsins; reglurnar séu reyndar ekki óeðlilegar sem slíkar, hið óeðlilega sé að þeim sé framfylgt. Fleiri þjóðir eru með svipaðar reglur á stríðstímum, þeirra á meðal Bandaríkin vegna fréttaflutnings frá Írak. Það mun þó vera tiltölulega fátítt að þeim sé framfylgt í slíkum mæli að fréttastofur eins og AP sjái ástæðu til að minnast á það sérstaklega, nema vegna myndbirtinga, til dæmis af líkkistum bandarískra hermanna. Erlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Sjá meira
Á dögunum barst Fréttablaðinu frétt frá alþjóðlegu fréttastofunni Associated Press um bardaga Ísraelsmanna og Hizbollah-liða við Bint Jbail. Fréttin var vandlega merkt sem "endurskoðuð af ritskoðanda ísraelska hersins" og hafði verið stytt frá fyrri útgáfu. Embætti sérstaks ritskoðanda stríðsfrétta hjá Ísraelsher hefur "forkunnarmikil völd" að sögn Sima Vaknin, sem gegnir þeirri stöðu nú um stundir. Í viðtali við AP segist Vaknin geta látið loka dagblöðum og sjónvarpsstöðum og sett á allsherjar stríðsfréttabann. Einnig er haft eftir henni að hún geti látið varpa blaðamönnum í fangelsi. "Ég get næstum allt," segir ritskoðandinn. Allir blaðamenn sem fylgjast beint með átökunum í Suður-Líbanon þurfa að undirrita samstarfssamning sem kveður meðal annars á um að ísraelski herinn megi ritskoða fréttaflutning þeirra. Talsmaður hersins segir að ritskoðunin snúi einkum að fréttum sem gætu skaðað öryggi borgara og hagsmuni hersins. Til að mynda sé bannað að segja frá því hvar eldflaugar Hizbollah lenda, í því sjónarmiði að auðvelda andstæðingnum ekki að miða betur. Andstæðingar ritskoðunarinnar segja þetta "fyrirslátt" og að virkt kerfi opinberrar ritskoðunar sé til marks um ólýðræðislegt stjórnarfar landsins; reglurnar séu reyndar ekki óeðlilegar sem slíkar, hið óeðlilega sé að þeim sé framfylgt. Fleiri þjóðir eru með svipaðar reglur á stríðstímum, þeirra á meðal Bandaríkin vegna fréttaflutnings frá Írak. Það mun þó vera tiltölulega fátítt að þeim sé framfylgt í slíkum mæli að fréttastofur eins og AP sjái ástæðu til að minnast á það sérstaklega, nema vegna myndbirtinga, til dæmis af líkkistum bandarískra hermanna.
Erlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Sjá meira