Fimm þúsund bílar sukku 26. júlí 2006 06:45 Sökkvandi flutningaskip Nærri fimm þúsund bifreiðar voru um borð í skipinu þegar skipverjarnir yfirgáfu það. MYND/AP Tuttugu og þriggja manna áhöfn var í gær bjargað um borð í þyrlur af sökkvandi flutningaskipi skammt frá Aleuteyjum, suður af Alaska. Um borð í skipinu eru fimm þúsund nýjar bifreiðar sem átti að flytja frá Japan til Kanada. „Þetta er eins og gríðarstórt bílastæði að innan,“ sagði Richard Reichenbach, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar sem kom skipverjunum til bjargar. „Ég held að það versta sem hefði getað gerst væri að bílarnir losnuðu og færu að hlaðast hver ofan á annan.“ Skipið heitir Cougar Ace, er skráð í Singapúr en útgerðin er í eigu Japana. Seint á sunnudagskvöld byrjaði skipið að hallast á bakborða. Skipverjarnir sendu strax út neyðarkall, en næsta skip bandarísku strandgæslunnar var í sólarhrings siglingarfjarlægð. Á mánudaginn kom flugvél á staðinn en þá var skipið nærri komið á hliðina. Hallinn var orðinn áttatíu gráður. Þremur björgunarbátum var varpað úr flugvélinni, en þeir sukku áður en áhöfninni tókst að ná í þá. Fjórða björgunarbátnum var einnig varpað niður, en hann eyðilagðist í fallinu. Í gær tókst loks að bjarga áhöfninni um borð í þrjár þyrlur og var flogið með hana norður til Adak-eyju, þar sem íbúar færðu þeim hlý föt, teppi, mat og kaffi. Erlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Tuttugu og þriggja manna áhöfn var í gær bjargað um borð í þyrlur af sökkvandi flutningaskipi skammt frá Aleuteyjum, suður af Alaska. Um borð í skipinu eru fimm þúsund nýjar bifreiðar sem átti að flytja frá Japan til Kanada. „Þetta er eins og gríðarstórt bílastæði að innan,“ sagði Richard Reichenbach, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar sem kom skipverjunum til bjargar. „Ég held að það versta sem hefði getað gerst væri að bílarnir losnuðu og færu að hlaðast hver ofan á annan.“ Skipið heitir Cougar Ace, er skráð í Singapúr en útgerðin er í eigu Japana. Seint á sunnudagskvöld byrjaði skipið að hallast á bakborða. Skipverjarnir sendu strax út neyðarkall, en næsta skip bandarísku strandgæslunnar var í sólarhrings siglingarfjarlægð. Á mánudaginn kom flugvél á staðinn en þá var skipið nærri komið á hliðina. Hallinn var orðinn áttatíu gráður. Þremur björgunarbátum var varpað úr flugvélinni, en þeir sukku áður en áhöfninni tókst að ná í þá. Fjórða björgunarbátnum var einnig varpað niður, en hann eyðilagðist í fallinu. Í gær tókst loks að bjarga áhöfninni um borð í þrjár þyrlur og var flogið með hana norður til Adak-eyju, þar sem íbúar færðu þeim hlý föt, teppi, mat og kaffi.
Erlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira