Valið stendur á milli krónu og ESB-aðildar 26. júlí 2006 06:00 Hafliði Helgason skrifar Að mati nýrrar skýrslu Viðskiptaráðs, Krónan og atvinnulífið, sem kemur út í dag eru aðeins tveir raunhæfir kostir í skipan gengismála til framtíðar. Annar er núverandi fyrirkomulag með fljótandi krónu í opnu hagkerfi. Hinn er upptaka evru með fullri aðild að myntbandalagi Evrópu og þar með inngöngu í Evrópusambandið. Í skýrslunni er lögð rík áhersla á það að skipan gengismála leysi ekki þann hagstjórnarvanda sem við er að glíma í dag. Þvert á móti sé aukin samræming og ábyrg hagstjórn forsenda þess að þjóðin hafi raunverulegt val um hver lögeyrir þjóðarinnar verði þegar til framtíðar sé horft. Stór hópur fólks kom að gerð skýrslunnar. Erlendur Hjaltason, formaður stjórnar Viðskiptaráðs Íslands, segir það hafa verið metnaðarmál að breiður hópur kæmi að gerð skýrslunnar. "Það sem við vildum fá fram er að góð umræða um krónuna og gjaldeyrismálin og hvaða kostir eru í stöðunni fyrir Ísland og Íslendinga skapaðist. Við hlaupum ekki að niðurstöðu, heldur viljum við fá vel mótaða umræðu um efnið." Ólafur Ísleifsson, lektor við HR, fór fyrir hópnum og skrifaði skýrsluna ásamt Halldóri Benjamín Þorbergssyni, hagfræðingi Viðskiptaráðs. Í skýrslunni er farið gaumgæfilega yfir reynsluna af krónunni undanfarin ár og hvernig til hefur tekist í stjórn peningamála og hagstjórn almennt. Ólafur segir ýmislegt hindra að miðlun peningastefnunnar hafi náð fram að ganga sem skyldi. Í skýrslunni er einnig kallað eftir fastari tökum í ríkisfjármálum og aukinni samræmingu í hagstjórn. Sjónum er þar meðal annars beint að sveitarfélögunum en fjármunir sem fara um hendur þeirra hafa vaxið undanfarin ár. "Hagstjórnarlegri ábyrgð sem því fylgir hefur kannski ekki verið nægjanlega mikill gaumur gefinn. Við sýnum fram á þráfelldan og allt að því stórfelldan hallarekstur á ýmsum mikilvægum sveitarfélögum," segir Ólafur. Í skýrslunni er lögð rík áhersla á að evra leysi ekki þann vanda sem hagstjórn á Íslandi glímir við um þessar mundir. "Til þess að Íslendingar geti átt raunhæft val milli þessara tveggja kosta þarf skipan og stjórn efnahagsmála að vera með þeim hætti að hún sé til þess fallin að stuðla hér að jafnvægi. Fram hjá því verður ekki komist ef menn ætla að eiga þetta val. Það er von okkar að í þessari skýrslu sé tekið saman efni sem sé til þess fallið að stuðla að málefnalegri, faglegri og uppbyggilegri umræðu um framtíðarskipan gjaldeyrismála hér á landi." Sjá nánar úttekt í miðopnu Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Hafliði Helgason skrifar Að mati nýrrar skýrslu Viðskiptaráðs, Krónan og atvinnulífið, sem kemur út í dag eru aðeins tveir raunhæfir kostir í skipan gengismála til framtíðar. Annar er núverandi fyrirkomulag með fljótandi krónu í opnu hagkerfi. Hinn er upptaka evru með fullri aðild að myntbandalagi Evrópu og þar með inngöngu í Evrópusambandið. Í skýrslunni er lögð rík áhersla á það að skipan gengismála leysi ekki þann hagstjórnarvanda sem við er að glíma í dag. Þvert á móti sé aukin samræming og ábyrg hagstjórn forsenda þess að þjóðin hafi raunverulegt val um hver lögeyrir þjóðarinnar verði þegar til framtíðar sé horft. Stór hópur fólks kom að gerð skýrslunnar. Erlendur Hjaltason, formaður stjórnar Viðskiptaráðs Íslands, segir það hafa verið metnaðarmál að breiður hópur kæmi að gerð skýrslunnar. "Það sem við vildum fá fram er að góð umræða um krónuna og gjaldeyrismálin og hvaða kostir eru í stöðunni fyrir Ísland og Íslendinga skapaðist. Við hlaupum ekki að niðurstöðu, heldur viljum við fá vel mótaða umræðu um efnið." Ólafur Ísleifsson, lektor við HR, fór fyrir hópnum og skrifaði skýrsluna ásamt Halldóri Benjamín Þorbergssyni, hagfræðingi Viðskiptaráðs. Í skýrslunni er farið gaumgæfilega yfir reynsluna af krónunni undanfarin ár og hvernig til hefur tekist í stjórn peningamála og hagstjórn almennt. Ólafur segir ýmislegt hindra að miðlun peningastefnunnar hafi náð fram að ganga sem skyldi. Í skýrslunni er einnig kallað eftir fastari tökum í ríkisfjármálum og aukinni samræmingu í hagstjórn. Sjónum er þar meðal annars beint að sveitarfélögunum en fjármunir sem fara um hendur þeirra hafa vaxið undanfarin ár. "Hagstjórnarlegri ábyrgð sem því fylgir hefur kannski ekki verið nægjanlega mikill gaumur gefinn. Við sýnum fram á þráfelldan og allt að því stórfelldan hallarekstur á ýmsum mikilvægum sveitarfélögum," segir Ólafur. Í skýrslunni er lögð rík áhersla á að evra leysi ekki þann vanda sem hagstjórn á Íslandi glímir við um þessar mundir. "Til þess að Íslendingar geti átt raunhæft val milli þessara tveggja kosta þarf skipan og stjórn efnahagsmála að vera með þeim hætti að hún sé til þess fallin að stuðla hér að jafnvægi. Fram hjá því verður ekki komist ef menn ætla að eiga þetta val. Það er von okkar að í þessari skýrslu sé tekið saman efni sem sé til þess fallið að stuðla að málefnalegri, faglegri og uppbyggilegri umræðu um framtíðarskipan gjaldeyrismála hér á landi." Sjá nánar úttekt í miðopnu
Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira