Árásir Ísraela fordæmdar 24. júlí 2006 07:45 jan egeland Aðgerðir Ísraelsmanna eru ekki í samræmi við þann skaða sem þeir hafa orðið fyrir og skemmdir á mannvirkjum í Beirút eru hryllilegar, er haft eftir Jan Egeland, yfirmanni neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, en hann telur að um mannréttindabrot sé að ræða. Egeland kom til Beirút í gær skömmu eftir eina loftárás Ísraelsmanna og hafði orð á því að eyðilegging borgarinnar væri mun víðtækari en hann hefði grunað. "Þetta er hryllilegt," sagði Egeland. "Hér sé ég fjölda heimilislausra barna sem þjást. Í þessu stríði greiða almennir borgarar óhóflegt gjald. Ég hefði ekki trúað því að húsaröð á húsaröð ofan hefði verið jöfnuð við jörðu." Hann bætti við að "óhófleg viðbrögð Ísraelsmanna" væru brot á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Í Líbanon hafa nú um 600.000 almennir borgarar flúið heimili sín, samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Um 380 hafa látið lífið í stófelldri tólf daga langri sprengjuárás Ísraelshers, þar af ellefu skæruliðar Hizbollah. Til samanburðar má nefna að alls hafa 36 ísraelskir borgarar látist og voru sautján þeirra hermenn. Ísraelskar herþotur drápu þrjá flóttamenn þegar þær sprengdu sendiferðabíl í loft upp í gær. Þrettán aðrir farþegar særðust en komust lífs af. Sendiferðabíllinn var aftastur í langri bílalest flóttamanna sem var á leið gegnum fjalllendi til Tyreborgar. Ísraelsher hafði skipað þeim og íbúum tólf annarra þorpa að flýja heimili sín daginn áður. Ísraelski herinn ætlar að leyfa skipum með neyðarvistir að koma að landi í Beirút og hefur heitið því að gera ekki árásir á veg milli Beirút og Trípólí og auðvelda þannig för flóttamanna norður á bóginn. Herinn hefur ekki skilgreint samsvarandi örugga flóttaleið í Suður-Líbanon, þar sem neyðin er mest og vegirnir háskalegastir. Erlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fleiri fréttir Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Sjá meira
Aðgerðir Ísraelsmanna eru ekki í samræmi við þann skaða sem þeir hafa orðið fyrir og skemmdir á mannvirkjum í Beirút eru hryllilegar, er haft eftir Jan Egeland, yfirmanni neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, en hann telur að um mannréttindabrot sé að ræða. Egeland kom til Beirút í gær skömmu eftir eina loftárás Ísraelsmanna og hafði orð á því að eyðilegging borgarinnar væri mun víðtækari en hann hefði grunað. "Þetta er hryllilegt," sagði Egeland. "Hér sé ég fjölda heimilislausra barna sem þjást. Í þessu stríði greiða almennir borgarar óhóflegt gjald. Ég hefði ekki trúað því að húsaröð á húsaröð ofan hefði verið jöfnuð við jörðu." Hann bætti við að "óhófleg viðbrögð Ísraelsmanna" væru brot á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Í Líbanon hafa nú um 600.000 almennir borgarar flúið heimili sín, samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Um 380 hafa látið lífið í stófelldri tólf daga langri sprengjuárás Ísraelshers, þar af ellefu skæruliðar Hizbollah. Til samanburðar má nefna að alls hafa 36 ísraelskir borgarar látist og voru sautján þeirra hermenn. Ísraelskar herþotur drápu þrjá flóttamenn þegar þær sprengdu sendiferðabíl í loft upp í gær. Þrettán aðrir farþegar særðust en komust lífs af. Sendiferðabíllinn var aftastur í langri bílalest flóttamanna sem var á leið gegnum fjalllendi til Tyreborgar. Ísraelsher hafði skipað þeim og íbúum tólf annarra þorpa að flýja heimili sín daginn áður. Ísraelski herinn ætlar að leyfa skipum með neyðarvistir að koma að landi í Beirút og hefur heitið því að gera ekki árásir á veg milli Beirút og Trípólí og auðvelda þannig för flóttamanna norður á bóginn. Herinn hefur ekki skilgreint samsvarandi örugga flóttaleið í Suður-Líbanon, þar sem neyðin er mest og vegirnir háskalegastir.
Erlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fleiri fréttir Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Sjá meira