Aukið valfrelsi, aukin ábyrgð 24. júlí 2006 06:00 Tillögur starfsnámsnefndar um breytta tilhögun framhaldsskólanáms fela í sér að skólarnir fá aukið frelsi til mótunar náms en jafnframt aukna ábyrgð. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verður framhaldsskólum gert kleift að bjóða nám sem miðast við þarfir og lokamarkmið nemenda með hliðsjón af kröfum næsta skólastigs og/eða atvinnulífs. Með því að falla frá þeirri aðgreiningu sem nú tíðkast á bóknámi og starfsnámi væri jafnframt stigið mikilvægt skref í þá átt að gera starfsnám að fýsilegri valkosti þegar ákvörðun er tekin um nám í framhaldsskóla. Að sama skapi væri nemendum auðveldað að skipta um námsbraut eftir að nám er hafið þar sem kjarninn væri alls staðar hinn sami og teknar einingar nýttust á nýrri braut. Ég hef lagt áherslu á að það sé inntak náms er mestu máli skiptir en ekki árafjöldi. Að sjálfsögðu er eðlilegt að gera nemendum kleift að ljúka framhaldsskóla á sama aldri og nemendur í þeim ríkjum sem við berum okkur saman við en það er líka jafnsjálfsagt að nemendur og skólar geti valið önnur mörk námstíma. Mikilvægt er að með auknu valfrelsi og sveigjanleika verði komið til móts við þarfir og markmið sem flestra. Samkvæmt tillögum starfsnámsnefndar munu nemendur í framhaldsskólum einfaldlega ljúka námi á þeim tíma sem nauðsynlegur er til að ná settum markmiðum í samræmi við eigin áhuga og kröfur. Þannig mun lengd náms til stúdentsprófs ráðast af framboði náms í hverjum skóla fyrir sig, innra skipulagi skóla og vali viðkomandi nemanda. Líta verður á skólagöngu ungmenna sem eina heild, allt frá því að nám í grunnskóla hefst þar til viðkomandi einstaklingur lýkur námi. Á undanförnum áratug hefur fjöldi nemenda í háskólum landsins tvöfaldast og æ algengara er að námsferli ljúki með háskólaprófi. Þessi framvinda speglar breytingar á þjóðfélaginu og alþjóðlegu umhverfi. Markmið okkar á að vera að íslenskum ungmennum bjóðist fjölbreyttir menntunarmöguleikar sem gera þá að upplýstum og þroskuðum þjóðfélagsþegnum og veita þeim sem flest tækifæri í atvinnulífi framtíðarinnar. Á grundvelli tíu skrefa samkomulagsins milli Kennarasambands Íslands og mín er nú verið að vinna mikið starf sem miðar að því að efla íslenskt skólakerfi. Þar er verið að skoða marga mikilvæga þætti og má nefna sem dæmi eflingu íslenskrar kennaramenntunar. Í vinnu starfsnámsnefndar var leitast eftir því að ná breiðri samstöðu um hvaða leiðir væru skynsamlegar til að efla framhaldsskólann og auka aðsókn að starfsnámi. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar helstu hagsmunaaðila, s.s. framhaldsskólanna, Kennarasambandsins, launþega, atvinnulífs og þingmenn úr jafnt stjórn sem stjórnarandstöðu. Þau viðbrögð sem tillögur nefndarinnar hafa fengið vekja vonir um að unnt verði að sætta mismunandi sjónarmið á grundvelli þeirra enda verði rammi nýja framhaldsskólans nægjanlega víður til að ólík viðhorf njóti sín og fjölbreytilegar hugmyndir fái svigrúm til að sanna ágæti sitt. Það er eðlilegt að skiptar skoðanir séu um hvaða leiðir beri að fara við breytingar á menntakerfinu enda miklir hagsmunir í húfi, sem er menntun barnanna okkar. Menntakerfið verður hins vegar að vera í stöðugri þróun og taka mið af breyttum aðstæðum og þörfum í samfélaginu. Með tillögum starfsnámsnefndar og því starfi sem nú á sér stað undir merkjum tíu skrefa samkomulagsins er vonandi að víðtæk samstaða náist um áframhaldandi þróun og eflingu íslenska skólakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Tillögur starfsnámsnefndar um breytta tilhögun framhaldsskólanáms fela í sér að skólarnir fá aukið frelsi til mótunar náms en jafnframt aukna ábyrgð. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verður framhaldsskólum gert kleift að bjóða nám sem miðast við þarfir og lokamarkmið nemenda með hliðsjón af kröfum næsta skólastigs og/eða atvinnulífs. Með því að falla frá þeirri aðgreiningu sem nú tíðkast á bóknámi og starfsnámi væri jafnframt stigið mikilvægt skref í þá átt að gera starfsnám að fýsilegri valkosti þegar ákvörðun er tekin um nám í framhaldsskóla. Að sama skapi væri nemendum auðveldað að skipta um námsbraut eftir að nám er hafið þar sem kjarninn væri alls staðar hinn sami og teknar einingar nýttust á nýrri braut. Ég hef lagt áherslu á að það sé inntak náms er mestu máli skiptir en ekki árafjöldi. Að sjálfsögðu er eðlilegt að gera nemendum kleift að ljúka framhaldsskóla á sama aldri og nemendur í þeim ríkjum sem við berum okkur saman við en það er líka jafnsjálfsagt að nemendur og skólar geti valið önnur mörk námstíma. Mikilvægt er að með auknu valfrelsi og sveigjanleika verði komið til móts við þarfir og markmið sem flestra. Samkvæmt tillögum starfsnámsnefndar munu nemendur í framhaldsskólum einfaldlega ljúka námi á þeim tíma sem nauðsynlegur er til að ná settum markmiðum í samræmi við eigin áhuga og kröfur. Þannig mun lengd náms til stúdentsprófs ráðast af framboði náms í hverjum skóla fyrir sig, innra skipulagi skóla og vali viðkomandi nemanda. Líta verður á skólagöngu ungmenna sem eina heild, allt frá því að nám í grunnskóla hefst þar til viðkomandi einstaklingur lýkur námi. Á undanförnum áratug hefur fjöldi nemenda í háskólum landsins tvöfaldast og æ algengara er að námsferli ljúki með háskólaprófi. Þessi framvinda speglar breytingar á þjóðfélaginu og alþjóðlegu umhverfi. Markmið okkar á að vera að íslenskum ungmennum bjóðist fjölbreyttir menntunarmöguleikar sem gera þá að upplýstum og þroskuðum þjóðfélagsþegnum og veita þeim sem flest tækifæri í atvinnulífi framtíðarinnar. Á grundvelli tíu skrefa samkomulagsins milli Kennarasambands Íslands og mín er nú verið að vinna mikið starf sem miðar að því að efla íslenskt skólakerfi. Þar er verið að skoða marga mikilvæga þætti og má nefna sem dæmi eflingu íslenskrar kennaramenntunar. Í vinnu starfsnámsnefndar var leitast eftir því að ná breiðri samstöðu um hvaða leiðir væru skynsamlegar til að efla framhaldsskólann og auka aðsókn að starfsnámi. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar helstu hagsmunaaðila, s.s. framhaldsskólanna, Kennarasambandsins, launþega, atvinnulífs og þingmenn úr jafnt stjórn sem stjórnarandstöðu. Þau viðbrögð sem tillögur nefndarinnar hafa fengið vekja vonir um að unnt verði að sætta mismunandi sjónarmið á grundvelli þeirra enda verði rammi nýja framhaldsskólans nægjanlega víður til að ólík viðhorf njóti sín og fjölbreytilegar hugmyndir fái svigrúm til að sanna ágæti sitt. Það er eðlilegt að skiptar skoðanir séu um hvaða leiðir beri að fara við breytingar á menntakerfinu enda miklir hagsmunir í húfi, sem er menntun barnanna okkar. Menntakerfið verður hins vegar að vera í stöðugri þróun og taka mið af breyttum aðstæðum og þörfum í samfélaginu. Með tillögum starfsnámsnefndar og því starfi sem nú á sér stað undir merkjum tíu skrefa samkomulagsins er vonandi að víðtæk samstaða náist um áframhaldandi þróun og eflingu íslenska skólakerfisins.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun