Tala þeirra sem létust í flóðbylgjunni sem reið yfir Jövu á Indónesíu á mánudag er komin yfir 340 og vara yfirvöld við því að fleiri muni líklega finnast látnir á næstu dögum. Meðal hinna látnu var sænskur karlmaður, en tvö sænsk börn fundust á lífi í gær.
Skemmdirnar eru gríðarlegar og hafa þúsundir misst heimili sín. Flóðbylgjuvarnakerfi er ekki til staðar á Jövu og því voru íbúar alls óviðbúnir. Flóðbylgjan kom um klukkutíma eftir að jarðskjálfti sem mældist 7,7 á Richter reið yfir.