Afkoma Straums Burðaráss vel yfir spám 19. júlí 2006 08:30 Hafliði Helgason skrifar Hagnaður Straums Burðaráss fjárfestingarbanka eftir skatta á öðrum ársfjórðungi nam 307 milljónum króna. Afkoman er mun betri en spár bankanna gerðu ráð fyrir en allir spáðu þeir tapi á rekstri Straums á ársfjórðungnum á bilinu 1,4 til 3,1 milljarðs króna. Hagnaður annars ársfjórðungs í fyrra nam þremur milljörðum en nítján á þeim fyrsta. Straumur hefur verið umsvifamikill á innlendum markaði og á Norðurlöndunum, en hlutabréfamarkaðir hér og á Norðurlöndum hafa gáfu lítið af sér á fjórðungnum. Friðrik Jóhannsson sem nýverið tók við stjórn bankans segir uppgjörið gott. "Það er ánægjulegt að sjá hagnað á fjórðungnum þrátt fyrir skarpa lækkun á helstu mörkuðum." Hann segir þetta staðfestingu á stefnu bankans að leggja áherslu á að efla aðra tekjustofna en gengishagnað hlutabréfa. "Vaxta- og þóknunartekjur eru rúmir 5,3 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins sem er fjórfaldur rekstrarkostnaður bankans á tímabilinu." Greiningardeild KB banka velti vöngum yfir því hvort viðskiptavild vegna sameiningar Straums og Burðaráss yrðir afskrifuð, en Friðrik segir ekki um slíka afskrift að ræða í uppgjörinu. Gera má ráð fyrir að viðskiptavildin sé metin þannig að við sameiningu sé bankinn í stakk búinn til takast á við stærri og viðameiri verkefni. Ljóst er að bankinn er mjög sterkur með ríflega 128 milljarða í eigin fé og eiginfjárhlutfall á CAD grunni er 31,7% sem gefur svigrúm til töluverðrar lánastarfsemi til viðbótar. "Það er ljóst að staða bankans er sterk." Milli fyrsta og annars ársfjórðungs drógust fjárfestingartekjur verulega saman. Liðurinn aðrar fjárfestingartekjur gaf rúma sautján milljarða af sér á fyrsta ársfjórðungi en afkoman af þeirri starfsemi var neikvæð um fimm milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur námu tæpum 1.400 milljónum á öðrum ársfjórðungi samanborið við tæpar fimm hundruð á þeim fyrsta. Straumur hagnaðist á veikingu krónunnar bæði á fyrsta og öðrum ársfjórðungi. Viðskipti Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Hafliði Helgason skrifar Hagnaður Straums Burðaráss fjárfestingarbanka eftir skatta á öðrum ársfjórðungi nam 307 milljónum króna. Afkoman er mun betri en spár bankanna gerðu ráð fyrir en allir spáðu þeir tapi á rekstri Straums á ársfjórðungnum á bilinu 1,4 til 3,1 milljarðs króna. Hagnaður annars ársfjórðungs í fyrra nam þremur milljörðum en nítján á þeim fyrsta. Straumur hefur verið umsvifamikill á innlendum markaði og á Norðurlöndunum, en hlutabréfamarkaðir hér og á Norðurlöndum hafa gáfu lítið af sér á fjórðungnum. Friðrik Jóhannsson sem nýverið tók við stjórn bankans segir uppgjörið gott. "Það er ánægjulegt að sjá hagnað á fjórðungnum þrátt fyrir skarpa lækkun á helstu mörkuðum." Hann segir þetta staðfestingu á stefnu bankans að leggja áherslu á að efla aðra tekjustofna en gengishagnað hlutabréfa. "Vaxta- og þóknunartekjur eru rúmir 5,3 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins sem er fjórfaldur rekstrarkostnaður bankans á tímabilinu." Greiningardeild KB banka velti vöngum yfir því hvort viðskiptavild vegna sameiningar Straums og Burðaráss yrðir afskrifuð, en Friðrik segir ekki um slíka afskrift að ræða í uppgjörinu. Gera má ráð fyrir að viðskiptavildin sé metin þannig að við sameiningu sé bankinn í stakk búinn til takast á við stærri og viðameiri verkefni. Ljóst er að bankinn er mjög sterkur með ríflega 128 milljarða í eigin fé og eiginfjárhlutfall á CAD grunni er 31,7% sem gefur svigrúm til töluverðrar lánastarfsemi til viðbótar. "Það er ljóst að staða bankans er sterk." Milli fyrsta og annars ársfjórðungs drógust fjárfestingartekjur verulega saman. Liðurinn aðrar fjárfestingartekjur gaf rúma sautján milljarða af sér á fyrsta ársfjórðungi en afkoman af þeirri starfsemi var neikvæð um fimm milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur námu tæpum 1.400 milljónum á öðrum ársfjórðungi samanborið við tæpar fimm hundruð á þeim fyrsta. Straumur hagnaðist á veikingu krónunnar bæði á fyrsta og öðrum ársfjórðungi.
Viðskipti Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira