Bandaríska þingið á leik 14. júlí 2006 07:15 Trufluðu fund þingnefndar Lögreglumenn spjalla við tvær konur sem mættu á fund dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á þriðjudag og drógu þar mótmælaspjöld upp úr pússi sínu. MYND/AP Bandaríska þingið á næsta skrefið í því að ákveða örlög fanganna í fangelsi bandaríska hersins í Guantanamo á Kúbu. Bandaríkjastjórn fór í vikunni fram á það að þingið samþykkti lög, sem gæfu möguleika á því að mál fanganna kæmu til kasta bandarískra dómara. Málið er þó umdeilt á þinginu og óvíst hver niðurstaðan verður. Sumir repúblikanar eru sammála demókrötum um að betra sé að fela venjulegum herdómstólum að dæma í málum fanganna. Áður höfðu verið skipaðar sérstakar dómnefndir á vegum hersins til þess að fjalla um hvert mál þangað til nú nýverið þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að það fyrirkomulag stangaðist bæði á við bandarísk lög og Genfarsáttmálana. Bandaríkjastjórn hefur túlkað dóm Hæstaréttar þannig, að hann nái ekki eingöngu til réttarhaldanna yfir föngunum heldur til meðferðar þeirra í fangelsinu líka. Þannig staðfesti talsmaður Bandaríkjastjórnar það á þriðjudag að fangarnir á Kúbu fengju öll réttindi sem Genfarsáttmálarnir veita. Þetta er veruleg stefnubreyting af hálfu Bandaríkjastjórnar, vegna þess að hún hefur staðið á því fastara en fótunum að fangarnir á Kúbu geti ekki talist hermenn í formlegum skilningi þess orðs, og eigi því ekki að neinu leyti að njóta réttarstöðu hermanna. Gordon England, sem er einn af aðstoðarvarnarmálaráðherrum Bandaríkjanna, sendi einnig í vikunni frá sér minnisblað þar sem hann tekur af allan vafa um það að bandaríska hernum beri að umgangast fangana eins og stríðsfanga, sem þýðir að óheimilt er að beita þá hvers konar auðmýkjandi meðferð. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fagnaði í gær þessari ákvörðun Bandaríkjastjórnar að veita föngunum á Kúbu réttarstöðu stríðsfanga samkvæmt Genfarsáttmálunum. George W. Bush Bandaríkjaforseti er nú staddur í Þýskalandi, þar sem hann er í heimsókn hjá Angelu Merkel kanslara. Hún hefur hvatt Bush til þess að loka fangabúðunum við Guantanamo sem fyrst. Erlent Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Bandaríska þingið á næsta skrefið í því að ákveða örlög fanganna í fangelsi bandaríska hersins í Guantanamo á Kúbu. Bandaríkjastjórn fór í vikunni fram á það að þingið samþykkti lög, sem gæfu möguleika á því að mál fanganna kæmu til kasta bandarískra dómara. Málið er þó umdeilt á þinginu og óvíst hver niðurstaðan verður. Sumir repúblikanar eru sammála demókrötum um að betra sé að fela venjulegum herdómstólum að dæma í málum fanganna. Áður höfðu verið skipaðar sérstakar dómnefndir á vegum hersins til þess að fjalla um hvert mál þangað til nú nýverið þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að það fyrirkomulag stangaðist bæði á við bandarísk lög og Genfarsáttmálana. Bandaríkjastjórn hefur túlkað dóm Hæstaréttar þannig, að hann nái ekki eingöngu til réttarhaldanna yfir föngunum heldur til meðferðar þeirra í fangelsinu líka. Þannig staðfesti talsmaður Bandaríkjastjórnar það á þriðjudag að fangarnir á Kúbu fengju öll réttindi sem Genfarsáttmálarnir veita. Þetta er veruleg stefnubreyting af hálfu Bandaríkjastjórnar, vegna þess að hún hefur staðið á því fastara en fótunum að fangarnir á Kúbu geti ekki talist hermenn í formlegum skilningi þess orðs, og eigi því ekki að neinu leyti að njóta réttarstöðu hermanna. Gordon England, sem er einn af aðstoðarvarnarmálaráðherrum Bandaríkjanna, sendi einnig í vikunni frá sér minnisblað þar sem hann tekur af allan vafa um það að bandaríska hernum beri að umgangast fangana eins og stríðsfanga, sem þýðir að óheimilt er að beita þá hvers konar auðmýkjandi meðferð. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fagnaði í gær þessari ákvörðun Bandaríkjastjórnar að veita föngunum á Kúbu réttarstöðu stríðsfanga samkvæmt Genfarsáttmálunum. George W. Bush Bandaríkjaforseti er nú staddur í Þýskalandi, þar sem hann er í heimsókn hjá Angelu Merkel kanslara. Hún hefur hvatt Bush til þess að loka fangabúðunum við Guantanamo sem fyrst.
Erlent Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira