Fór óvænt til Afganistans 12. júlí 2006 06:00 Hamid Karzai fylgist grannt með þegar Rumsfeld útskýrir málin. MYND/AP Donald Rumsfeld, varaforseti Bandaríkjanna, brá sér í óvænta heimsókn til Afganistans í gær og hitti þar Hamid Karzai forseta að máli. Á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra sagðist Rumsfeld sannfærður um að sigur myndi vinnast á vopnuðum sveitum talibana í suðurhluta landsins þrátt fyrir mikla herflutninga yfir landamæri Afganistans og Pakistans. Einnig sagði hann nauðsynlegt að Evrópuríki veittu Afgönum meiri aðstoð við að berjast gegn fíkniefnaframleiðslu í landinu, en þaðan flæðir heróín í stríðum straumum til Evrópu og Rússlands. Fíkniefnaframleiðsla hefur blómstrað í Afganistan þrátt fyrir tilraunir til þess að draga úr henni. Rumsfeld fagnaði því sérstaklega að NATÓ-ríkin tækju að sér stærra hlutverk í Afganistan, sérstaklega til þess að berjast gegn liðsafla talibana í suðurhluta landsins. Á þessum sama blaðamannafundi sagði Karzai að lögreglulið landsins væri veikburða, sérstaklega meðfram landamærum Pakistans, og þess vegna hafi starfsemi herskárra hópa eflst. Talibanar, sem fyrir innrás Bandaríkjanna árið 2001 höfðu náð nánast öllu landinu á sitt vald, hafa haft sig töluvert í frammi í suður- og austurhluta landsins síðustu mánuði, og virðast hafa haft stuðning bæði frá erlendum málaliðum og vopnuðum hópum á vegum ópíumframleiðenda. Undanfarinn mánuð hafa til dæmis sex Bretar farist í átökum við hina herskáu hópa. Bresk stjórnvöld hafa af þeim sökum ákveðið að senda 900 hermenn til suðurhluta Afganistans í viðbót við 3.600 manna herlið sitt þar. Margir Afganar, þar á meðal Karzai forseti, hafa sakað nágrannaríkið Pakistan og forseta þess, Pervez Musharraf, um að hafa gert lítið sem ekkert til að hindra vopnaða hópa í því að herja á Afganistan frá bækistöðvum sínum handan landamæranna í Pakistan. Musharraf segir þær ásakanir tóma vitleysu, Pakistan hafi þvert á móti sent 90 þúsund hermenn til landamæranna gagngert til þess að stöðva stuðningsmenn talibana þar. Erlent Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Sjá meira
Donald Rumsfeld, varaforseti Bandaríkjanna, brá sér í óvænta heimsókn til Afganistans í gær og hitti þar Hamid Karzai forseta að máli. Á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra sagðist Rumsfeld sannfærður um að sigur myndi vinnast á vopnuðum sveitum talibana í suðurhluta landsins þrátt fyrir mikla herflutninga yfir landamæri Afganistans og Pakistans. Einnig sagði hann nauðsynlegt að Evrópuríki veittu Afgönum meiri aðstoð við að berjast gegn fíkniefnaframleiðslu í landinu, en þaðan flæðir heróín í stríðum straumum til Evrópu og Rússlands. Fíkniefnaframleiðsla hefur blómstrað í Afganistan þrátt fyrir tilraunir til þess að draga úr henni. Rumsfeld fagnaði því sérstaklega að NATÓ-ríkin tækju að sér stærra hlutverk í Afganistan, sérstaklega til þess að berjast gegn liðsafla talibana í suðurhluta landsins. Á þessum sama blaðamannafundi sagði Karzai að lögreglulið landsins væri veikburða, sérstaklega meðfram landamærum Pakistans, og þess vegna hafi starfsemi herskárra hópa eflst. Talibanar, sem fyrir innrás Bandaríkjanna árið 2001 höfðu náð nánast öllu landinu á sitt vald, hafa haft sig töluvert í frammi í suður- og austurhluta landsins síðustu mánuði, og virðast hafa haft stuðning bæði frá erlendum málaliðum og vopnuðum hópum á vegum ópíumframleiðenda. Undanfarinn mánuð hafa til dæmis sex Bretar farist í átökum við hina herskáu hópa. Bresk stjórnvöld hafa af þeim sökum ákveðið að senda 900 hermenn til suðurhluta Afganistans í viðbót við 3.600 manna herlið sitt þar. Margir Afganar, þar á meðal Karzai forseti, hafa sakað nágrannaríkið Pakistan og forseta þess, Pervez Musharraf, um að hafa gert lítið sem ekkert til að hindra vopnaða hópa í því að herja á Afganistan frá bækistöðvum sínum handan landamæranna í Pakistan. Musharraf segir þær ásakanir tóma vitleysu, Pakistan hafi þvert á móti sent 90 þúsund hermenn til landamæranna gagngert til þess að stöðva stuðningsmenn talibana þar.
Erlent Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Sjá meira