Fjölskyldan stolt af Magna 8. júlí 2006 00:01 Magni Ég er auðvitað ótrúlega stolt af honum, segir Eyrún Huld Haraldsdóttir, unnusta Magna Ásgeirssonar, sem er kominn áfram í bandaríska raunveruleikaþættinum Rockstar: Supernova. Hann stóð sig náttúrlega eins og hetja. Það er áreiðanlega ekki auðvelt að standa fyrir framan tugi þúsunda áhorfenda og syngja. Þar að auki er hann eini Íslendingurinn og eini Evrópubúinn svo það hlýtur að vera svolítið erfitt að falla inn í hópinn. Ég held að hann hafi bara leyst þetta mjög vel af hendi. Eyrún Huld hefur ekkert heyrt í Magna síðan daginn fyrir fyrstu útsendingu. Þá var hann bara hress, segir Eyrún sem á von á að heyra í Magna í dag. Eyrún Huld er nú stödd hjá foreldrum sínum á Egilsstöðum þar sem hún hefur fylgst með keppninni ásamt Marínó, níu mánaða syni þeirra Magna. Húsið fylltist af vinum og ættingjum á miðvikudaginn og það var mikil spenna. Mikið klappað og mikið stuð, segir Eyrún hlæjandi. Marínó hefur því miður ekki séð pabba sinn í þættinum þar sem hann er sofandi á þeim tíma. Ég hef hins vegar tekið upp þáttinn sem Marínó fær að sjá eftir nokkur ár. Eyrún Huld segist að sjálfsögðu vera farin að sakna Magna. Við erum að deyja úr söknuði en erum samt ekki komin á það stig að vera farin að kjósa einhvern annan til að fá Magna fyrr heim, segir Eyrún sem hefur verið dugleg við að kjósa. Ég veit nú ekki hversu mörg SMS ég sendi en ég vaknaði um nóttina við ótal bíp í símanum þar sem var verið að staðfesta að ég hefði kosið. Annars er líka hægt að kjósa á heimasíðu þáttarins og það kostar ekki neitt. Ég var náttúrlega með menn í því á miðvikudaginn, segir Eyrún Huld sem stendur eins og klettur við bakið á Magna rokkstjörnu. Jóhanna Borgfjörð, móðir Magna, er einnig stolt af stráknum sínum. Vissulega er ég stolt. Þú getur rétt ímyndað þér, sagði Jóhanna þegar Fréttablaðið hafði samband við hana í gær. Jóhanna átti eflaust eftir að gleðjast enn frekar seinna um kvöldið því þegar Fréttablaðið ræddi við hana hafði hún ekki hugmynd um að Magni væri kominn áfram. Jóhanna býr á Borgarfirði eystra en var fyrir sunnan þegar Magni fór í prufu fyrir þáttinn. Hann fór í prufuna í einhverju bríaríi en þá hugsaði ég ekkert lengra en það, segir Jóhanna sem fylgist spennt með syninum slá í gegn í bandarísku raunveruleikasjónvarpi. Rock Star Supernova Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Ég er auðvitað ótrúlega stolt af honum, segir Eyrún Huld Haraldsdóttir, unnusta Magna Ásgeirssonar, sem er kominn áfram í bandaríska raunveruleikaþættinum Rockstar: Supernova. Hann stóð sig náttúrlega eins og hetja. Það er áreiðanlega ekki auðvelt að standa fyrir framan tugi þúsunda áhorfenda og syngja. Þar að auki er hann eini Íslendingurinn og eini Evrópubúinn svo það hlýtur að vera svolítið erfitt að falla inn í hópinn. Ég held að hann hafi bara leyst þetta mjög vel af hendi. Eyrún Huld hefur ekkert heyrt í Magna síðan daginn fyrir fyrstu útsendingu. Þá var hann bara hress, segir Eyrún sem á von á að heyra í Magna í dag. Eyrún Huld er nú stödd hjá foreldrum sínum á Egilsstöðum þar sem hún hefur fylgst með keppninni ásamt Marínó, níu mánaða syni þeirra Magna. Húsið fylltist af vinum og ættingjum á miðvikudaginn og það var mikil spenna. Mikið klappað og mikið stuð, segir Eyrún hlæjandi. Marínó hefur því miður ekki séð pabba sinn í þættinum þar sem hann er sofandi á þeim tíma. Ég hef hins vegar tekið upp þáttinn sem Marínó fær að sjá eftir nokkur ár. Eyrún Huld segist að sjálfsögðu vera farin að sakna Magna. Við erum að deyja úr söknuði en erum samt ekki komin á það stig að vera farin að kjósa einhvern annan til að fá Magna fyrr heim, segir Eyrún sem hefur verið dugleg við að kjósa. Ég veit nú ekki hversu mörg SMS ég sendi en ég vaknaði um nóttina við ótal bíp í símanum þar sem var verið að staðfesta að ég hefði kosið. Annars er líka hægt að kjósa á heimasíðu þáttarins og það kostar ekki neitt. Ég var náttúrlega með menn í því á miðvikudaginn, segir Eyrún Huld sem stendur eins og klettur við bakið á Magna rokkstjörnu. Jóhanna Borgfjörð, móðir Magna, er einnig stolt af stráknum sínum. Vissulega er ég stolt. Þú getur rétt ímyndað þér, sagði Jóhanna þegar Fréttablaðið hafði samband við hana í gær. Jóhanna átti eflaust eftir að gleðjast enn frekar seinna um kvöldið því þegar Fréttablaðið ræddi við hana hafði hún ekki hugmynd um að Magni væri kominn áfram. Jóhanna býr á Borgarfirði eystra en var fyrir sunnan þegar Magni fór í prufu fyrir þáttinn. Hann fór í prufuna í einhverju bríaríi en þá hugsaði ég ekkert lengra en það, segir Jóhanna sem fylgist spennt með syninum slá í gegn í bandarísku raunveruleikasjónvarpi.
Rock Star Supernova Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira