Gagnrýnandi íslamstrúar varð ríkisstjórn að falli 1. júlí 2006 06:45 Ayaan Hirsi Ali Hollenski forsætisráðherrann Jan Peter Balkenende gekk á fund Beatrix drottningar í gær og afhenti henni uppsagnarbréf samsteypustjórnar sinnar, sem setið hefur í þrjú ár. Því má búast við þingkosningum í Hollandi fyrir lok þessa árs. Stjórnin féll á fimmtudag eftir ósætti innbyrðis um misheppnaða tilraun til að svipta fyrrum þingkonuna Ayaan Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum, en hún er heimsfræg vegna gagnrýni sinnar á ofstækisfulla íslamstrú. Nú mun drottningin funda með ráðgjafa sínum auk leiðtoga flokka stjórnarinnar og ákveða hvort rétt sé að heimila Balkenende að leiða minnihlutastjórn um stund, eða hvort ákveða beri dagsetningu fyrir nýjar þingkosningar eins skjótt og unnt er. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hófu kosningabaráttu sína strax eftir tilkynningu Balkenende á fimmtudag og sögðu leiðtogar annarra flokka Balkenende ófæran um að leiða stjórn, þar sem honum tókst ekki að halda þessari saman eftir ágreininginn sem upp kom um ákvörðun Ritu Verdonk um að svipta Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum. Balkenende tók ákvörðun sína eftir að ráðherra minnsta flokks þriggja-flokka samsteypustjórnarinnar, D-66, sagði af sér á fimmtudag í mótmælaskyni við Verdonk, sem hefur neitað að segja af sér. Verdonk er bæði vinsælasti og mest umdeildi ráðherra í stjórn Balkenende. Lagabreytingar hennar varðandi innflytjendamál hafa verið gagnrýndar mjög af mannréttindasamtökum, en þjóðernissinnaðir Hollendingar, sem kenna innflytjendum um mörg vandamál Hollands, hafa klappað henni lof í lófa. Hirsi Ali, sem er af sómölskum uppruna, skrifaði handrit að kvikmynd sem fjallaði um meðferð á konum undir íslamstrú, sem varð til þess að ungur ofstækisfullur múslimi myrti kvikmyndargerðarmanninn, Theo Van Gogh, árið 2004. Hirsi Ali hefur sjálf verið undir lögregluvernd árum saman vegna morðhótana. Í maí ákvað Verdonk að svipta Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum því við komuna til Hollands árið 1992 gaf hún upp rangt nafn og fæðingarár, að sögn vegna ótta við fjölskyldu sína. Eftir mikil mótmæli á alþjóðavettvangi, dró Verdonk sviptinguna til baka á þriðjudag, en neitaði jafnframt að segja af sér. Hirsi Ali hefur sagt af sér þingmennsku og flust til Bandaríkjanna. Erlent Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Hollenski forsætisráðherrann Jan Peter Balkenende gekk á fund Beatrix drottningar í gær og afhenti henni uppsagnarbréf samsteypustjórnar sinnar, sem setið hefur í þrjú ár. Því má búast við þingkosningum í Hollandi fyrir lok þessa árs. Stjórnin féll á fimmtudag eftir ósætti innbyrðis um misheppnaða tilraun til að svipta fyrrum þingkonuna Ayaan Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum, en hún er heimsfræg vegna gagnrýni sinnar á ofstækisfulla íslamstrú. Nú mun drottningin funda með ráðgjafa sínum auk leiðtoga flokka stjórnarinnar og ákveða hvort rétt sé að heimila Balkenende að leiða minnihlutastjórn um stund, eða hvort ákveða beri dagsetningu fyrir nýjar þingkosningar eins skjótt og unnt er. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hófu kosningabaráttu sína strax eftir tilkynningu Balkenende á fimmtudag og sögðu leiðtogar annarra flokka Balkenende ófæran um að leiða stjórn, þar sem honum tókst ekki að halda þessari saman eftir ágreininginn sem upp kom um ákvörðun Ritu Verdonk um að svipta Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum. Balkenende tók ákvörðun sína eftir að ráðherra minnsta flokks þriggja-flokka samsteypustjórnarinnar, D-66, sagði af sér á fimmtudag í mótmælaskyni við Verdonk, sem hefur neitað að segja af sér. Verdonk er bæði vinsælasti og mest umdeildi ráðherra í stjórn Balkenende. Lagabreytingar hennar varðandi innflytjendamál hafa verið gagnrýndar mjög af mannréttindasamtökum, en þjóðernissinnaðir Hollendingar, sem kenna innflytjendum um mörg vandamál Hollands, hafa klappað henni lof í lófa. Hirsi Ali, sem er af sómölskum uppruna, skrifaði handrit að kvikmynd sem fjallaði um meðferð á konum undir íslamstrú, sem varð til þess að ungur ofstækisfullur múslimi myrti kvikmyndargerðarmanninn, Theo Van Gogh, árið 2004. Hirsi Ali hefur sjálf verið undir lögregluvernd árum saman vegna morðhótana. Í maí ákvað Verdonk að svipta Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum því við komuna til Hollands árið 1992 gaf hún upp rangt nafn og fæðingarár, að sögn vegna ótta við fjölskyldu sína. Eftir mikil mótmæli á alþjóðavettvangi, dró Verdonk sviptinguna til baka á þriðjudag, en neitaði jafnframt að segja af sér. Hirsi Ali hefur sagt af sér þingmennsku og flust til Bandaríkjanna.
Erlent Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira