Gagnrýnandi íslamstrúar varð ríkisstjórn að falli 1. júlí 2006 06:45 Ayaan Hirsi Ali Hollenski forsætisráðherrann Jan Peter Balkenende gekk á fund Beatrix drottningar í gær og afhenti henni uppsagnarbréf samsteypustjórnar sinnar, sem setið hefur í þrjú ár. Því má búast við þingkosningum í Hollandi fyrir lok þessa árs. Stjórnin féll á fimmtudag eftir ósætti innbyrðis um misheppnaða tilraun til að svipta fyrrum þingkonuna Ayaan Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum, en hún er heimsfræg vegna gagnrýni sinnar á ofstækisfulla íslamstrú. Nú mun drottningin funda með ráðgjafa sínum auk leiðtoga flokka stjórnarinnar og ákveða hvort rétt sé að heimila Balkenende að leiða minnihlutastjórn um stund, eða hvort ákveða beri dagsetningu fyrir nýjar þingkosningar eins skjótt og unnt er. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hófu kosningabaráttu sína strax eftir tilkynningu Balkenende á fimmtudag og sögðu leiðtogar annarra flokka Balkenende ófæran um að leiða stjórn, þar sem honum tókst ekki að halda þessari saman eftir ágreininginn sem upp kom um ákvörðun Ritu Verdonk um að svipta Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum. Balkenende tók ákvörðun sína eftir að ráðherra minnsta flokks þriggja-flokka samsteypustjórnarinnar, D-66, sagði af sér á fimmtudag í mótmælaskyni við Verdonk, sem hefur neitað að segja af sér. Verdonk er bæði vinsælasti og mest umdeildi ráðherra í stjórn Balkenende. Lagabreytingar hennar varðandi innflytjendamál hafa verið gagnrýndar mjög af mannréttindasamtökum, en þjóðernissinnaðir Hollendingar, sem kenna innflytjendum um mörg vandamál Hollands, hafa klappað henni lof í lófa. Hirsi Ali, sem er af sómölskum uppruna, skrifaði handrit að kvikmynd sem fjallaði um meðferð á konum undir íslamstrú, sem varð til þess að ungur ofstækisfullur múslimi myrti kvikmyndargerðarmanninn, Theo Van Gogh, árið 2004. Hirsi Ali hefur sjálf verið undir lögregluvernd árum saman vegna morðhótana. Í maí ákvað Verdonk að svipta Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum því við komuna til Hollands árið 1992 gaf hún upp rangt nafn og fæðingarár, að sögn vegna ótta við fjölskyldu sína. Eftir mikil mótmæli á alþjóðavettvangi, dró Verdonk sviptinguna til baka á þriðjudag, en neitaði jafnframt að segja af sér. Hirsi Ali hefur sagt af sér þingmennsku og flust til Bandaríkjanna. Erlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Hollenski forsætisráðherrann Jan Peter Balkenende gekk á fund Beatrix drottningar í gær og afhenti henni uppsagnarbréf samsteypustjórnar sinnar, sem setið hefur í þrjú ár. Því má búast við þingkosningum í Hollandi fyrir lok þessa árs. Stjórnin féll á fimmtudag eftir ósætti innbyrðis um misheppnaða tilraun til að svipta fyrrum þingkonuna Ayaan Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum, en hún er heimsfræg vegna gagnrýni sinnar á ofstækisfulla íslamstrú. Nú mun drottningin funda með ráðgjafa sínum auk leiðtoga flokka stjórnarinnar og ákveða hvort rétt sé að heimila Balkenende að leiða minnihlutastjórn um stund, eða hvort ákveða beri dagsetningu fyrir nýjar þingkosningar eins skjótt og unnt er. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hófu kosningabaráttu sína strax eftir tilkynningu Balkenende á fimmtudag og sögðu leiðtogar annarra flokka Balkenende ófæran um að leiða stjórn, þar sem honum tókst ekki að halda þessari saman eftir ágreininginn sem upp kom um ákvörðun Ritu Verdonk um að svipta Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum. Balkenende tók ákvörðun sína eftir að ráðherra minnsta flokks þriggja-flokka samsteypustjórnarinnar, D-66, sagði af sér á fimmtudag í mótmælaskyni við Verdonk, sem hefur neitað að segja af sér. Verdonk er bæði vinsælasti og mest umdeildi ráðherra í stjórn Balkenende. Lagabreytingar hennar varðandi innflytjendamál hafa verið gagnrýndar mjög af mannréttindasamtökum, en þjóðernissinnaðir Hollendingar, sem kenna innflytjendum um mörg vandamál Hollands, hafa klappað henni lof í lófa. Hirsi Ali, sem er af sómölskum uppruna, skrifaði handrit að kvikmynd sem fjallaði um meðferð á konum undir íslamstrú, sem varð til þess að ungur ofstækisfullur múslimi myrti kvikmyndargerðarmanninn, Theo Van Gogh, árið 2004. Hirsi Ali hefur sjálf verið undir lögregluvernd árum saman vegna morðhótana. Í maí ákvað Verdonk að svipta Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum því við komuna til Hollands árið 1992 gaf hún upp rangt nafn og fæðingarár, að sögn vegna ótta við fjölskyldu sína. Eftir mikil mótmæli á alþjóðavettvangi, dró Verdonk sviptinguna til baka á þriðjudag, en neitaði jafnframt að segja af sér. Hirsi Ali hefur sagt af sér þingmennsku og flust til Bandaríkjanna.
Erlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira