Loftleiðir Icelandic, leiguflugfélag Icelandair Group, hefur gengið frá kaupum á 55 prósentum hlutafjár í lettneska leiguflugfélaginu Latcharter Airlines. Þá hafa Loftleiðir skuldbundið sig til að kaupa félagið að fullu innan ákveðins tíma.
Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair Group eru kaupin gerð í framhaldi af nánu samstarfi félaganna í sölu- og markaðsmálum og undirstrikar frekari sókn inn á leiguflugsmarkað Austur-Evrópu, auk þess sem vöruframboð félagsins er útvíkkað með tilkomu tveggja Airbus 320 véla Latcharter.
Loftleiðir Icelandic starfa nú að verkefnum í Norður- og Suður Ameríku, Evrópu og Mið-Austurlöndum með fjórum Boeing 757 flugvélum og tveimur Boeing 767 breiðþotum, sem allar eru reknar á flugrekstrarskírteini Icelandair.
Latcharter var stofnað árið 1992 og er með 87 starfsmenn. Félagið hefur verið í örum vexti og flutti yfir 100.000 farþega í leiguflugi á síðasta ári auk þess að sinna blautleigu verkefnum víða um heim, segir í tilkynningu Icelandair Group. Behrens Fyrirtækjaráðgjöf veitti ráðgjöf við kaupin.
Loftleiðir kaupa lettneskt flugfélag
Óli Kristján Ármannsson skrifar

Mest lesið

„Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“
Viðskipti innlent

Heiðrún Lind í stjórn Sýnar
Viðskipti innlent

Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif
Viðskipti erlent

Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs
Viðskipti innlent



Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum
Atvinnulíf


Sjálfkjörið í stjórn Símans
Viðskipti innlent

Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna
Viðskipti innlent