Erfitt að kveðja fjölskylduna 24. júní 2006 00:01 Magni kveður fjölskylduna. Magni Ásgeirsson flaug af landi í brott í dag. Hér er hann með Eyrúnu konu sinni og Aroni syni þeirra. Vísir/Vilhelm Það reyndist ekki alls kostar auðveld ákvörðun fyrir Magna Ásgeirsson að taka þátt í Rockstar: Supernova. Magni er sem kunnugt er kominn í hóp fimmtán söngvara sem keppa um hylli aldinna rokkara í raunveruleikaþættinum. Þó að þarna hafi draumur Magna ræst þarf hann nú að horfa fram á viðskilnað við fjölskyldu sína, konu og níu mánaða gamlan son. „Ég er orðinn nógu gamall til að vita hvað skiptir máli í lífinu,“ segir Magni sem flaug af landi brott í morgun. „Fjölskyldan er mér það mikilvæg að ég var ekki alveg hoppandi af gleði þegar ég heyrði að ég væri kominn inn.“ Kona Magna heitir Eyrún Huld Haraldsdóttir og saman eiga þau soninn Marinó Bjarna sem er níu mánaða. Þegar Fréttablaðið ræddi við söngvarann var hann staddur á heimili þeirra í Skerjafirðinum en gærdeginum eyddu þau saman úti á landi. Meðan á upptökum á Rockstar stendur verður Magni næstum algjörlega lokaður frá umheiminum. Hann fær ekki að vera með farsíma en fær þó að hringja heim tvisvar í viku eða svo. „Það heldur manni á jörðinni,“ segir Magni bæði fullur kvíða og tilhlökkunar. Fari svo að Magni nái langt í Rockstar-þáttunum lengist aðskilnaðurinn frá fjölskyldunni. Hann er þó með báða fætur á jörðinni hvað það varðar: „Ef maður sigrar þá er ég fastur í eitt og hálft ár. En þá þurfum við auðvitað að setjast niður og ræða tölur,“ segir Magni og hlær. „Ég held þó að minnsta kosti að fjölskyldan mætti koma út til manns þá. Ég á reyndar eftir að ræða það allt saman við konuna.“ Rock Star Supernova Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Sjá meira
Það reyndist ekki alls kostar auðveld ákvörðun fyrir Magna Ásgeirsson að taka þátt í Rockstar: Supernova. Magni er sem kunnugt er kominn í hóp fimmtán söngvara sem keppa um hylli aldinna rokkara í raunveruleikaþættinum. Þó að þarna hafi draumur Magna ræst þarf hann nú að horfa fram á viðskilnað við fjölskyldu sína, konu og níu mánaða gamlan son. „Ég er orðinn nógu gamall til að vita hvað skiptir máli í lífinu,“ segir Magni sem flaug af landi brott í morgun. „Fjölskyldan er mér það mikilvæg að ég var ekki alveg hoppandi af gleði þegar ég heyrði að ég væri kominn inn.“ Kona Magna heitir Eyrún Huld Haraldsdóttir og saman eiga þau soninn Marinó Bjarna sem er níu mánaða. Þegar Fréttablaðið ræddi við söngvarann var hann staddur á heimili þeirra í Skerjafirðinum en gærdeginum eyddu þau saman úti á landi. Meðan á upptökum á Rockstar stendur verður Magni næstum algjörlega lokaður frá umheiminum. Hann fær ekki að vera með farsíma en fær þó að hringja heim tvisvar í viku eða svo. „Það heldur manni á jörðinni,“ segir Magni bæði fullur kvíða og tilhlökkunar. Fari svo að Magni nái langt í Rockstar-þáttunum lengist aðskilnaðurinn frá fjölskyldunni. Hann er þó með báða fætur á jörðinni hvað það varðar: „Ef maður sigrar þá er ég fastur í eitt og hálft ár. En þá þurfum við auðvitað að setjast niður og ræða tölur,“ segir Magni og hlær. „Ég held þó að minnsta kosti að fjölskyldan mætti koma út til manns þá. Ég á reyndar eftir að ræða það allt saman við konuna.“
Rock Star Supernova Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Sjá meira