Ekki á þeim buxunum að gefast upp 8. júní 2006 00:01 Ólafur og Þórður hafa lítið getað fagnað það sem af er tímabili. fréttablaðið/daníel Þrír athyglisverðir leikir verða í Landsbankadeild karla í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Á Laugardalsvellinum tekur Valur á móti Fylki, Víkingur fær Grindavík í heimsókn og í Keflavík mætast heimamenn og ÍA. "Stemningin í hópnum er bara nokkuð góð þrátt fyrir að mikil óvissa ríki um liðsuppstillingu vegna meiðslavandræða," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Skagamanna, en hans menn eiga erfiðan leik fram undan þar sem Keflvíkingar hafa spilað vel það sem af er móti. "Það er enginn andstæðingur í deildinni erfiðari en einhver annar. Við höfum ekki verið að spila neitt illa að undanförnu en það vantar samt sem áður trúna í mína leikmenn," sagði Ólafur, sem vonast til að geta blásið trú í sína menn fyrir leikinn. Eftir þessa umferð verður þriðjungur búinn af mótinu en ÍA er í botnsæti deildarinnar og hefur enn ekki hlotið stig. "Vissulega verður þriðjungur búinn af mótinu en á móti verðatveir þriðju eftir og 36 stig í pottinum, þannig að það er alveg nóg eftir, við enduðum með 32 stig í fyrra og getum tölfræðilega alveg bætt það ennþá. Við erum alls ekki á þeim buxunum að gefast upp," sagði Ólafur en Þórður Guðjónsson, Kári Steinn Reynisson, Dean Martin og Hafþór Ægir Vilhjálmsson eru allir tæpir fyrir leikinn í kvöld. Reykjavíkurslagur Vals og Fylkis verður einnig á dagskránni í kvöld en með heimasigri komast Valsmenn upp að hlið Árbæinga sem hafa níu stig í 2.-4. sætinu, sex stigum á eftir Íslandsmeisturum FH. Víkingar eru einnig með níu stig en þeir eru á hörkuskriði og hafa unnið þrjá síðustu leiki sína. Þeir fá Grindvíkinga í heimsókn, sem eru aðeins stigi á eftir Víkingi og má því reikna með hörkuleik en sú viðureign verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Þrír athyglisverðir leikir verða í Landsbankadeild karla í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Á Laugardalsvellinum tekur Valur á móti Fylki, Víkingur fær Grindavík í heimsókn og í Keflavík mætast heimamenn og ÍA. "Stemningin í hópnum er bara nokkuð góð þrátt fyrir að mikil óvissa ríki um liðsuppstillingu vegna meiðslavandræða," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Skagamanna, en hans menn eiga erfiðan leik fram undan þar sem Keflvíkingar hafa spilað vel það sem af er móti. "Það er enginn andstæðingur í deildinni erfiðari en einhver annar. Við höfum ekki verið að spila neitt illa að undanförnu en það vantar samt sem áður trúna í mína leikmenn," sagði Ólafur, sem vonast til að geta blásið trú í sína menn fyrir leikinn. Eftir þessa umferð verður þriðjungur búinn af mótinu en ÍA er í botnsæti deildarinnar og hefur enn ekki hlotið stig. "Vissulega verður þriðjungur búinn af mótinu en á móti verðatveir þriðju eftir og 36 stig í pottinum, þannig að það er alveg nóg eftir, við enduðum með 32 stig í fyrra og getum tölfræðilega alveg bætt það ennþá. Við erum alls ekki á þeim buxunum að gefast upp," sagði Ólafur en Þórður Guðjónsson, Kári Steinn Reynisson, Dean Martin og Hafþór Ægir Vilhjálmsson eru allir tæpir fyrir leikinn í kvöld. Reykjavíkurslagur Vals og Fylkis verður einnig á dagskránni í kvöld en með heimasigri komast Valsmenn upp að hlið Árbæinga sem hafa níu stig í 2.-4. sætinu, sex stigum á eftir Íslandsmeisturum FH. Víkingar eru einnig með níu stig en þeir eru á hörkuskriði og hafa unnið þrjá síðustu leiki sína. Þeir fá Grindvíkinga í heimsókn, sem eru aðeins stigi á eftir Víkingi og má því reikna með hörkuleik en sú viðureign verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti