Dagsbrún vill Wyndeham 25. mars 2006 00:01 Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar. Dagsbrún hefur gert tilboð í öll hlutabréf í breska prentfyrirtækið Wyndeham Press Group fyrir tíu milljarða króna. Dagsbrún hefur gert yfirtökutilboð í breska prent- og samskiptafyrirtækið Wyndeham Press Group, sem er skráð í kauphöllina í Lundúnum, og nemur verðmæti yfirtökunnar 80,6 milljónum punda eða tíu milljörðum króna. Það er dótturfélag Dagsbrúnar, Daybreak, sem stendur að yfirtökunni með aðstoð Landsbankans og Teather & Greenwood. Stjórn Wyndeham hefur lagt blessun sína yfir tilboðið sem hljóðar upp á 155 pens á hvern hlut. Í gærmorgun höfðu eigendur um 20 prósent hlutafjár gefið samþykki sitt fyrir kaupunum en tilboðið hljóðar upp á 1,55 pund á hvern hlut sem 21 prósent yfirverð frá lokagengi á miðvikudaginn. Wyndeham er eitt af stærstu prentfyrirtækjum á Bretlandseyjum, prentar yfir 600 tímarit í hverjum mánuði og býður upp á víðtækar lausnir fyrir útgefendur og auglýsendur á sviði prentunar. Félagið velti yfir 17,5 milljörðum króna á síðasta reikningsári og skilaði um 700 milljóna króna hagnaði fyrir skatta. "Þetta félag er á góðu verði og hefur mikla vaxtarmöguleika. Félagið er í rekstri sem er okkur ekki ókunnugur og það hefur reynst okkur vel að vera í prentun og dreifingu á sama tíma og við höfum verið í fjölmiðlum," segir Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar. Wyndeham hefur byggst upp í gegnum fjölmörg fyrirtækjakaup og samruna á liðnum árum. "Við sjáum tækifæri annars vegar að láta þetta fyrirtæki vaxa eitt og sér, vegna stærðar þess, og hins vegar að það opnist möguleikar fyrir aðra þætti í starfsemi Dagsbrúnar." Hann segir að þessi kaup breytu engu um vaxtaráform félagsins á Norðurlöndunum. Deutsche Bank, sem hefur Orkla Media til sölu, opnar bækur fjölmiðlafélagsins í næstu viku og þá munu forsvarsmenn Dagsbrúnar ákveða í framhaldi af því hvort fyrirtækið taki þátt í tilboðsferlinu. Þá hefur félagið stofnað dótturfélag í Danmörku sem vinnur að stofnun fríblaðs. Frá áramótum hefur Dagsbrún fjárfest grimmt innan- sem utanlands. Félagið festi kaup á Securitas í janúar fyrir um 3,2 milljarða, á Senu fyrir 3,6 milljarða og stefnir að yfirtöku á Kögun eftir að hafa greitt 7,2 milljarða fyrir 51 prósenta hlut í þessari viku. Gangi yfirtakan á Kögun og Wyndeham eftir hefur Dagsbrún fjárfest fyrir 31 milljarða á árinu. Innlent Viðskipti Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira
Dagsbrún hefur gert yfirtökutilboð í breska prent- og samskiptafyrirtækið Wyndeham Press Group, sem er skráð í kauphöllina í Lundúnum, og nemur verðmæti yfirtökunnar 80,6 milljónum punda eða tíu milljörðum króna. Það er dótturfélag Dagsbrúnar, Daybreak, sem stendur að yfirtökunni með aðstoð Landsbankans og Teather & Greenwood. Stjórn Wyndeham hefur lagt blessun sína yfir tilboðið sem hljóðar upp á 155 pens á hvern hlut. Í gærmorgun höfðu eigendur um 20 prósent hlutafjár gefið samþykki sitt fyrir kaupunum en tilboðið hljóðar upp á 1,55 pund á hvern hlut sem 21 prósent yfirverð frá lokagengi á miðvikudaginn. Wyndeham er eitt af stærstu prentfyrirtækjum á Bretlandseyjum, prentar yfir 600 tímarit í hverjum mánuði og býður upp á víðtækar lausnir fyrir útgefendur og auglýsendur á sviði prentunar. Félagið velti yfir 17,5 milljörðum króna á síðasta reikningsári og skilaði um 700 milljóna króna hagnaði fyrir skatta. "Þetta félag er á góðu verði og hefur mikla vaxtarmöguleika. Félagið er í rekstri sem er okkur ekki ókunnugur og það hefur reynst okkur vel að vera í prentun og dreifingu á sama tíma og við höfum verið í fjölmiðlum," segir Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar. Wyndeham hefur byggst upp í gegnum fjölmörg fyrirtækjakaup og samruna á liðnum árum. "Við sjáum tækifæri annars vegar að láta þetta fyrirtæki vaxa eitt og sér, vegna stærðar þess, og hins vegar að það opnist möguleikar fyrir aðra þætti í starfsemi Dagsbrúnar." Hann segir að þessi kaup breytu engu um vaxtaráform félagsins á Norðurlöndunum. Deutsche Bank, sem hefur Orkla Media til sölu, opnar bækur fjölmiðlafélagsins í næstu viku og þá munu forsvarsmenn Dagsbrúnar ákveða í framhaldi af því hvort fyrirtækið taki þátt í tilboðsferlinu. Þá hefur félagið stofnað dótturfélag í Danmörku sem vinnur að stofnun fríblaðs. Frá áramótum hefur Dagsbrún fjárfest grimmt innan- sem utanlands. Félagið festi kaup á Securitas í janúar fyrir um 3,2 milljarða, á Senu fyrir 3,6 milljarða og stefnir að yfirtöku á Kögun eftir að hafa greitt 7,2 milljarða fyrir 51 prósenta hlut í þessari viku. Gangi yfirtakan á Kögun og Wyndeham eftir hefur Dagsbrún fjárfest fyrir 31 milljarða á árinu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira