Ekkert félag í sömu aðstöðu og Síminn 24. mars 2006 00:01 Umkvartanir Lýðs Guðmundssonar, stjórnarformanns Símans, meðal annars um að Dagsbrún hafi skert virka samkeppni á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði með heimild Samkeppniseftirlitsins, koma Gunnari Smára Egilssyni, forstjóra Dagsbrúnar, spánskt fyrir sjónir. Það er einkennilegt að heyra þetta frá stjórnarformanni fyrirtækis sem er líklega það fyrirtæki á Íslandi sem hefur mesta yfirburði á sínum markaði. Síminn hefur 65-70 prósenta hlutdeild á fjarskiptamarkaði og hefur notið velvildar stjórnvalda og samkeppnisyfirvalda. Gunnar Smári spyr hvort Síminn hafi ætlast til þess að þegar hann færi inn á fjölmiðlamarkað myndu aðrir einfaldlega víkja. Um það snerust tillögur Símans upphaflega, að taka það mikið fyrir dreifingu að þeir hefðu tekið stóran hluta af framlegðinni sem fæst út sjónvarpsrekstri á Íslandi. Þeirra hugmyndir um mikilvægi dreifingarinnar voru þannig. Hann telur að það hafi kostað Símann um 1.500-2.000 milljónir að komast inn á sjónvarpsmarkað með kaupum á Skjá einum. Þegar reksturinn gangi ekki nógu vel sé kvartað yfir þeim sem fyrir eru, yfir því að geta ekki keppt um bandarískt sjónvarpsefni við Dagsbrún og beðið um aðstoð samkeppnisyfirvalda. Það er eins og allur heimur þar sem Síminn getur ekki skipt við sjálfan sig sé vondur heimur. Gunnar Smári undrast mjög viðbrögð Símans vegna kaupa Dagsbrúnar á helmingshlut í Kögun og að Síminn muni endurskoða samninga sína við Kögun, einn sinn stærsta viðskiptavin. Þeir ætluðu að ná fullri stjórn á Kögun á kostnað annarra hluthafa með því að fá þrjá stjórnarmenn, þar sem þeir ættu aðeins 38 prósent í ðöru félaginu en 100 prósent í hinu. Svo lætur Síminn eins og hann sé hissa á því að aðrir hluthafar, sem höfðu lýst stöðu sinni sem óþolandi, hafi gripið fyrsta tækifæri til að selja sig út. Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Umkvartanir Lýðs Guðmundssonar, stjórnarformanns Símans, meðal annars um að Dagsbrún hafi skert virka samkeppni á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði með heimild Samkeppniseftirlitsins, koma Gunnari Smára Egilssyni, forstjóra Dagsbrúnar, spánskt fyrir sjónir. Það er einkennilegt að heyra þetta frá stjórnarformanni fyrirtækis sem er líklega það fyrirtæki á Íslandi sem hefur mesta yfirburði á sínum markaði. Síminn hefur 65-70 prósenta hlutdeild á fjarskiptamarkaði og hefur notið velvildar stjórnvalda og samkeppnisyfirvalda. Gunnar Smári spyr hvort Síminn hafi ætlast til þess að þegar hann færi inn á fjölmiðlamarkað myndu aðrir einfaldlega víkja. Um það snerust tillögur Símans upphaflega, að taka það mikið fyrir dreifingu að þeir hefðu tekið stóran hluta af framlegðinni sem fæst út sjónvarpsrekstri á Íslandi. Þeirra hugmyndir um mikilvægi dreifingarinnar voru þannig. Hann telur að það hafi kostað Símann um 1.500-2.000 milljónir að komast inn á sjónvarpsmarkað með kaupum á Skjá einum. Þegar reksturinn gangi ekki nógu vel sé kvartað yfir þeim sem fyrir eru, yfir því að geta ekki keppt um bandarískt sjónvarpsefni við Dagsbrún og beðið um aðstoð samkeppnisyfirvalda. Það er eins og allur heimur þar sem Síminn getur ekki skipt við sjálfan sig sé vondur heimur. Gunnar Smári undrast mjög viðbrögð Símans vegna kaupa Dagsbrúnar á helmingshlut í Kögun og að Síminn muni endurskoða samninga sína við Kögun, einn sinn stærsta viðskiptavin. Þeir ætluðu að ná fullri stjórn á Kögun á kostnað annarra hluthafa með því að fá þrjá stjórnarmenn, þar sem þeir ættu aðeins 38 prósent í ðöru félaginu en 100 prósent í hinu. Svo lætur Síminn eins og hann sé hissa á því að aðrir hluthafar, sem höfðu lýst stöðu sinni sem óþolandi, hafi gripið fyrsta tækifæri til að selja sig út.
Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira