Metár í sögu Kauphallarinnar 22. mars 2006 00:01 Horft til framtíðar. Bjarni Ármannsson, fráfarandi stjórnarformaður Verðbréfaþings hf., og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands og framkvæmdastjóri Verðbréfaþings, horfa yfir sviðið á aðalfundi Verðbréfaþings sem haldinn var á fimmtudaginn var. MYND/E.Ól. Á aðalfundi Verðbréfaþings hf. sem haldinn var 16. mars kom fram að síðasta ár hefði verði metár í sögu Kauphallar íslands. Verðbréfaþing er eignarhaldsfélag sem stofnað var sumarið 2002, en undir það heyra Kauphöll Íslands hf. og Verðbréfaskráning Íslands hf. Bjarni Ármannsson, fráfarandi stjórnarformaður Verðbréfaþings, upplýsti að hlutabréfaviðskipti hefðu verið fyrir 1.202 milljarða króna, meiri en nokkru sinni fyrr. Úrvalsvísitalan hækkaði um 65 prósent og sló með því fyrra met frá árinu 1996. Þá var heildarvelta skuldabréfa sú næstmesta frá upphafi, 1.322 milljarðar króna, og velta á einum ársfjórðungi sú mesta frá byrjun, 507 milljarðar króna. Kosin var ný stjórn Verðbréfaþings hf. Við stjórnarformennskunni tók Friðrik Jóhannsson, varaformaður er Ingólfur Helgason og ritari stjórnar Þorgeir Eyjólfsson. Auk þeirra voru kosin í stjórn Tryggvi Pálsson, Óttar Pálsson, Finnur Sveinbjörnsson, Yngvi Örn Kristinsson, Halla Tómasdóttir og Gylfi Magnússon. Varamenn eru Björgólfur Jóhannsson, Jafet Ólafsson, Haukur Hafsteinsson, Tómas Örn Kristinsson, Helgi Sigurðsson, Finnur Reyr Stefánsson, Sævar Helgason, Ágúst H. Leósson og Vilhjálmur Bjarnason. Samþykkt var á fundinum að stjórnarmenn fengju greiddar fyrir setuna 60.000 krónur á mánuði og stjórnarformaður 120.000 krónur. Varamenn fá greiddar 30.000 krónur fyrir hvern fund sem þeir sitja. Auk Bjarna létu af stjórnarsetu Þorkell Sigurjónsson og Ragnhildur Geirsdóttir. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir stefnt að frekari vexti og að því að laða til viðskipta fleiri erlend fyrirtæki og fjárfesta. Meðal helstu verkefni sem fyrir liggja á þessu ári segir hann vera frekari samhæfingu innlends fjármálaumhverfis því sem algengast er erlendis og stofnun lánamarkaðar með verðbréf í samstarfi við Verðbréfaskráninguna og kauphallaraðila, sem vænst sé að muni stuðla að auknum seljanleika á markaðnum. Þá segir hann verið að hleypa af stokkunum iSEC nýjum markaði fyrir smá og millistór félög, auk þess sem áfram verði unnið að því að efla NOREX-samstarfið og að styrkja samstarfið við Færeyjar. Hann segir nýrra skráninga færeyskra félaga að vænta á næstu misserum. Innlent Viðskipti Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Á aðalfundi Verðbréfaþings hf. sem haldinn var 16. mars kom fram að síðasta ár hefði verði metár í sögu Kauphallar íslands. Verðbréfaþing er eignarhaldsfélag sem stofnað var sumarið 2002, en undir það heyra Kauphöll Íslands hf. og Verðbréfaskráning Íslands hf. Bjarni Ármannsson, fráfarandi stjórnarformaður Verðbréfaþings, upplýsti að hlutabréfaviðskipti hefðu verið fyrir 1.202 milljarða króna, meiri en nokkru sinni fyrr. Úrvalsvísitalan hækkaði um 65 prósent og sló með því fyrra met frá árinu 1996. Þá var heildarvelta skuldabréfa sú næstmesta frá upphafi, 1.322 milljarðar króna, og velta á einum ársfjórðungi sú mesta frá byrjun, 507 milljarðar króna. Kosin var ný stjórn Verðbréfaþings hf. Við stjórnarformennskunni tók Friðrik Jóhannsson, varaformaður er Ingólfur Helgason og ritari stjórnar Þorgeir Eyjólfsson. Auk þeirra voru kosin í stjórn Tryggvi Pálsson, Óttar Pálsson, Finnur Sveinbjörnsson, Yngvi Örn Kristinsson, Halla Tómasdóttir og Gylfi Magnússon. Varamenn eru Björgólfur Jóhannsson, Jafet Ólafsson, Haukur Hafsteinsson, Tómas Örn Kristinsson, Helgi Sigurðsson, Finnur Reyr Stefánsson, Sævar Helgason, Ágúst H. Leósson og Vilhjálmur Bjarnason. Samþykkt var á fundinum að stjórnarmenn fengju greiddar fyrir setuna 60.000 krónur á mánuði og stjórnarformaður 120.000 krónur. Varamenn fá greiddar 30.000 krónur fyrir hvern fund sem þeir sitja. Auk Bjarna létu af stjórnarsetu Þorkell Sigurjónsson og Ragnhildur Geirsdóttir. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir stefnt að frekari vexti og að því að laða til viðskipta fleiri erlend fyrirtæki og fjárfesta. Meðal helstu verkefni sem fyrir liggja á þessu ári segir hann vera frekari samhæfingu innlends fjármálaumhverfis því sem algengast er erlendis og stofnun lánamarkaðar með verðbréf í samstarfi við Verðbréfaskráninguna og kauphallaraðila, sem vænst sé að muni stuðla að auknum seljanleika á markaðnum. Þá segir hann verið að hleypa af stokkunum iSEC nýjum markaði fyrir smá og millistór félög, auk þess sem áfram verði unnið að því að efla NOREX-samstarfið og að styrkja samstarfið við Færeyjar. Hann segir nýrra skráninga færeyskra félaga að vænta á næstu misserum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira