Fyrir aðalfund hátæknifyrirtækisins Flögu Group, sem er skráð í Kauphöllina, liggur fyrir tillaga að stjórnarmenn fái einn Bandaríkjadal í laun fyrir störf sín á síðasta ári. Einn dalur samsvarar um sjötíu krónum.
Aðalfundur fyrirtækisins er haldinn á morgun, fimmtudag, en fyrir honum liggur jafnframt tillaga um að stjórnarlaun verði 600 þúsund krónur á þessu ári. Hlutabréf í Flögu hafa lækkað um fjörutíu prósent á einu ári.