Segja áhættu kalla á hærra vaxtaálag skuldabréfa 9. mars 2006 00:01 Evrumerki við Seðlabanka Evrópu í Frankfurt í Þýskalandi. Íslenskir bankar fjármagna starfsemi sína að stórum hluta með útgáfu skuldabréfa á erlendum fjármálamörkuðum. Ný skýrsla Merrill Lynch segir að kjör þeirra eigi að vera verri en ráðsettra evrópskra banka vegna áhættu sem byggð sé inn í íslenska bankakerfið. Krónan féll um þrjú prósent fyrri partinn í gær í kjölfar frétta af viðskiptahalla við útlönd og nýrrar skýrslu verðbréfafyrirtækisins Merrill Lynch þar sem dregin er í efa lánshæfiseinkunn íslensku bankanna. Merrill Lynch segist ekki spá krísu, en telur innbyggða áhættu í bankakerfinu. Gengi krónunnar og íslensku bankanna lækkaði um rétt þrjú prósent í gærmorgun. Eru þar talin koma inn áhrif nýrrar skýrslu verðbréfafyrirtækisins Merrill Lynch um stöðu bankanna og nýbirtar tölur Seðlabanka Íslands um að viðskiptahalli hafi nálægt því tvöfaldast milli ára. Merrill Lynch telur óvissu um hvort mjúk lending náist í íslenska hagkerfinu og telur matsfyrirtækin Moody's og Fitch hvorugt hafa tekið nægilegt tillit til "kerfislægrar áhættu" bankanna í lánshæfismati sínu á þeim. Skýrslan er að einhverju leyti samhljóma álitum greiningarfyrirtækjanna Barclays Capital Research og Credit Sights í byrjun síðasta mánaðar. Skýrsla Merrill Lynch er þó heldur ítarlegri og gerir ákveðinn greinarmun á stöðu bankanna. Íslandsbanki er sagður standa einna best og komu þau áhrif strax fram á erlendum skuldabréfamörkuðum í gær. Íslandsbanki hefur notið aðeins betri kjara í útgáfu og jókst sá munur í gærmorgun þó svo að kjör allra bankanna hafi versnað eitthvað. Álag á vexti nam í gær 55 punktum hjá Íslandsbanka, 75 hjá KB banka og 79 punktum hjá Landsbankanum, en var daginn áður 47, 58, og 68 fyrir sömu banka. Tómas Kristjánsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka, segir almennt ekki margt koma á óvart í skýrslu Merrill Lynch. "Hún er í takt við svipuð skrif sem við höfum séð undanfarið. Margt er samt óumdeildar staðreyndir, en neikvæð túlkun á þessum staðreyndum er ekki alltaf vel rökstudd." Hann segir hins vegar skýra aðgreiningu á stöðu Íslandsbanka og annarra banka í skýrslunni og hún hafi komið fram á markaði í gær. "Í skýrslunni er sérlega jákvæð umfjöllun um viðskiptamódel Íslandsbanka og stöðugleikann í tekjum hans," segir hann og bendir á að á þessu ári hafi bankinn aflað fjár sem nemi meiru en endurfjármögnun ársins. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, áréttar að bankakerfið standi geysilega sterkt og hafi í raun aldrei verið sterkara. Hann segir aukin umsvif bankanna hafa vakið áhuga fleiri greiningardeilda. "En það sem okkur hefur þótt einkenna þessar nýju greiningar er að í þeim gætir misskilnings og að hluta til vanþekkingar á íslenskum aðstæðum," segir hann og kveður bankann hafa komið á framfæri leiðréttingum. "Og það hefur væntanlega áhrif á frekari umfjöllun." Halldór segir bankann standa vel undir lánshæfismati sínu og telur að í samanburði Merrill Lynch á bönkunum gæti ákveðins misskilnings. "Landsbankinn kemur mjög sterkt út úr hvaða samanburði sem er og ályktanir sem dregnar eru í skýrslunni ekki fyllilega byggðar á réttri greiningu talna." Hann segir þó mikilvægast að minna á að þeir sem greint hafi bankana í um áratug og veiti formlegt lánshæfismat, Moodys og Fitch, hafi á síðustu dögum staðfest mat sitt á bönkunum og á síðustu 12 mánuðuðum báðir hækkað lánshæfismatið á Landsbankanum. Innlent Viðskipti Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Krónan féll um þrjú prósent fyrri partinn í gær í kjölfar frétta af viðskiptahalla við útlönd og nýrrar skýrslu verðbréfafyrirtækisins Merrill Lynch þar sem dregin er í efa lánshæfiseinkunn íslensku bankanna. Merrill Lynch segist ekki spá krísu, en telur innbyggða áhættu í bankakerfinu. Gengi krónunnar og íslensku bankanna lækkaði um rétt þrjú prósent í gærmorgun. Eru þar talin koma inn áhrif nýrrar skýrslu verðbréfafyrirtækisins Merrill Lynch um stöðu bankanna og nýbirtar tölur Seðlabanka Íslands um að viðskiptahalli hafi nálægt því tvöfaldast milli ára. Merrill Lynch telur óvissu um hvort mjúk lending náist í íslenska hagkerfinu og telur matsfyrirtækin Moody's og Fitch hvorugt hafa tekið nægilegt tillit til "kerfislægrar áhættu" bankanna í lánshæfismati sínu á þeim. Skýrslan er að einhverju leyti samhljóma álitum greiningarfyrirtækjanna Barclays Capital Research og Credit Sights í byrjun síðasta mánaðar. Skýrsla Merrill Lynch er þó heldur ítarlegri og gerir ákveðinn greinarmun á stöðu bankanna. Íslandsbanki er sagður standa einna best og komu þau áhrif strax fram á erlendum skuldabréfamörkuðum í gær. Íslandsbanki hefur notið aðeins betri kjara í útgáfu og jókst sá munur í gærmorgun þó svo að kjör allra bankanna hafi versnað eitthvað. Álag á vexti nam í gær 55 punktum hjá Íslandsbanka, 75 hjá KB banka og 79 punktum hjá Landsbankanum, en var daginn áður 47, 58, og 68 fyrir sömu banka. Tómas Kristjánsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka, segir almennt ekki margt koma á óvart í skýrslu Merrill Lynch. "Hún er í takt við svipuð skrif sem við höfum séð undanfarið. Margt er samt óumdeildar staðreyndir, en neikvæð túlkun á þessum staðreyndum er ekki alltaf vel rökstudd." Hann segir hins vegar skýra aðgreiningu á stöðu Íslandsbanka og annarra banka í skýrslunni og hún hafi komið fram á markaði í gær. "Í skýrslunni er sérlega jákvæð umfjöllun um viðskiptamódel Íslandsbanka og stöðugleikann í tekjum hans," segir hann og bendir á að á þessu ári hafi bankinn aflað fjár sem nemi meiru en endurfjármögnun ársins. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, áréttar að bankakerfið standi geysilega sterkt og hafi í raun aldrei verið sterkara. Hann segir aukin umsvif bankanna hafa vakið áhuga fleiri greiningardeilda. "En það sem okkur hefur þótt einkenna þessar nýju greiningar er að í þeim gætir misskilnings og að hluta til vanþekkingar á íslenskum aðstæðum," segir hann og kveður bankann hafa komið á framfæri leiðréttingum. "Og það hefur væntanlega áhrif á frekari umfjöllun." Halldór segir bankann standa vel undir lánshæfismati sínu og telur að í samanburði Merrill Lynch á bönkunum gæti ákveðins misskilnings. "Landsbankinn kemur mjög sterkt út úr hvaða samanburði sem er og ályktanir sem dregnar eru í skýrslunni ekki fyllilega byggðar á réttri greiningu talna." Hann segir þó mikilvægast að minna á að þeir sem greint hafi bankana í um áratug og veiti formlegt lánshæfismat, Moodys og Fitch, hafi á síðustu dögum staðfest mat sitt á bönkunum og á síðustu 12 mánuðuðum báðir hækkað lánshæfismatið á Landsbankanum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira