Íslensk fréttastofa á ensku Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. febrúar 2006 06:00 Gunnlaugur Árnason aðalritstjóri M2 Communications og Viðskiptablaðsins og Tom Naysmith sem stýrir M2 í Bretlandi. Hópur fjárfesta sem tengist Viðskiptablaðinu hefur keypt bresku frétta- og upplýsingaveituna M2 Communications Limited (M2). Fréttir og annað efni frá M2 eru sögð ná til allt að sjö milljóna manna um allan heim á degi hverjum. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál. Landsbanki Íslands í London fjármagnaði yfirtökuna að hluta til og veitti ráðgjöf. Fjárfestahópurinn er undir forystu Gunnars Jóhanns Birgissonar, stjórnarformanns Framtíðarsýnar, útgáfufélags Viðskiptablaðsins. Gunnlaugur Árnason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, hefur verið ráðinn aðalritstjóri M2 samhliða því að ritstýra Viðskiptablaðinu. Hann segir að gengið hafi verið frá kaupunum í Lundúnum á Valentínusardaginn, 14. febrúar, en útrásin hafi átt sér nokkurn aðdraganda. Þegar ég hóf störf á Viðskiptablaðinu lagði ég fram ákveðnar hugmyndir sem stjórnendur tóku vel í og svo var farið af stað með fjármögnun. Hann segir þetta skuldsetta yfirtöku, en skuldsetningin sé þó í algjöru lágmarki. Gunnlaugur segir ástæður þess að ráðist var í kaupin tvíþættar. Fyrirtækið er stöndugt og hefur alltaf verið rekið með hagnaði og fjárfestingin sem slík mjög góð. Svo var náttúrlega tímabært að fylgja íslenskum fyrirtækjum í útrásinni og koma um leið á framfæri áreiðanlegum upplýsingum af íslensku viðskiptalífi, en fyrirtækið er í raun fréttaveita fyrir fréttaveitur. Samhliða kaupunum hefur Viðskiptablaðið stofnað fréttastofuna Icelandic Financial News (IFN), sem sérhæfir sig í fréttum af íslensku viðskipta- og efnahagslífi. Fréttum IFN verður svo dreift í gegnum samstarfsaðila M2, svo sem Reuters og Dow Jones. Viðskiptablaðið verður áfram Viðskiptablaðið, segir Gunnlaugur aðspurður um hvaða breytingar kaupin hafi í för með sér, en bætir við að einhverjar mannaráðningar séu fyrirséðar. En þarna verður náttúrlega ákveðin samnýting á blaðamönnum. Við fáum efni frá þeim sem við myndum ekki fá öðruvísi og eins miðla blaðamenn Viðskiptablaðsins upplýsingum til þessa fréttamiðils, hvort það er um Avion Group, Novator eða Baug. M2 Communications var stofnað árið 1993 og er með blaðamenn víða um heim, meðal annars í Bretlandi, Finnlandi, Póllandi og á Indlandi. Fyrirtækið dreifir eigin fréttum auk efnis frá öðrum, svo sem fréttatilkynningum. M2 er sagt vera stærsta fyrirtæki Evrópu í dreifingu fréttatilkynninga og það þriðja stærsta í heiminum. Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Hópur fjárfesta sem tengist Viðskiptablaðinu hefur keypt bresku frétta- og upplýsingaveituna M2 Communications Limited (M2). Fréttir og annað efni frá M2 eru sögð ná til allt að sjö milljóna manna um allan heim á degi hverjum. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál. Landsbanki Íslands í London fjármagnaði yfirtökuna að hluta til og veitti ráðgjöf. Fjárfestahópurinn er undir forystu Gunnars Jóhanns Birgissonar, stjórnarformanns Framtíðarsýnar, útgáfufélags Viðskiptablaðsins. Gunnlaugur Árnason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, hefur verið ráðinn aðalritstjóri M2 samhliða því að ritstýra Viðskiptablaðinu. Hann segir að gengið hafi verið frá kaupunum í Lundúnum á Valentínusardaginn, 14. febrúar, en útrásin hafi átt sér nokkurn aðdraganda. Þegar ég hóf störf á Viðskiptablaðinu lagði ég fram ákveðnar hugmyndir sem stjórnendur tóku vel í og svo var farið af stað með fjármögnun. Hann segir þetta skuldsetta yfirtöku, en skuldsetningin sé þó í algjöru lágmarki. Gunnlaugur segir ástæður þess að ráðist var í kaupin tvíþættar. Fyrirtækið er stöndugt og hefur alltaf verið rekið með hagnaði og fjárfestingin sem slík mjög góð. Svo var náttúrlega tímabært að fylgja íslenskum fyrirtækjum í útrásinni og koma um leið á framfæri áreiðanlegum upplýsingum af íslensku viðskiptalífi, en fyrirtækið er í raun fréttaveita fyrir fréttaveitur. Samhliða kaupunum hefur Viðskiptablaðið stofnað fréttastofuna Icelandic Financial News (IFN), sem sérhæfir sig í fréttum af íslensku viðskipta- og efnahagslífi. Fréttum IFN verður svo dreift í gegnum samstarfsaðila M2, svo sem Reuters og Dow Jones. Viðskiptablaðið verður áfram Viðskiptablaðið, segir Gunnlaugur aðspurður um hvaða breytingar kaupin hafi í för með sér, en bætir við að einhverjar mannaráðningar séu fyrirséðar. En þarna verður náttúrlega ákveðin samnýting á blaðamönnum. Við fáum efni frá þeim sem við myndum ekki fá öðruvísi og eins miðla blaðamenn Viðskiptablaðsins upplýsingum til þessa fréttamiðils, hvort það er um Avion Group, Novator eða Baug. M2 Communications var stofnað árið 1993 og er með blaðamenn víða um heim, meðal annars í Bretlandi, Finnlandi, Póllandi og á Indlandi. Fyrirtækið dreifir eigin fréttum auk efnis frá öðrum, svo sem fréttatilkynningum. M2 er sagt vera stærsta fyrirtæki Evrópu í dreifingu fréttatilkynninga og það þriðja stærsta í heiminum.
Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira