(Enn) Önnur skipulagsmistök í Reykjavík? Skúli Magnússon skrifar 23. janúar 2006 01:34 Fáir myndu neita því að húsið, eða réttara sagt "blokkin", við Vesturgötu 52 til 54 í Reykjavík er áberandi lýti á gamla Vesturbænum og kemst í flokk með mestu skipulagsmistökum í borginni; er þó af ýmsu að taka. Ástæðan er auðvitað sú að blokkin gnæfir yfir nærliggjandi hús og hverfi sem að jafnaði samanstendur af tvílyftum timburhúsum með þriggja hæða steinhúsum á stöku stað, allt með tilheyrandi áhrifum fyrir útsýni, birtu og vindstrengi. Samt er blokkin við Vesturgötu ekki nema fimm hæðir! Skúli MagnússonUm þessar mundir vinna borgaryfirvöld að nýju skipulagi á því svæði í gamla Vesturbænum sem venjulega er kennt við slippinn og Mýrargötu. Fyrir reit sem kenndur er við Ellingsen og stendur vestast á Mýrargötu liggur fyrir samþykkt deiliskipulag um 7 hæða blokk. Fyrir reit fyrir vestan Héðinshúsið (Loftkastalann) liggur fyrir deiliskipulagstillaga um 8 hæða blokk. Fyrir svæðið í heild liggur fyrir rammaskipulagstillaga, þar sem gert er ráð fyrir því að byggingar verði almennt 5-7 hæðir með þeirri einu undantekningu að við Nýlendugötu á byggðin að vera (aðeins) allt að 5 hæðum. Samkvæmt tillögum borgaryfirvalda eiga við sjóinn að rísa 6 hæða byggingar sem munu væntanlega taka af allt útsýni til sjávar og loka gamla bæinn inni. Sumum kann e.t.v. að finnast það skoplegt að yfirlýst markmið með þessu rammaskipulagi er "lág byggð, 3 til 5 hæðir, uppleyst að hluta, opin í senn á móti sólarátt og að sjó." Íbúum í hverfinu er þó tæplega hlátur í hug. Hvernig dettur einhverjum í hug að leggja fram tillögur um 5 til 7 hæða byggð í gamla Vesturbænum þegar að vítin til að varast eru svo borðliggjandi? Dagur B. Eggertsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar, hefur á fundum með íbúum vakið athygli á því að landið halli í átt sjávar og því hljóti allir að sjá að það sé í góðu lagi að byggingar hækki eftir því sem landið lækki. Með þessum rökum væri auðvitað hægt að miða hæð byggðar á Mýrargötu-Slippsvæðinu við Landakotsspítala og byggja þar með 80 hæða skýjakljúfa með fram sjónum. Og e.t.v. er það þetta sem byggingaryfirvöld hefðu helst hafa viljað gera, ef þau hefðu ein verið í ráðum. Einhvers konar virðing fyrir byggðinni sem fyrir er, virðist a.m.k. algerlega hafa vikið fyrir eftirsókn í hámarksbyggingarmagn á hvern mögulegan byggjanlegan fermetra, auðvitað með tilheyrandi vandamálum fyrir dagvistun, skólakerfi, umferð og bílastæði. Stefnum við hraðbyri að enn einu skipulagsslysinu í Reykjavík?Höfundur er íbúi við Bakkastíg í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Fáir myndu neita því að húsið, eða réttara sagt "blokkin", við Vesturgötu 52 til 54 í Reykjavík er áberandi lýti á gamla Vesturbænum og kemst í flokk með mestu skipulagsmistökum í borginni; er þó af ýmsu að taka. Ástæðan er auðvitað sú að blokkin gnæfir yfir nærliggjandi hús og hverfi sem að jafnaði samanstendur af tvílyftum timburhúsum með þriggja hæða steinhúsum á stöku stað, allt með tilheyrandi áhrifum fyrir útsýni, birtu og vindstrengi. Samt er blokkin við Vesturgötu ekki nema fimm hæðir! Skúli MagnússonUm þessar mundir vinna borgaryfirvöld að nýju skipulagi á því svæði í gamla Vesturbænum sem venjulega er kennt við slippinn og Mýrargötu. Fyrir reit sem kenndur er við Ellingsen og stendur vestast á Mýrargötu liggur fyrir samþykkt deiliskipulag um 7 hæða blokk. Fyrir reit fyrir vestan Héðinshúsið (Loftkastalann) liggur fyrir deiliskipulagstillaga um 8 hæða blokk. Fyrir svæðið í heild liggur fyrir rammaskipulagstillaga, þar sem gert er ráð fyrir því að byggingar verði almennt 5-7 hæðir með þeirri einu undantekningu að við Nýlendugötu á byggðin að vera (aðeins) allt að 5 hæðum. Samkvæmt tillögum borgaryfirvalda eiga við sjóinn að rísa 6 hæða byggingar sem munu væntanlega taka af allt útsýni til sjávar og loka gamla bæinn inni. Sumum kann e.t.v. að finnast það skoplegt að yfirlýst markmið með þessu rammaskipulagi er "lág byggð, 3 til 5 hæðir, uppleyst að hluta, opin í senn á móti sólarátt og að sjó." Íbúum í hverfinu er þó tæplega hlátur í hug. Hvernig dettur einhverjum í hug að leggja fram tillögur um 5 til 7 hæða byggð í gamla Vesturbænum þegar að vítin til að varast eru svo borðliggjandi? Dagur B. Eggertsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar, hefur á fundum með íbúum vakið athygli á því að landið halli í átt sjávar og því hljóti allir að sjá að það sé í góðu lagi að byggingar hækki eftir því sem landið lækki. Með þessum rökum væri auðvitað hægt að miða hæð byggðar á Mýrargötu-Slippsvæðinu við Landakotsspítala og byggja þar með 80 hæða skýjakljúfa með fram sjónum. Og e.t.v. er það þetta sem byggingaryfirvöld hefðu helst hafa viljað gera, ef þau hefðu ein verið í ráðum. Einhvers konar virðing fyrir byggðinni sem fyrir er, virðist a.m.k. algerlega hafa vikið fyrir eftirsókn í hámarksbyggingarmagn á hvern mögulegan byggjanlegan fermetra, auðvitað með tilheyrandi vandamálum fyrir dagvistun, skólakerfi, umferð og bílastæði. Stefnum við hraðbyri að enn einu skipulagsslysinu í Reykjavík?Höfundur er íbúi við Bakkastíg í Reykjavík.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun