Séreignarsjóðurinn Vista, sem rekinn er af KB banka og tekur við viðbótarlífeyrissparnaði, skilaði góðri ávöxtun árið 2005. Ein fjárfestingaleiða sjóðsins, innlend hlutabréf, skilaði 67,4 prósenta nafnávöxtun eða 60,7 prósenta raunávöxtun. Er það 2,7 prósentum umfram hækkun úrvalsvísitölunnar.
Er þetta jafnframt hæsta ársávöxtun frá því að sjóðurinn var stofnaður árið 2001. Flestar fjárfestingaleiðir hækkuðu einnig töluvert meira en viðmiðunarvísitölur þeirra. Séreignarsjóðurinn Vista hefur um 27 þúsund sjóðsfélaga og eru í honum tæpir 4 milljarðar.