Sjö fyrirtæki mega þegar byrja að selja raforku 12. janúar 2006 00:01 Glerárvirkjun á Akureyri. Ottó V. Winther spáir því að smærri raforkuframleiðendur muni bindast samtökum um sölu raforku. Sjö fyrirtæki hafa fengið leyfi til að selja raforku til neytenda eftir að raforkusala var gefin frjáls um síðustu áramót. Veitur sem framleiða rafmagn þurfa sérstakt leyfi til að selja utan síns dreifisvæðis. Þær sem hafa fengið leyfi eru Hitaveita Suðurnesja, Norðurorka, Orkubú Vestfjarða, Orkuveita Húsavíkur, Orkuveita Reykjavíkur, Rafmagnsveitur ríkisins - RARIK og Rafveita Reyðarfjarðar. Samkvæmt upplýsingum frá iðnaðarráðuneytinu hafa tvær umsóknir að auki borist um leyfi til að stunda raforkuviðskipti. Búist er við að umsóknirnar verði afgreiddar á næstunni. Ottó V. Winther viðskiptafræðingur er í forsvari fyrir annað félagið, Raforkusöluna ehf. Hann segir búið að gera samning um raforkukaup og verið sé að koma hluthafahópnum saman. Félagið uppfylli öll önnur skilyrði til raforkusölu. Hann segist ekki ætla að kaupa raforku af Landsvirkjun. Inntur eftir því hvort ekki sé erfitt að fara í samkeppni við veiturnar sem framleiða sína eigin orku segir Ottó að það verði erfitt í byrjun. Hins vegar sé eftir einhverju að slægjast og ýmis tækifæri fyrir hendi. Ottó segist sjá fyrir sér að margir smærri framleiðendur raforku muni vinna saman á þessum markaði þegar fram líða stundir og að hann muni þróast hratt á næstu misserum. Innlent Viðskipti Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Sjö fyrirtæki hafa fengið leyfi til að selja raforku til neytenda eftir að raforkusala var gefin frjáls um síðustu áramót. Veitur sem framleiða rafmagn þurfa sérstakt leyfi til að selja utan síns dreifisvæðis. Þær sem hafa fengið leyfi eru Hitaveita Suðurnesja, Norðurorka, Orkubú Vestfjarða, Orkuveita Húsavíkur, Orkuveita Reykjavíkur, Rafmagnsveitur ríkisins - RARIK og Rafveita Reyðarfjarðar. Samkvæmt upplýsingum frá iðnaðarráðuneytinu hafa tvær umsóknir að auki borist um leyfi til að stunda raforkuviðskipti. Búist er við að umsóknirnar verði afgreiddar á næstunni. Ottó V. Winther viðskiptafræðingur er í forsvari fyrir annað félagið, Raforkusöluna ehf. Hann segir búið að gera samning um raforkukaup og verið sé að koma hluthafahópnum saman. Félagið uppfylli öll önnur skilyrði til raforkusölu. Hann segist ekki ætla að kaupa raforku af Landsvirkjun. Inntur eftir því hvort ekki sé erfitt að fara í samkeppni við veiturnar sem framleiða sína eigin orku segir Ottó að það verði erfitt í byrjun. Hins vegar sé eftir einhverju að slægjast og ýmis tækifæri fyrir hendi. Ottó segist sjá fyrir sér að margir smærri framleiðendur raforku muni vinna saman á þessum markaði þegar fram líða stundir og að hann muni þróast hratt á næstu misserum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira